Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
5.2.2008 | 09:26
Obama með vindinn í bakið
Núna keppist hver stjarna á fætur annari að lýsa yfir stuðning við Obama, Jack Nicualson, Greatful dead (eftir lifandi félagar) og svo framvegis. Það er auðvitað spurning hvað slíkar yfirlýsingar hafa mikil áhrif, þegar frambjóðendurnir keppast við að skreyta sig frægu fólki.
Í kvöld verður mjög spennandi kvöld í kosningunum, línur ættu verulega að skýrast. Maður á þá sjálfsagt eftir að vera límdur yfir skjáinn.
Mér finnst þetta framtak mjög gott hjá SUS. Kannski að maður skelli sér og fylgist með þessu með þeim.
5.2.2008 | 00:31
Skemmtilegt lokakvöld
Eitt af því skemmtilegasta við að kenna á ræðunámskeiðum er lokakvöldið, þá er virkilegt uppskerukvöld fyrir okkur leiðbeinendur. Í kvöld var einmitt lokakvöld á ræðunámskeið JCI Esju, 12 útskriftir og frábær árangur þeirra sem tóku þátt. Ég var virkilega stoltur þegar ég horfði tók þátt í að útskrifa mína nemendur og sjá hversu miklum framförum þau höfðu tekið.
Það besta var hversu margir hafa áhuga á að halda áfram að þjálfa sig og taka þátt í starfi JCI. Sjö einstaklingar ákvaðu í kvöld að ganga til liðs við félagið og taka þátt í því fjölbreytta starfi sem þar er í boði og hafa val um amk. 26 námskeið sem boðið verður upp á í ár á vegum JCI Esju.
4.2.2008 | 11:16
Pólverjar löghlýðnasta fólk á Ísland
Það er líka gott mál að koma með síðu eins og anti-rasisti, umræðan hefur verið meiri í kringum þær rasistasíður sem hafa skotið upp kollinum hér á landi.
4.2.2008 | 10:27
Fjörug vika með þýskum gestum
Það er alveg ljóst að það verður nóg um að vera hjá manni í þessari viku.
Í dag ætlar JCI Esja að útskrifa á annan tug nemenda í ræðumennsku. Sjálfur hef ég verið að þjálfa á þessu námskeiði og það verður fróðlegt að sjá hvaða árangur nemendur hafa náð meðan þeir hafa starfað með liðstjórum. En starfið með liðstjórunum er oft mjög persónulegt og menn ná verulegum árangri í ræðumennsku með þessari þjálfun.
Á morgun er svo félagsfundur JCI Reykjavík, þar sem ég ætla að vera með kynningu á nýju veftóli sem JCI er að bjóða upp á til að bæta samstarf innan JCI.
Á fimmtudaginn mæta svo þýskir JCI vinir okkar að mæta til okkar, þá hefst skemmtileg helgi sem mun svo enda á laugardaginn / (sunnudagsmorgun) þegar við tökum þá fyrst í ferð um Suðurlandið og endum með þá í þorrablóti JCI Esju.
Mjög margt skemmtilegt framundan.
Frekar um þetta á Esjublogginu.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.2.2008 | 10:05
Desperate aftur á skjáinn
Nú eru víst komið skrið á viðræður handritshöfunda í Hollywood. Það er því líkur að innan skamms eigi þættir eins og Desperate houswifes eftir að fara aftur í framleiðslu en þessir þættir hafa verið í stoppi vegna deilunnar.
Á meðan hefur svo sem verið hægt að glápa á hina ýmsu þætti sem maður hefur ekki kíkt á áður og jafnvel taka heila seríur eins og Lost sem ég hef aldrei horft á áður (og var ekki beint að detta inn í).
Íslensku sjónvarpsstöðvarnar ættu að nota þetta tækifæri og minnka þann mun sem frá því þættir eru sýndir í Bandaríkjunum og þangað til þeir eru sýndir hér heima.
4.2.2008 | 09:50
Deiglan.com 10 ára
Hið frábæra vefrit Deiglan.com er orðið 10 ára. Vefritið er þar með elstu vefritunum landsins og hefur lifað af fjöldan af pólitískum vefritum, sem hafa komið og farið án þess að mikið sitji eftir.
Þegar deiglan ákvað fyrir nokkrum árum að birta 2 pistla á dag, voru ýmsir sem brostu og sögðu það ómöglegt verk. Það hefur að mestu gengið eftir, þótt einstaka pistlahöfundar hafi ekki staðið sig og ekki skilað.
Þeir breytingar sem urðu í fyrra urðu til mikilla bóta, þá var flokkum breytt og leiðara bætt við. Þetta hefur gefið góða raun finnst mér.
Deiglan er klárlega í rúntinum hjá mér á hverjum degi.
1.2.2008 | 20:45
Öryrkjablogg
31.1.2008 | 12:01
Dómurinn falinn
Ég get að sjálfsögðu ekki annað en mótmælt hugmyndum Hermundar, um að senda eigi Villa á Ræðunámskeið hjá Dale Carnegie. Að sjálfsögðu á hann að skella sér á ræðunámskeið hjá JCI :) Ekki að ég hafði séð sérstaka þörf hjá honum til þess að fara á ræðunámskeið, það eru ansi margir aðrir sem væru ofar á þeim lista.
Annars virðast spilin segja ýmislegt, meðal annars virðist vera hægt að lesa um andlega heilsu Ólafs F í spilunum.
Greinin á Vísi.is
30.1.2008 | 10:53
Gæti endað illa
Ég heyrði af þessu ótrúlega máli í gær. Maður var eiginlega bit þegar menn hugsa svona.
Hann var líklega drukkinn (var rétt undir mörkum en mældur of seint), hann á að hafa keyrt 170 km/klst þar sem 90 km/klst var hámarkshraði og svo fer hann í mál við fjölskyldu fórnarlambsins.
Af fréttum hér heima í gær eru umferðaryfirvöld að íhuga að fara í annað mál við hann, þar sem það verður farið betur í þetta og hann kærður fyrir manndráp af gáleysi. Þessi græðgi hans gæti því kostað að hann eigi eftir að sitja inni eftir allt saman verði hann fundinn sekur.
Ökumaður krefur fjölskyldu látins reiðhjólamanns um bætur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.1.2008 | 10:14
Nýju fötin keisarans
Í gær var ég að kenna á ræðunámskeið og lenti í einum besta spuna sem ég hef upplifað.
Frekar á Esjublogginu.