Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
24.10.2007 | 15:24
Hvaða Vörugjöld?
Þetta er nokkuð merkileg yfirlýsing, og maður veltir fyrir sér hvort hérna sé verið að tala um að fjarlægja öll vörugjöld eða bara sum.
Það er nú kannski nema von að maður bíði eftir þessu en t.d. eru vörugjöld af bílum 30% og 45%, eftir stærð vélar. Ég geri nú ekki ráð fyrir að menn séu að fara að tapa tugum prósenta af bifreiðum.
Ég hef lengi verið þeirra skoðunar að menn verði að fara í gegnum þessi tollamál og endurskoða. Það er eins og menn hafi valið handahófskennt prósentur og flokka sem ætti að leggja á í mörgum tilfellum.
Eitt dæmi sem ég hef stundum nefnt eru lokar. Afhverju eru 15% (eða hvað það nú er) vörugjöld á lokum?
Það hefur enginn getað nefnt neina ástæðu nema af því bara! Já og af því ríkinu vantar peninga.
![]() |
Vörugjöld, stimpilgjöld og uppgreiðslugjöld afnumin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.10.2007 | 09:27
Stórmál?
![]() |
Íslenskir auðmenn tala í 170 þúsund króna gullsíma |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.10.2007 | 16:11
Hvaða gæðingur bíður?
![]() |
Ólafur Örn segir ráðherra hafa óskað eftir starfslokum hans |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.10.2007 | 23:26
Gott námskeið
Ég var að kenna í kvöld á ræðu og framkomunámskeiði fyrir stjórnir félaga í Háskóla Íslands. Það var virkilega skemmtilegt og eitthvað sem maður er alltaf að verða reyndari og reyndari í að kenna.
Það er merkilegt hvað ræðumennska hræðir marga og hversu fáir þora virkilega að takast á við að mæta frammi fyrir fólki og taka ræðumennskuna.
Þau sem komu stóðu sig virkilega vel!
20.10.2007 | 00:12
Er þetta ekki skandall?
Ég heyrði af emailum fyrir nokkrum vikum sem gengu á milli kvenna um að útiloka ákveðinn leikmann og einmitt velja Hólmfríði.
Hvort sem þetta er satt eða ekki hlýtur þetta að vera verulegur skuggi á valið á Hólmfríði í kjölfarið. Hún sem sagt vann þennan titil ekki út af eigin verðleikum en öfun annara kvenna í deildinni.
Ég get ekki ímyndað mér að þetta verði deildinni til góðs, en undanfarið hefur orði töluverð vaknin á að menn hafi áhuga á kvennaboltanum. Ekki síst vegna góðs árangurs Landliðsins.
Ég spái því að það eigi eftir að verða heimikil umræða í kjölfarið á þessu vali og reynda að þetta mál með tölvupóstana eigi eftir að upplýstast og koma í ljós hvort þeir voru virkilega sendir út eða ekki.
![]() |
Helgi og Hólmfríður kjörin leikmenn ársins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.10.2007 | 20:30
Erfitt líf
Ég hef undanfarið horft á myndir, þar sem hundruð ljósmyndarar nánast umkringja bílinn hennar, Britneyjar.
Það kemur mér ekki minnst á óvart að einhver hafi orðið undir bílnum hennar, miðað við áganginn.
Ekki að þetta sé fullkomlega sambærilegt, en þá minnir þetta mig helst á hunda á sveitarbæjum hér á landi. Svo lengi sem hún keyrði ekki eins og asni þá ef keyrt er á hundana, er það þeirra eigin vandamál en ekki þitt.
Ég skil amk. ekki ef þetta verður á hennar kostnað! Maður vorkennir henni þegar hún er að reyna að komast í burtu á bílnum sínum með allan þennan haug handandi utan á bílnum.
Hún ætli kannski að hætta að sýna á sér píkuna á sér. Eina góða ráðið fyrir hana, þá hætta þeir kannski að liggja svona mikið á glerinu á bílnum hennar.
![]() |
Britney ók yfir fótinn á ljósmyndara |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.10.2007 | 15:41
Valhallarfundurinn
Því miður komst ég ekki á Valhallarfundinn í gær, en hins vegar hef ég notað tækifærið og rætt við marga menn í kjölfarið á fundinum. Þeir eru flestir sammála um að þetta hafi verið góður fundur og menn hafi fengið gott tækifæri til þess að meta stöðuna.
Ég var samt ekki undrandi á að lesa svona bréf, það kemur ekkert á óvart að einhverjir skuli hafa verið óánægðir með þennan fund. Í svo stórum flokki eru aldrei allir ánægðir, en sá sem þetta ritar er hins vegar ekki maður til þess að koma undir nafni, sem bendir til áreiðanleika þessa bréfs.
Ég vildi að ég hefði haft heislu til þess að mæta og fá að sjá þetta, það hefur verið fróðlegt að sjá hvernig þetta hefur verið til þess að geta metið það frá fyrstu hendi hvernig fundurinn hefur fram. Eins og með svo marga fundi sem eru haldnir að baki luktum dyrum, eru það fyrst og fremst raddir þeirra sem voru óánægðir sem maður fær að heyra í fjölmiðlum.
18.10.2007 | 08:29
Þessu verður að breyta
Ég skil bara ekki þessa þrjósku, það er greinilegt að Árni Matt þarf að labba niður í Tollstjóra og leiðrétta það. Það er bara ekkert eðlilegt við að innheimta þennan skatt, fyrir utan allt það smygl sem er í gangi á þessum tækjum.
Þetta er alveg gjörsamlega út í hött! Ég trúi því bara ekki að menn ætla að halda þessu til streitu.
![]() |
iPod tollurinn er kominn til að vera |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.10.2007 | 22:29
Fyndið
Það verður gaman að sjá hinar í hópnum sanna að þær hafi gert samning við þá sem fékk vininnginn. Það er líka skemmtilegt að eiga 120 milljónir í vasanum og tíma ekki að gefa hinum smá pening.
Þarna sannast það sem hefur svo oft verið sagt, að margur verður af aurum api.
Minn bingó vinningur....nei minn
Breskur dómari hefur stöðvað greiðslu á 120 milljóna króna bingó vinningi eftir heiftarlegar fjölskyldudeilur um hver ætti hvað. Enginn dregur í efa að hin 69 ára gamla Jean McCullagh átti miðan sem vinningurinn kom á, síðastliðið föstudagskvöld.
Með henni í bingó salnum voru hinsvegar systir hennar og tvær mágkonur. Þær halda því fram að það hafi verið fyrirfram ákveðið að ef einhver þeirra fengi vinning skyldu þær skipta honum jafnt. Því neitaði Jean eftir að hún hafði fengið vinninginn.
Systirin og mágkonurnar fóru því beint úr bingósalnum til næsta lögfræðings. Auk þess að stöðva greiðslu vinningsins frysti dómarinn bankareikning Jean, þartil hann hefði fengið tækifæri til þess að skoða málið betur.
17.10.2007 | 19:20
Launakjör Útvarpsstjóra
Það er merkilegt hvernig launin hafa rokið upp hjá Páli, ég vildi að ég gæti sótt mér slík laun eins og hann. Hann hefur passað sig á að svara engu, ekki einu sinni þegar hann sótti sér þennan fína bíl úr vösum okkar skattgreiðanda.
Það er eiginlega nokkuð merkilegt að fulltrúi VG hafi mælt með þessu. Nú eru þingmenn flokksins alveg brjálaðir. En afhverju samþykkti þá fulltrúi VG þessi launakjör? Eru þingmennirnir ekki í neinum tengslum við fulltrúa sinn?
Orðið tekur á þessu en kemur svo með skrýtna setningu í lokin:
Baldvin er þrautreyndur félagsmálamaður sem býr að margra ára starfi innan ungliðahreyfingar Sjálfstæðisflokksins.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)