Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
19.11.2007 | 13:22
Tilgangslaus barátta
Ég held að þetta sé algjörlega tilgangslaus barátta og þeim væri nær að aðlaga sig að nútímanum frekar en að berjast gegn þessu. Það hefur sýnt sig að um leið og einhver er stöðvaður kemur annar í staðinn mjög fljótlega.
Ef ekki innlendur torrent þá verður þetta erlendur.
Ég skrifaði grein um þetta á Deiglan.com í seinustu viku. Hana er hægt að sjá hér:
http://www.deiglan.com/index.php?itemid=11542
![]() |
Eigandi Torrent yfirheyrður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.11.2007 | 23:31
Endanleg uppljóstrun Mengellu
Ég hef aldrei lesið þetta blogg, en hef stunduð rápað inn á það eftir að hafa smellt á hlekki á hneykslanlegar færslur. Margir hafa verið tilkallið í þessari umfjöllun.
Um daginn skrifaði Mengella inn á bloggið sitt lista af fólki sem átti að standa að baki þessu. Þá hófst nokkuð skrýtið sjónarspil, þar sem Hildur, sem átti að vera upphafsmaður bloggsins skrifaði nokkrar færslur í athugasemdarkerfið og virtist hæst ánægði með þessa útnefningu. Enginn kvartaði undan misnotkun nafna nema ljóðskáldið Þórdís Björnsdóttir. Hún virtist helst kvarta undan því að hafa verið sett í ritnefnd að sér forspurðri.
Það kemur eiginlega á óvart að enginn hafi sagt nokkuð. Í kjölfarið held ég að nokkuð margir (og þar á meðal ég) hafi dregið þá ályktun að þetta væri fólki.
Þetta rugl tónaði svo sem við súra stemningu Mengellu.
Nú hefur sem sagt komið í ljós að þetta er einhver gaur frá Akureyri. Óli Sindri bloggar hér: http://www.olisindri.com/
http://mengella.blogspot.com/2007/11/og-er-opinbert.html
http://www.vikingbastard.com/b/?p=353
http://flog.prax.is/#article-373
http://snilldur.blogspot.com/2007/11/long-s-n-tm.html
http://www.eyvindurkarlsson.com/index.php?group=frettir&id=733
http://blogg.visir.is/agustborgthor/2007/11/11/b%c3%a6nagongumenn-i-rugli/
http://blogg.visir.is/agustborgthor/2007/11/14/um-ritstjorn-mengellu/
http://www.kommunan.is/asgeir/archives/2007/11/long_faersla_fy.html
http://www.olisindri.com/2007/11/sbinn-mansngur.html
![]() |
Mengella opinberar sig |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 18.11.2007 kl. 00:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.11.2007 | 23:40
Hvar er Björn Ingi?
Það er nokkuð merkilegt að Björn Ingi sagðist hafa slitið út af REI málinu. Hann hefði ekki verið sammála sölunni.
Nú hefur hann farið í hendurnar á nýjum meirihluta, sem er ekkert að tala um græða peninga, en hafa hætt við samrunan sem Björn barðist svo mikið.
Ég geri ráð fyrir að hann sitji heima og felli tár. Hann hefur amk. látið mjög lítið fyrir sér fara í þessari umræðu eftir að nýr meirihluti tók við.
![]() |
Eigendafundur staðfestir ákvarðanir um REI og GGE |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.11.2007 | 23:21
Svekkelsi!
Ég er ótrúlega svekktur að einn besti vinur minn verður í Flórída á sama tíma og ég en ég næ ekki að hitta á hann.
Við höfum skipulagt að hittast og fá okkur að borða saman, en báðir erum við mjög uppteknir.
Það var því ótrúlegt að heyra að hann yrði á flórída á sama tíma og ég.
Svekkelsið var þeim mun meira þegar ég komst að því að vegalengdir og tími á staðnum koma í veg fyrir að við getum hist.
Við sammæltumst um að hittast í Grafarvoginum síðar. Eitthvað sem við höfum skipulagt í meira en ár.
13.11.2007 | 18:49
Skynsemleg rödd af frá Fréttablaðsmanni
Oft hefur mér fundist umræðan á vísi.is og fréttablaðinu um RÚV nálgast einelti. Þeir náðu að dreina Útvarpsstjóramálið í marga mánuði og ég held að flestir hafi verið komnir með ógeð á þeirri umræðu. Nú kemur Jón Kaldal með nokkuð góðan punkt inn í umræðuna og 150 milljónirnar hans Björgúlfs:
Um leið er algjör óþarfi að fara mörgum orðum um einlægan áhuga Björgólfs á gerð innlends efnis eins og útvarpsstjóri hefur gert. Ef sá áhugi væri einlægur hefði Björgólfur lagt féð í sjóð sem allar sjónvarpsstöðvar hefðu getað sótt í. Fjárhagsaðstoð Björgólfs við RÚV á auðvitað að skoða í því ljósi að hann á nú þegar í grimmri samkeppni á fjölmiðlamarkaði. Hann er aðaleigandi Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins og 24 stunda, keppinauta Fréttablaðsins, sem er hluti af fyrirtækinu 365 sem aftur rekur Stöð 2 og fleiri sjónvarpsstöðvar.
Ætli það sé ekki töluvert minni áhætta að sparka í 365 með svona hlutum en með því að stofna stjónvarpsstöð eins og skjár 3 hérna um árið. Þar að auki hefði þetta átt að gefa honum gott PR. Hvernig er hægt að gefa 150 milljónir í svona málaflokk og fá ekki gott PR?
Einu sem litu út eins og hálfvitar voru hollvinasamtökin fyrir að halda því fram að þetta væri fyrsta skrefið í einkavæðingu! Nú þegar eru mörg fyrirtæki að styrkja listasöfn borgarinnar, ætli sé verið að fara að einkavæða þau?
Það var samt sem áður mjög skemmtilegt að hlusta á Pál reyna að segja fólki að þetta væri ekki kostun.
9.11.2007 | 06:25
Eru 3000 krónur á tíma eftir skatt slæm laun?
Hvers konar ríkisbubbar eru þessir leikararar eiginlega, eða amk. Ólafur Egilsson? Hann neitaði að taka við launum sem voru 3000 krónur á klukkustund eftir skatt. Ef hann væri í fullri vinnu hefði hann fengið 480.000 á mánuði eftir skatt fyrir dagvinnu!
Ég efast ekki um að það hafi farið einhver undirbúningur í þetta hjá honum, en mér finnst þetta bara engin sérstök hneysa.
1.11.2007 | 00:29
Fyrsti dagur í Kína
Ég dvel þessa dagana í Kína og ætla að nota Pottinn til að blogga um það, ég hef ekki stundað að blogga um sama efni á báðum síðum og hef verið með pólitískt nöldur á pottinum en meira fréttatengt og persónulegra hérna.
Ég nenni þó ekki að gera það núna og set þetta allt hérna inn:
http://www.potturinn.com/?p=295
29.10.2007 | 18:45
Bauhaus er þá að koma!
Það var sagt í mín eyru að Bauhaus væru hættir við að koma, ástæðan væri einföld markaðurinn væri í raun of lítil og samkeppni mikil miðað við það.
Viðskiptablaðið segir frá því að þeir séu að koma, og að þeir hafi gert samning við Háfell um undirbúning.
Það er þó ástæðulaust að fagna of snemma, ef menn halda að verðið eigi eftir að lækka um tugi prósenta og við eigum eftir að kaupa byggingarvörur á evrópuverð, hvað sem það nú er, ættu að líta til Toys R Us.
Eftir því sem ég hef kynnt mér hefur verið lækkað lítillega frá því sem það var, en er ekkert í samanburði við Toys R us erlendis.
Ég spái því að sama gerist með Bauhaus, þeir eiga eftir að lækka eitthvað en hins vegar ætlar þeir sér ekkert að "botna" markaðinn. Þeir eiga eftir að halda verðinu upp í svipuðum verðum og félagar þeira í hinum byggingarvöruverslununum.
27.10.2007 | 12:32
Mín á leiðinni
Pantaði mér Wii frá Þýskalandi, hún kemur vonandi fljótlega. Kosturinn við þá þýsku er að hún kemur beytt og er breytt af fagönnum. Ég held samt að ég geti ekki spilað kvikmyndir í gegnum netið eins og ég er að gera með Xboxinu, það væri samt gaman ef það væri hægt.
Þessar vélar eru algjör snilld, ég kolféll fyrir henni eftir að hafa prufað hana einu sinni. Ég hef almenn haft þá reglu að spila ekki tölvuleiki en wii-inn var bara of skemmtilegur til að sleppa því.
![]() |
Nintendo annar varla eftirspurn á Wii leikjatölvunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.10.2007 | 16:14
Geturðu selt?
Margir félagar í JCI nýttu sér þetta tækifæri jafnvel þótt menn stundi ekki alla jafnan sölu. Málið er hvað sölumennskan eru mikið af mannlegum samskiptum. Það að selja rétta vöru til einstaklingar, en ekki bara troða hverju sem er inn á fólk. Það að lesa í fólk.
Þetta voru amk. frábærar hugleiðingar, ég á örugglega eftir að nota þetta í framtíðinni. Það voru ótrúlega margir punktar sem maður þarf huga að, það liggur við að maður vilji sitja þetta aftur. Bara til að fara yfir þetta aftur.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 27.10.2007 kl. 14:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)