Færsluflokkur: Bloggar
21.12.2006 | 11:11
Ha hefur bústöðum fjölgað?
Þetta hlýtur að vera stórfrétt ársins!
Skildum við fá fréttir af fleiri landshlutum?
![]() |
Mikil fjölgun sumarhúsa í Borgarfirði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.12.2006 | 10:31
Reiði guðs
Mér skilst að jarðskjálftinn 17. júní 2000 sé svo þeim að kenna sem neituði Jörmundi að ganga um borð í víkiningaskipið Íslending, en skjálftinn reið af skömmu síðar.
![]() |
Enn eitthvað í að vatn flæði inn í hús á Selfossi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.12.2006 | 10:25
Svansson á leið upp vinsældarlistann
Ég tala nú ekki um ef hann fer að taka þessu af einhveri alvöru og skúbba alvöru skúbbum. Tja já og minnkar aðeins hrokann.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.12.2006 | 09:18
Magnús Þór á Útvarpi Sögu
Í stað Margrétar er Magnús Þór farinn að auglýsa flokkinn, auk þess sem hann keyrir eigin auglýsingar þar sem hann óskar fólki gleðilegra jóla.
Það vekur athygli að fyrst Margrét var tekin úr loftinu afhverju varaformaður les þessar auglýsingar en ekki formaður. Óttast þeir félagar meira um stöðu Magnúsar, enda sé hann umdeildari heldur enn formaðurinn og menn óttist að Margrét muni byrja á að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.12.2006 | 08:27
Líffærafræði Grey
Greys hefur amk. slegið verulega í gegn hjá kvennþjóðinni.
Ekki það að ég hafi svo sem ekki séð flesta þættina...
![]() |
Leikarar Grey´s Anatomy skemmtikraftar ársins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.12.2006 | 00:02
Raunvörulegir og ímyndaðir leiksskólafélagar
Ekki það að ég ætli að vera algjör sækó, hins vegar man ég eftir því að hafa leikið við Ómar á leiksskóla þegar við vorum litlir. Ég man meira að segja eftr að hafa leikið mér heima hjá honum í bökkunum
Hins vegar hef ég hvorki fyrr né síðar hitt Ómar eftir að leiksskóla dvöl okkar lauk á Arnarbakka.
Máli mínu á ég mynd af okkur saman síðan við vorum í bekk.
Það var nú ýmislegt brallað á Arnarborg.
.....
Nema ég sé búinn að missa það og sé farinn að ímynda mér gamla leikskóla félaga...
Af öðrum félögum má nefna að Helgi Áss skákmaður var með okkur. Sjálfsagt hafa fleiri verið þarna líka, en ég man nú ekki nöfnin á öllum sem voru með mér á Arnarborg, þó svo ég sé viss um að ég mynd þekka ýmsa í útliti.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.12.2006 | 23:15
ASÍ komið í Bónus
Hvenær byrjaði Bónus að hleypa ASÍ mönnum aftur inn? Ætli ASÍ hafi orðið að uppfylla einhver skilyrði eins og einhverjir bloggarar voru að leggja til.
Líklega kemur tvennt mest á óvart, annars vegar er það hversu hærri Krónan er heldur en Bónus (að meðal tali 10,3%) og Bónus er ekki verst þegar (miðað við þessa könnun) þegar kemur að því að vörurnar eru ekki til. Sú sem er verst er 10/11, svo koma Kaskó og Samkaup strax.
Eins og vanalega þegar þessar kannanir koma fram þá er ekki fjallað um aðra þætti sem geta skipt máli, eins og hvort í boði sé kjötborð, hversu margar vörur eru í boði og svo framvegis. Fólk sem verslar í Bónus þarf t.d. undantekningalaust að fara í aðra búð ef það eru ákveðnar vörur sem verið er að leita að.
![]() |
Bónus oftast með lægsta verð en 11-11 það hæsta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.12.2006 | 22:05
Afgreiddi í bónus í gær
Ástæðan fyrir að ég hef oftast fari á kassa hjá henni er að núna eru komnir svo margir Pólverjar á kassa í Bónus, ég hef verið nokkuð viss um að skilja það sem hún hefur að segja á meðan sumir sem hafa afgreitt mann hafa varla talað ensku.
![]() |
Átti barn án þess að vita að hún væri barnshafandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.12.2006 | 17:50
Uppgötvun aldarinnar
Að mannkynið hafi komist af án þess að hafa haft þetta gras undir sínum höndum, er hreint ótrúlegt :)
![]() |
Ný tegund af brönugrasi uppgötvuð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.12.2006 | 15:27
Dauði yfir moggablogginu
Mér skilst á þessu bloggi að Stefáni Pálssyni líki illa við Moggabloggið, gengur bloggarinn svo langt að líkja Stefáni við Kató gamla.
það e
Það er frábært að hlusta á Stefán, sem er sjálfsagt illa við Moggan, sem er tákngervingur kapitalismans (ég veit ég er að gera honum upp skoðanir).
Hugmyndir um að það verðir þrengt að blogginu með auglýsingu, getur í raun verið. Það er í raun bara ekkert hægt að segja til um það hvað þeir sem stjórna blog.is ákveða að gera, en ólíkt strik.is, þá eru blog dýnamískari. Menn byrja og hætta að blogga, en menn vilja haldar lengur í netföngin sín.
Sjálfur er ég nokkuð ánægður með það, ef einhverir telja sig geta grætt á skrifum mínum með því að hafa auglýsingar á hliðinni þá þeir um það. Ég truflast lítið um það.
Það eru ótrúlega margir kostir við það að halda úti eigin bloggi eins og Stefán (og reyndar Palli) gera. Það er allt mun sveigjanlegra, hins vegar úthendir það meiri vinnu, menn verða að laga það sem fer úrskeiðis.
Sjálfur er ég að prufa þetta í fyrsta skipti svona, og er bara mjög ánægður með þetta. Löngu orðinn leiður á að finna einhverja bögga eða laga servera sem eru ekki að fúnkera eins og þeir eiga að gera. Kaninkumenn vita alveg út á hvað það genur en sá vefur lá niðri á versta tíma fyrir frambjóðendur í VG prófkjöruninu, þar sem einhverjir frambjóðendur voru hýstir þar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)