Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
29.1.2008 | 17:20
Ótrúleg póstþjónusta
Fyrst fékk ég pakkann til baka á minn vinustað, eftir að ég hafi bent á þetta og fengið afsökun fékk ég pakkan heim til mín! Maður á eiginlega ekki orð yfir svona vinnubrögðum. Það hefði átt hverjum læsum einstakling að vera ljóst hvert pakkinn var að fara af þeim 3 merkingum sem voru á honum. Fyrir utan að við mitt nafn stóð: sendandi. Svona svo þeir gætu skilað pakkanum viðtakandi myndi ekki finnast.
29.1.2008 | 13:48
FME stoppar samruna Kaupþings og NIBC
Áhugamenn um verðbréf fagna þessu væntanlega, sérstaklega ef skuldatrygginvarálagið mun minnka í kjölfarið.
Eftir mun væntanlega standa hver skúbbaði þessu. Það er alvegarlegt mál ef það er verið að skúbba svona hlutum áður en Kaupþingi hefur verið gert grein fyrir þessu.
29.1.2008 | 10:12
Klappa þegar Svavar er búinn
Guðmundur Magnússon skrifar skemmtilega grein frá atburðum sem áttu sér stað árið 1969, þegar vinstrimenn mættu á pallaborgarstjórna.
Umfjöllunin er í mörgu keimlik því sem er í gangi í dag á alla kannta.
Kannski er munurinn sá að menn voru ekkert að hafa fyrir því að láta miða ganga núna.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.1.2008 | 23:56
Britney 120 milljóna dala virði á ári?
Nokkuð áhugaverð grein um að Britney sé 120 milljóna dala virði á ári.
Maður veit eiginlega ekki hvort þetta sé mikið eða lítið, sérstaklega þegar hún virðist alveg búin að missa það og erfitt að sjá að það sé nokkuð til hjá henni sem heitir ferill.
28.1.2008 | 18:41
Staða Guðmundar Þóroddssonar
Það kæmi alla vegana á óvart miðað við yfirlýsingar í kjölfarið á REI málinu, þar sem mjög margir borgarfulltrúar voru mjög ósáttir við hvernig var staðið á kynningu á samruna REI og GGE.
Ég geri í sjálfu sér ráð fyrir að Guðmundur mun sjálfur sjá sér sóma í að leita annað.
Í sjálfu sér hef ég ekkert út á störf Guðmundar að setja, ég hef ekki fylgst sérstaklega með þeim. Hins vegar snýr þetta um hvað sagt var eftir slitin á meirihlutanum og þær yfirlýsingar sem komu frá borgarfulltrúum. Það væri sérstakt eftir allt sem var í gangi þá að hann færi aftur að starfa sem forstjóri OR eins og ekkert hafi í skorist.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.1.2008 | 17:30
Góð afkoma Landsbankans
Tilkynning af OMX.
Nærri 40 milljarða hagnaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.1.2008 | 16:13
Lítið notað pottasett til sölu
28.1.2008 | 14:51
Frí og mótmæli í MR
Nú er uppi umræða vegna frís sem var gefið í MR, þar sem bekkjum var gefið frí til þess að mæta á pallana. Símoni Birgissyni finnst ekki mikið til þess koma og vitnar í sinn gamla skóla n.
Almennt hefur þessu verið öðruvísi farið í MR, fyrir utan nokkur göngufrí sem Halldór þýskukennari gaf, þá iðulega til að labba út í Göthestofnun og lesa þýsk blöð og bækur, þá hefur ekki verið mikið um að gefa frí í þessum gamla skóla.
Mér er sérstaklega minnistætt í þessu samhengi þegar nemendur voru hvattir til þess að nota einn hádegismat til að mótmæla bágum kjörum kennara. Ég ásamt fjölmörgum öðrum mættum niður á Ingólfstorg og tókum þátt í þessu. Þegar ég mætti of seint í tímann, vildi kennarinn gefa mér skróp.
Eftir að hafa rætt um þetta í nokkurn tíma, þar sem ég reyndi að útskýra það sjónarmið að ég hefði verið að þessu til að aðstoða og bæta hag viðkomandi, var það útskýrt fyrir mér að um leið og viðkomandi þakkaði mér viðleitnina, þá giltu reglur Menntaskólans fyrir mig eins og aðra. Á endanum fékk ég þessu skrópi breytt í seint, þegar ég vildi vita hvaða skriflegu reglur giltu um hvenær skróp væri skróp en ekki seint.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.1.2008 | 17:07
Mistök að hafa HR í vatnsmýrinni
Ég heyrði ekki betur en að Kjartani Magnússyni fyndust það hafa verið mistök að HR væri komið fyrir í Vatnsmýrinni. Ég hef lengi bent á að það átti að byggja HR upp í Keldnaholti, í grennd við Impru, rannsóknarmiðstöðvar atvinnulífsins. Þarna er nóg pláss og hægt að byggja upp mjög gott rannsóknarmiðstöð og þekkingarþorp.
Það sem mestu máli skiptir er að fólkið er hérna! Í Grafarholti, árbæ, Grafarvogi og Breiðholti búa í kringum 60 þúsund einstaklingar.
Hvað vit er í að senda alla vestur í bæ, þegar það er hægt að dreifa álaginu og hafa þessa stóru vinnusstaði (HÍ og HR), ekki nánast á sama blettinum.
Vilja íbúðabyggð í Vatnsmýri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.1.2008 | 00:07
Í hvaða flokki er Margrét?
Þegar Ólafur F. hafði samið um borgarstjórastólinn studdu Frjálslyndir hann mjög dyggilega, merkilegt nokk virðist Ólafur samt hafa verið Íslandshreyfignarmaður.
Í allri umræðunni um veikindi Ólafs hefur hann verðir spurður að því hvort hann sé fyrst og fremst Íslandshreyfingarmaður. Það segir manni samt nokkuð mikið hvernig valið var í nefndir og að Jakob Frímann fjárhagslegur bakhjarl hreyfingarinnar hafi ákveðið að þiggja nefndarsæti hjá Ólafi.
Ef Ólafur er Íslandshreyfingarmaður, hvað er Margrét þá? Ætlar hún að hoppa úr enn einum flokknum sem hún hefur sjálf komið að því að skapa.
Hversu áhugaverð er sú hugsun að Margrét hoppi frá borði úr Íslandshreyfingunni? Hversu trúanleg er hún þegar hún hefur hoppað bæði frá borði Íslandshreyfingarinnar og Frjálslyndaflokksins. Það verður fróðlegt að heyra nýja ástæðu fyrir nýjum flótta.
Enn óska ég eftir því að heyra í Ómari Ragnarssyni. Maðurinn sem hefur skoðanir á öllu, og þá sérstaklega lýðræðinu hefur ekkert blogga um þetta. Hvað segir það okkur?Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)