Kemur nú ekki á óvart

Það kemur ekki á óvart að fimmti hver svíi eigi meira en milljón í eigifé, um leið og íbúðarverð hefur rokið upp þar eins og hér er auðvelt að hrein eign vaxi í milljón sænskar (eða um 9 milljónir), þetta eru augljóslega ekki peningar í hönd.  Það er örugglega 5 hver Íslendingar sem á orðið 9 milljónir í eigið fé eftir gríðarlegan vöxt undanfarinna ára.  Það er nóg að bara hafa keypt venjulega íbúð fyrir nokkrum árum síðan.   Að sjálfsögðu finna menn samt ekkert fyrir þessu, því þessir peningar eru bundnir í steypi og þetta kemur ekki í ljós nema að menn flytja aftur heim til mömmu.

Hitt kemur svo alls ekki á óvart að eldra fólk eigi meiri pening en ungt fólk. Fyrr má nú vera, þetta er fólk sem hefur unnið alla ævi.  Það er eins og að segja að ungt fólk sé unglegra en eldra fólk.  Auðvitað á eldra fólk að meðaltali meiri pening en yngra fólk, fólk sem er búið að vinna alla ævi og koma sér upp húsnæði og greiða niður, búin að koma upp börnum og greiða allar skuldir.  


mbl.is Fimmti hver Svíi á milljón
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband