Færsluflokkur: Bloggar

Vel rökuð gáfnaljós

Gömlu gellurnar eru greinlega ekki mjög hressar með nýju skvísurnar.  
mbl.is Joan Rivers: „Hvað er orðið af öllum gáfuðu stelpunum?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svangur

Þessi hefur greinilega verið nokkuð svangur, 8 lambalæri, 3 ýsuflök og að lokum fæðubótarefni.  Það hefur bara allt stefnt í grillveislu hjá gaurnum.  


mbl.is Sex mánaða fangelsi fyrir að stela lambakjöti og ýsu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gegnumlýstur

Spurning um að renna sér í gegnum tækið, maður veit aldrei. Maður gæti verið gangandi sprengja!

Ef barnið fór óskaddað í gengum þetta, þá hlýtur maður að renna sér í gegnum þetta hress og kátur.


mbl.is Ungbarn sent í gegn um gegnumlýsingartæki fyrir handfarangur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íhald.is fer í frí

Skemmtileg tilkynning frá íhald.is í dag þar sem þeir tilkynna að þeir séu komnir í frí.  Seinasta uppfærsla á vefnum var fyrir mánuði síðan.

Því er nú kannski ekki fyrir að finna hjá ritstjórunum að það sé svo mikið að gera í ritstjórn hugsjóna, en ekki hefur verið greitt af því léni og því er lokað.


Jólin að koma með ofsahraða

Það er ekki hægt að segja annað en að jólin séu að koma með ofsahraða, sjálfur er ég varla kominn í mikið jólaskap en er þó búinn með allt annað en að kaupa eina gjöf.  

Það eru bara ekki jól nema að með eitthvað af snjó og þrengslum í kringlunni.  

Ég fer að skreppa í Kringluna og fá amk annan jólafaktorinn. 


Umhverfisspjöll

Ekki það að vegurinn er lagður í góðum hug, en nú hljóta einhverir að
rísa upp og mótmæla þessum umhverfisspjöllum.  Hefði ekki verið
hægt að sækja þetta á einhvern annan hátt t.d. utan af sjó?
mbl.is Búið að leggja veg að strandstað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Furðuleg málsvörn

Það verður að teljast frekar furðulega málsvörn Birkis að það hafi ekki verið hans mál að vekja athygli á málefnum Byrgisins.   Að sjálfsögðu átti Birkir að benda þetta.

Nú vakna spurning um það hvar annars staðar séu vankantar þar sem Birkir veit af en telur það ekki sitt hlutverk að fjalla um.  

Það sem vekur auðvitað sérstaka athygli að Birgir er formaður fjárlaganefndar sem hefur séð um fjármál til þessara stofnanna.

Það virðist ansi margt hafa farið úrskeiðis í þessu máli, maður spyr sig óneitanlega hvar eftirlitsstofnanir eru að bregaðst skildum sínum. 


Furðulegt

Það er óhætt að segja að það sé furðulegt að það sé hægt að sækja þig til saka á þennan hátt, þó svo að þú búir í borginni.

Norskur saksóknari íhugar nú að áfrýja dómi yfir danskri konu sem tekin var fyrir ölvunarakstur á bíl skráðum í Noregi, en hún var með 3,37 prómill áfengis í blóðinu. Saksóknarinn vill að konan fái óskilorðsbundinn dóm en ekki skilorðsbundinn eins og raunin varð. Konan býr í Ósló en var stöðvuð í Danmörku. Lögreglan í Ósló fékk málið í hendur vegna þess að konan býr í borginni.


mbl.is Dönsk kona dæmd í Noregi fyrir að keyra drukkin í Danmörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað gerði hún?

Hún er nú ekki falleg á myndinni með fréttinni þessi stúlka. 

Hef aldrei heyrt um hana en nú ganga sögur um hvað hún á að hafa gert bæði til að verðskulda að missa titilinn og ekki síður hvað hún á að hafa gert til þess að ná í hann.

Hún er amk. komin á lista yfir nöfn sem fólk þekkir.


mbl.is Trump veitir fegurðardrottningu annað tækifæri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kynjagreining á linkalistum

Átti í umræðu á netinu í gær um hversu eðlilegt væri að greina linkalista eftir kynjum.  Niðurstaðan var sem sagt nokkurn vegin svona:

Þannig að þetta er hluti kvennréttindabaráttu kvenna ef meiri hluti á lista eru konur en karlremba ef meiri hluti á linka lista eru karlar.

 

Sjálfur er ég eingöngu með karla og hlýt því að vera algjör karlremba.

Já af linkunum skulum við þekkja þá.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband