Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
25.2.2008 | 18:42
Stóra dreifikerfis málið
Það er nokkuð merkilegt að hlusta á þessa umræðu um dreifikerfi farsímafyrirtækjanna. Vodafone fer af stað og auglýsir stærsta dreifikerfið, Síminn svarar og auglýsir að þeir séu víst með stærsta dreifikerfið og svo kemur Vodafone og jarðar símann með myndum og 3 heilsíðu auglýsingum í öllum blöðum.
Hvar er síminn núna?
Eru þeir bara ekki með stærra dreifikerfi? Afhverju segja þeir ekki neitt um þetta? Voru þá auglýsingarnar í millitíðinni bara mistök?
24.2.2008 | 19:16
Óheppileg ummæli
Það er greinilegt að Friðrik Ómar kann hvorki að vinna eða tapa. Þessi athugasemd var alveg út í hött í gær. Honum tókst að sigra, og þurfti bara ekkert að vera að skjóta á aðra keppendur á meðan. Það er greinilegt að það er búinn að vera mikil barátta bakvið tjöldin og sumir létu kynningar Mercedes hópsins fara í taugarnar á sér. Hins vegar skilaði þetta sér ekki betur en svo að þeir urðu í öðru sæti.
Ég er hins vegar þeirrar skoðunnar að þetta lag eigi ekki eftir að ná langt. Mér fannst þetta lag vera alltof gamaldags technólag.
23.2.2008 | 22:24
Regína hökkuð
Datt í hug að kanna hvað Regína er gömul og "googlaði" hana. Datt inn á heimasíðuna hennar og sé að hún hefur verið hökkuð.
Þegar farið er inn á síðuna hennar stendur í einni færslu:
HacKeD By_FatiH
Regína hlýtur að kippa þessu í liðin mjög fljótlega, enda að fara út .
http://www.regina.is/blogg/html/index.php
Eurobandið fer til Serbíu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.2.2008 | 20:05
Áhugaverð sýning
Ég fór í dag á sýingu blaðaljósmyndarafélagsins. Þetta er virkilega flott sýning, en ég hef farið undanfarin 3-4 ár á sýninguna. Þetta er langflottasta sýning hingað til. Rosalega mikið af flottum og fjölbreyttum myndum.
Það sem ég tók sérstaklega eftir var að fjöldi ljósmyndara hefur aukist sem hafa komist á sýninguna. Ég hygg að það sé fyrst og fremst því að þakka að fjöldi góðra ljósmyndara á landinu. Mér fannst líka hærra hlutfall mynda sem mér fannst virkilega flottar.
Sigurmyndin var ekkert sérstaklega mér að skapi. Það var skemmtilegt að sjá Gunnar á staðnum, honum virtist greinilega ekki vera neitt um þetta. Það voru margar myndir á sýningunni sem mér fannst eiga miklu meira skilið að vinna þetta.
Íþróttamyndin var alveg rosaleg. Manni datt helst í hug hversu hættuleg þessi íþrótt er, bæði augu mannsins og svo blóðnasirnar.
Ég var ekkert sérstaklega hrifin af umhverfismyndinni, ég veit það ekki. Myndir úr fókus eru mér ekkert sérstaklega að skapi. Ég veit að þetta átti að vera stíll, en ef þetta hefði verið mín myndi hefði hún farið beint í ruslið.
Ég mæli endilega með að menn skelli sér í Gerðasafn og skoði þessa fínu sýningu. Þetta er um leið snögg soðinn fréttaannáll og mikið af skemmtilegum myndum frá árinu í ár. Sýningin niðri var líka mjög skemmtileg, stóra blámamyndin er alveg einstök. Hún var til sölu í Fótógrapíu í haust og kostaði þá aðeins og mikið fyrir minn fjárhag.
Sláandi fyndin pólitísk mynd" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.2.2008 | 19:37
Endurnýttar fréttir á RÚV
Þær eru nú ekki skemmtilegar íþróttafréttirnar, en síður þegar RÚV tekur upp á að sýna langa frétt um körfubolta í annað sinn. Það er sérstakt að hægt sé að nýta íþróttafréttir tvisvar, íþróttir eru nú yfirleitt fréttir í núinu en þeim tókst þetta svo sannarlega.
22.2.2008 | 21:47
Guðmundur mættur aftur á blog.is
Það er gaman að sjá að einn vinsælasta bloggarinn á blog.is er mættur aftur til starfa, en það er sagnfræðingurinn og fyrverandi ritstjóri DV.is, Guðmundur Magnússon.
Nú verður skrafað og skrifað af einhveri alvöru, ólíkt gamla vinnustað Guðmundar.
22.2.2008 | 20:40
Kaupþing að fara á hausinn?
Enn vext skuldartrygginarálagið og er komið alveg í hæstu hæðir. Umræðan um að Kauþing sé að fara á hausinn kraumar.
Það er alveg ljóst að bankinn þarf að nota eitthvað annað en fyndna auglýsingu með John Cleese (sem sumum finnst alls ekki fyndin) og kalla þá blábjána sem segja bankann vera að fara á hausinn til að sannfæra fólk. Umræðan í kringum bankann hefur bara verið neikvæð og stöðug skilaboð um slæma stöðu bankans hefur á endanum áhrif.
Bankinn hlýtur að fara að snúa sér að því að fullum þunga að sannfæra almenning og fjölmiðla um að allt sé í sómanum af einhverju meiri krafti en þeir hafa gert hingað til. Það væri kannski rétt að slá af einhverjar laxveiði ferðir með stórlöxum til að ráðast í PR aðgerðir.
Ég hef á stuttum tíma heyrt af nokkrum sem hafa tekið peninga sína út og fært annað og "öruggari staði".
Það segir mér að skilaboðin að þeir séu ekki að fara á hausinn sé ekki að ná til fólks.
Mín viðskipti eru enn við Kaupþing og verða það áfram.
Hérna er annars áhugaverð grein um aðra erlenda banka.
Álagið í hæstu hæðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.2.2008 | 15:32
Gat enginn rúllað rörinu?
Maður hefði haldið að það hefði ekki verið mikið mál fyrri einhvern að skella sér út og rúlla rörinu út í kannt þangað til eigandi eða löregla pikkaði upp rörið. Meira að segja ljósmyndari mætti tók mynd og gerði ekkert við rörið.
Eru þessir menn með þumal á öllum?
Rör féll af flutningabíl | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.2.2008 | 22:02
Eitthvað sem margir bloggarar kannast við
19.2.2008 | 19:32
Gjörningur að brjóta lög
Ég var að sjá þetta í fréttum áðan. Ég heyrði þar að þetta væri gjörningur og væri ekki brot á höfundarrétti.
Allt er hægt í nafi listar!
Nú vita menn hvað þeir eiga að segja þegar SMÁÍS mætir í heimsókn og segir menn brjóta höfundarréttarlög fyrir að hala niður ólöglegu efni. Þá það bara gjörningu.
Þetta var kannski allt saman gjörningur hjá Istorrent gaurnum?