Afhverju ólöglegt?

Mér finnst þetta mjög merkilegar fréttir, að það skuli eiga að stoppa þetta.  Þetta er afgreitt samkvæmt öllum reglum sem gilda í Svíþjóð, ég get varla ímyndað mér að þau séu mikið slakari en þau íslensku.  Þarna er hreint ótrúlegtur verðmunur á þessum lyfjum og það þarf amk. að kynna sér afhverju þessi verðmunur stafar.   

Nú er ég ekki að segja að það sé okur íslensku lyfjafyrirtækjanna, það er spurning hvort hérna séu skattar, eða lög t.d. um merkingar að kenna.  Ég átta mig ekki á það hvaða skildur eru.   Það þarf þá að skoða það, hvað er að valda þessum kostnaði.


mbl.is Lyfjastofnun telur vefsíðuna minlyf.net vera ólöglega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Lyfjastofnun hefur nú ekkert með það að gera að gefa út lögfræðiálit.   Fjarsala á lyfjum er alls ekki bönnuð á EES svæðinu, þannig að sama ætti að gilda hér.   Vandamálið er að Lyfjastofnun er alþekkt fyrir að þjóna hagsmunum þröngra hópa, sem hafa svo hagsmuni af því að okra á almenningi hvað lyf varðar og nærast í vernduðu samkeppnislausu umhverfi.  

Sigurður Jónsson (IP-tala skráð) 12.7.2007 kl. 22:22

2 Smámynd: Óttarr Makuch

Spurning að kanna gjafir sem lyfjastofnun fær - allavega lyktar þetta mál af skítalykt, svo mikið er víst!

Óttarr Makuch, 12.7.2007 kl. 22:35

3 Smámynd: TómasHa

Já, ekki spurning.  Það er varla hagsmunir almennings að fá ekki ódýr lyf.

TómasHa, 12.7.2007 kl. 22:53

4 Smámynd: Nexa

Jæja, það er eitt að hafa frelsi til viðskipta og annað að stunda "eftirlitslausa netverslun" með lífsnauðsynleg lyf.

Lög eru lög - póstverslun með lyf er bönnuð! Það er og hefur alltaf verið mitt faglegt álit að persónuleg samskipti þeirra sem höndla með lyfin við sjúklingana séu nauðsynleg. Einnig getur verið lífsnauðsynlegt að fylgiseðillinn sé á tungumáli sem sjúklingurinn skilur. Allir fylgiseðlar eru sendir í "lestrarpróf", þ.e. hvort að leikmaður skilji seðilinn. Ég er lyfjafræðingur og ekki skil ég sænska fylgiseðla!

Lyf eru lífsspursmál. Auðvitað eru þau alltof dýr hér á landi og það er ekki gott. Það þarf að finna leið til að ná niður lyfjaverði - en netverslun er ekki lausnin.  Ég er komin með hugmynd: http://nexa.blog.is/blog/nexa/entry/256958/  

Nexa, 13.7.2007 kl. 15:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband