Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Hneyksli dagsins

Hneyksli dagsins er ekki sú árlega og þreytta umræða hver fékk mesta áhorfið.  Áhorfendur eru löngu hættir að hlusta og þeir sem á annað borð hafa nokkurn áhuga á þessu lesa sér bara til um þetta á vef Capacent. 

Hneyksli dagsins er hins vegar þetta mikla áhorf sem leiðinlegasti þáttur Íslands fær.  Hvernig má það vera að útþynntur Idol þáttur með leiðinlegustu þáttastjórnanda Íslandssögunnar fær svona mikið áhorf. 

Eigum við að ræða þetta eitthvað eða? 

Það er ekki nokkur einasti maður sem ég þekki sem er ánægður með þennan þátt.   Val á Evrópvision lagi getur verið ágætt sé það gert í eðlilegu magni.  Þetta er bara komið út úr öllu korti.

Þáttarstjórnandinn hlær mest af öllum sínum bröndurum.  Það er fyndið hvað þeir eru ófyndnir. 

Ég er nokkuð viss um að þessi þáttur er að koma betur úr þessu en hann hefði gert í gamla kerfinu þar sem menn voru að fylla inn þessar kannanir.  Þetta er svona eins og ef menn eru spurðir hvort þeir lesa Séð og heyrt. Enginn viðurkennir það en samt er það með mestlesnu tímaritum landsins. 

 Það sorglega við þetta er að RÚV fær þau skilaboð að þessi útþynnti þáttur sé virkilega skemmtilegur. Á meða sitjum við uppi með "brandara" kallinn og útþynntan Idol þátt í 50 þáttum. 


Fjárfesting sem borgar sig

Var að rekast á þetta hérna. Það er greinilegt að ýmsir fjárfestingakostir eru í boði þessa dagana. 

Sjálfur hef ég farið að ráðunum og á diggan sjóð inn í geymslu sem fer á réttan stað næstu helgi. 


Heather Mills fær níu milljarða

Vísir segir frá því að Heater Mills fengi 9 milljarða frá Paul McCartney og að hún fagni því.

Fyrr má nú vera, ætli maður myndi ekki fagna líka ef maður fengi 9 milljarða í vasan. Reyndar átti ég vona á því að þessi upphæð yrði töluvert hærri miðað við verðmæti Pauls, ef ég man rétt er það metið á 65 milljarða, auk þess sem hann þarf ekki að punga út þessari upphæð í einni summu. 


Afsakið hlé!

Hvað þýðir þessi skemmtilega setning?   Er ekki kominn tími til þess að fjölmiðlar finni sér eitthvað betri setningu en þetta.  Útksýri bilun eða lagi setninguna eitthvað?

Hvað um það þá finnst mér skondið að skoða kvöldfréttirnar á netinu eins og ég geri stundum og þar byrja þeir á að afsaka hléð.  Er ekki málið að að klippa þennan hluta framan fréttunum á netinu?  Varla eru tæknilegir erfiðleikar þar líka?

Hvað um það, þá finnst mér þetta skondið. 


Ertu leiðtogi framtíðarinnar?

Í flestum félögum eru fundargerðir haldnar, oftar en ekki er þetta gert með hangandi hendi og menn vita jafnvel ekki hvað þeir eru að rita og rita því meira en minna. Fyrir vikið verða fundargerðir kaótískar og erfitt að átta sig á hvað var ákveðið og hvað voru umræður.

JCI er að fara af stað með námskeið í fundarritun til þess að kenna mönnum að gera réttar og góðar fundargerðir, hvort sem það er á fundi húsfélags, vinnufundi eða stjórnarfundi félagssamtaka.

Góð fundargerð getur skipt sköpum þegar skoða á söguna og ákveða hvað var raunverulega ákveðið, af hverjum og á hvaða tíma.  Þetta er því námskeið sem getur hentað gríðarlegum hóp fólks.

Kynntu þér málið á heimasíðu JCI Esju, en Esja eitt af aðildarfélögum JCI Íslands.  Fyrir utan þetta eru gríðarlega fjölbreytt námskeið í boði. 

Á árinu ætlar JCI Esja að vera með 26 námskeið, allt frá því að kenna mönnum að gera sælgæti til þess að stjórna stórum og erfiðum fundum.     Það kostar 1500 krónur á mánuði að vera félagi og fyrir þann pening fá menn aðgang að öllun námskeiðum sem eru í boði hjá félaginu án endurgjalds (fyrir utan einstaka prentunar og bókakostnað), auk þess aðgengi að fjölmörgum erlendum leiðbeinendum hér heima og erlendis.  Félagar í JCI Esju geta sótt námskeið hjá öllum hinum aðildarfélögum JCI.

Eina skilyrðið er að vera á aldrinum 18-40, og svo sakar ekki að hafa áhuga á því að bæta sjálfan sig.



Fundaritunarnámskeiðið er frítt fyrir JCI félaga en kostar 8.000 krónur fyrir aðra. Hægt er að skrá sig í félagið á staðnum. Frekari upplýsingar má finna Hér.

Land Cruiser á 11 milljónir

Ég hef alltaf verið hrifin af Land Cruiser, hann hefur verið svona jeppi sem millistéttin hefur getað keypt sér með góðu móti en hann hefur ekki verið neinn sérstakur lúxus jeppi í mínum huga.   Helsti samkeppnisbílinn hefur verið Patrol, sem hefur verið aðeins ódýrari og svona aðeins meira basic.

Í dag er hægt að fá Patrol fyrir 5 milljónir og 5,6 milljónir. Þetta samanborið við 11 milljónir fyrir LC.

Er þessi munur ekki komin út í hött?

Ég veit það ekki, en það er bara mín skoðun að ef ég ætlaði að rölta út í búð með 11-12 milljónir væri einhver annar bíll á innkaupalistanum efn LC.  5-8 Milljónir, kannski í lagi en ef ég ætti eitthvað nálægt 11 - 12 milljónum í vasanum til að kaupa bíl væri það sjálfsagt Bens, Range eða BMW.   X5 Línan frá BMW er dýrust á um 9 milljónir,  Ranger er frá 11 miljónum eins LC og Bensin virðist ekki birta nein verð).

Þetta er auðvitað bara mín skoðun, sjálftsagt byggð á fordómum með um að Toyota sé bara bíll venjulega fólksins.  Það er amk. mjög langt í að ég rölti mér í búð og fjárfesti mér í bíl í þessum verðklassa.


Kaðall í fangaklefa!

Nú er að koma í ljós að fanginn sem slapp fann kaðal í opnu herbergi.  Einhver hefði haldið að á lista yfir tól til að sleppa væri kaðall mjög ofarlega og því óæskilegt í nágrenni við fanga.  Það er má ekki gleyma að fyrir utan tilgang til að sleppa, hafa menn haldið köfðlum og reipum frá föngum til að menn ákveði ekki að ráðast í drastískari aðgerir og taki jafnvel líf sitt.

Spurning er auðvitað hvernig þessum málum er virkilega háttað hér á landi, fyrst jafn hættulegur fangi var skilin eftir í ólæstum klefanum?  Hvað var nú annað í þessari geymslu?

Það hljóta einhverjir að svara fyrir svona svakalegan klaufaskap. 


Slappur Háskóladagur

Mætti á Háskóladag upp í Háskóla Íslands í dag, þetta er í fyrsta skipti síðan ég var í Háskólanum að ég mæti á þetta. 

Kaösin virðist vera algjör, þegar komið var inn á torgið var hópur fólks sem vildi segja mann hvað væri í gangi en einhvern veginn voru bara básar um allt.  Maður áttaði sig eiginlega ekkert hver var frá hverjum.

Niðri var þetta mun skárra, þar voru menn bara í hefbundnu básafyrirkomulagi.

Ég ætlaði að skoða áhugavert mastersnám en hröklaðist bara út.  Ég ákvað að það væri nóg komið að skoðun eftir þetta og nennti ekki niður í Ráðhús.

Manni grunar að það væri hægt að gera svona hluti svo miklu flottar, bara með smá skipulagningu og hugmyndaflugi. 


Múgæsingur í Valhöll

Ég fylgdist með í beinni þegar fjölmiðlar sátu um Valhöll.  Það var ekkert annað en umsátur, þegar menn settu upp beina útsendingu úr Valhöll án þess að vita nokkuð sjálfir hvað væri í ganga út í.  Ekki var boðaður blaðamannafundur í Valhöll, þetta kom sérstaklega fram í beinu útsendingunni hvað menn hefðu verið reiðir yfir því að fundurinn átti að vera haldinn í Ráðhúsinu en var svo fluttur skyndilega í Valhöll (líklega einmitt til að geta rætt þau mál sem þurfti í friði frá fjölmiðlum).

Það er samt nokkuð fyndið að hugsa til þess hvað fjölmiðlar eru í raun orðnir ákafir hér heima.  Maður hefur séð heima hvernig fólk er alveg ellt með tugi eða hundruð hljóðnema í andlitinu erlendis, en maður hefur séð þetta fyrir sér allt öðruvísi hér heima.  Þegar sjónvarpið sýndi yfir það sem var þarna um að vera sá maður að þetta er orðnir ansi margir fjölmiðlamenn á staðnum.  Pressan er alltaf að aukast með hverju árinu sem líður, ekki síst með nýjum fjölmiðlum og netmiðlum.

Auðvitað átti Vilhjálmur bara að veifa fólki svona á leiðinni niður stigann, og ekkert halda neinn blaðamannafund þótt fjölmiðlar hafi krafist þess.   

Eftir á að hyggja var þetta alveg galin hugmynd að reyna að flokka fjölmiðla niður enda horfið frá því, hins vegar þarf að taka vilja fyrir verkið og menn voru að reyna að koma skikk á mikla kaótík sem ríkti á staðnum.  Á tíma var þetta farið að minna meira á gangaslag í MR en andyri Valhallar.  

Það fyndna er að menn virtust búast við einhverri rosalegri sprengju, afsögninni og því voru vonbrigðin en meiri þegar menn voru búnir að hanga tímnum saman að bíða á meðan Villi og félagar voru bara uppi að háma sig kjötbollum (eða hvað var í matinn) og þess vegna tafðist fundurinn.

Það er vonandi að bollurnar hafi verið góðar, því þetta var enn eitt sem lagðist á vogarskálarnar til að Vilhjálmur muni eiga erfiðara að vinna traust borgarbúa. 

Fyndnast hefur mér þótt í umræðunni þegar Óli Björn Kárason blaðamaður átaldi starfsmenn Valhallar fyrir að gera það sem þeir voru beðnir að gera.  Það var eins og þeir hefðu átt að passa Villa frá því að kasta sér á hnífana.

Það virðist vera að á endanum hafi það verið svekkelsi með að hafa beðið þarna í nokkra klukkutíma, til þess að heyra að Villi hafi bara verið að borða með hinum og það væri bara ekkert að frétta, var bara of mikill.  

Ég fullyrði að við hefðum ekki heyrt neitt um þetta hefði Villi sagt af sér á þessum fundi.  Þá hefði menn farið heim sáttir yfir því að hafa beðið í þennan tíma, þótt það hafi verið smá ágalla ár fundinum.


Endalaus vakning í gangi

Það er gaman af svona atvinnutengdum viðtölum. Ég man ekki eftir því að hafa heyrt rætt við tatúartista sem hefur ekki sagt annað en hvað það sé mikil vakning í gangi.  Sú vakning er búin að vera í gangi síðan svon 1995.' 

Þegar maður les þessi viðtöl sér maður að þetta er fyrst og fremst áróður í gegn, verið að senda manni skilaboð að litla tatúið á öklanum sé ekki nóg og nú sé komið að því að fá sér stórt.   Ég hef enga trú á því að menn séu í stöflum að fá sér svona stór flikki.  Auðvitað er einhver hópur sem hefur áhuga á þessu en það sé eitthvað til að kalla vakningu finnst mér ótrúlegt.

Þetta er svona eins og ef rætt væri við mig um JCI og ég segði að það væri gríðarlegur meðbyr fjöldi fólks langi til þess að verða leiðtogar framtíðarinnar og hafi uppi stór plön :) Þetta er satt í dag en fyrir nokkrum árum fækkaði mjög hratt í hreyfingunni, ætli menn hefðu ekki sagt eitthvað svipað þá.


mbl.is Íslensk húðflúr stækka og stækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband