Færsluflokkur: Bloggar
31.12.2006 | 02:14
Góð ákvörðun
Ég hef áður bloggað um þetta, en mér finnst þetta gríðarlega góð ákvörðun og ekki tekin degi of snemma. Ef hérna væri um þjóðbraut að ræða, væri þetta löngu búið að gera eitthvað.
Auðvitað má deila um það fjármagn sem fer í þetta, en samt liggur það fyrir að þeir einstaklingar og fyrirtæki sem greiða þetta niður. Líklega kemur mest á óvart hversu ódýr þessi strengur er miðað við þörfina. Fjölmörg fyrirtæki reiða sig á strenginn, og auk þess má búast við því að fleiri eins og BT komi til landsins og nýti sér þá þekkingu sem hér er fyrir hendi.
![]() |
Samþykkt að hefja undirbúning að lagningu nýs sæstrengs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.12.2006 | 21:16
Góð könnun
Þetta er frábær könnun fyrir Sjálfstæðisflokkinn í borginni, það er greinilegt að gamli Villi er að gera góða hluti að mati borgarbúa.
Það er því greinilegt að aðrir en hlustendur Útvarpssögu eru ánægðir með Villa.
![]() |
Sjálfstæðismenn fengju meirihluta í borginni samkvæmt nýrri könnun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.12.2006 | 18:40
Gamalmenni í kvikmyndum
Maður hefði haldið að það væri farið að teygja sig ansi nálægt elliheimilinu með því að skella Ford í hlutverk Indiana Jones, nú er hann 65 ára. Seinast lék Jones þetta fyrir 17 árum en í þeirri mynd lék Sean Connery föður hans, sem var þá 59 ára!
Það verður gaman að sjá hann sveifla sér í trjánum, og rúlla sér undir lestir. Kannski að menn séu búnir að þróa tölvutæknina svo mikið að hann þurfi ekki annað að gera en að gera en að lána nafnið á sér.
Annað gamalmenni er Silvester Stalone, en ekki langar mig mjög mikið að sjá nýjustu Rocky myndina.
Sem betur ferð fann Arnold, sér eitthvað betra að gera.
![]() |
Indiana Jones snýr aftur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.12.2006 | 18:24
Aftaka í boði Hótel Búða
Það hlýtur að vera mjög óheppilegt að vera með auglýsingamyndband á undan myndbandi eins og aftöku Saddams. Um leið og myndbandið er skoðað núna kemur hversu gott er að búa á Hótel Búðum og svo kemur hið alvarlega myndband.
Blaðið lenti í svipuðu þegar þeir voru að auglýsa vörur með því að fella þær inn í fréttir, án þess að það hafi verið meiningin kom inn mjög óheppileg auglýsing, sem er eins og sú vara hafi eitthvað með málið að gera.
Menn hljóta að velta þessum hlutum aðeins fyrir sér, eða hafa þann möguleika að birta engar auglýsingar fyrir framan óheppilegar fréttir.
![]() |
Saddam Hussein leiddur að gálganum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.12.2006 | 11:59
Ljótasta jólaskreytingin 2006
Seinasti séns að skila inn myndum er í kvöld. Þetta verður svo tilkynnt á morgun.
Netfangið er tomasha - hjá - gmail - com
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.12.2006 | 11:54
Gull er gull - fallegt nafn
Það að mannanafnanefnd hafna nafninu Gull vekur ákveðna eftirtekt. Nafnið er mjög fallegt nafn, ekki síður en nafn eins og Perla.
Fólk þarf auðvitað fyrst og fremst sjálft að bera ábyrgð á þeim nöfnum sem þau skýra börnin sín. Vilji foreldrar börnunum sínum virkilega illt eru aðrar nefndir í kerfinu sem eru betur til þess fallnar að afgreiða slíka foreldra. Það er margt verra hægt að gera barninu sínu en að skýra það heimskilegu nafni.
![]() |
Kvennafninu Gull hafnað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.12.2006 | 20:23
Sigmar á sérsamningi
Salvör benti á það í dag hversu fáir starfsmenn RÚV skrifa blog, þá ryfjaðist upp fyrir mér mál fréttaritara á Suðurlandi sem skrifaði flipp blogg um Baugsfeðga, á bloggi sem hann taldi enga lesa. Hann þurfti að taka pokann sinn (um sinn) og í kjölfarið þorði RÚV ekki annað en að setja starfsmenn í bloggbann. Amk. hurfu allir RÚV pennarnir.
Nú kemur Sigmar (vinsælasti bloggari Íslands um þessar mundir) fram á ritvöllinn og það með style, nú velta menn því fyrir sér hvort ekki sé í vændum að fleiri penna frá RÚV eigi eftir að koma fram eða hvort Sigmar sé á einhverjum sérsamningum.
Sigmar má eiga það að hann hefur verið óhræddur við að blogga um umdeild málefni, bæði deilt á samkeppnisaðila, sagt frá höfuðskrauti gesta sinna og sagt frá gestum á leið í Kastljós. Hann heldur starfinu enn þá. Hann má eiga það að hann hefur sest niður og skrifað af yfirvegun, en ekki í einkaflippi órökstudda sleggjudóma um fólk.
Innan stofnunarinnar eru ótrúlega margir klárir pennar, og væri gaman að sjá fleiri koma fram. Fólk þarf auðvitað að skrifa bara undir eigin nafni, en ekki í nafni stofnunarinnar. Öll höfum við vinnu, og þurfum að greina á milli þess sem við megum og megum ekki skrifa um.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.12.2006 | 20:05
Allt í tómutjóni hjá D
Það er greinilega allt í kaldakolum hjá D, nú birtist jólakveðjan á heimasíðu flokksins eftir Jól.
Þetta hefði nú ekki gerst á meðan gleðin var við völd.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.12.2006 | 19:57
Gott val
Gott val hjá hlustendum Útvarps Sögu, það kemur auðvitað á óvart miðað við hlustendur útvarpsstöðvarinnar eða öllu heldur þeirra sem hringja inn.
Borgarstjórinn hefur verið að gera mjög góða hluti í borginni, þetta tekur að sjálfsögðu einhvern tíma að komast inn í málin og koma þeim á hreyfingu.
Að sjálfsögðu er margt sem maður er ekki ánægður með. Eins og hækkun á leiksskólagjöldum, þrátt fyrir að hafa lækkað þau. Algjört klúður. Svo eru meira local mál úr Grafarvoginum.
![]() |
Borgarstjóri valinn maður ársins hjá Útvarpi Sögu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.12.2006 | 09:11
Hressir fuglar
![]() |
Vísindamenn agndofa yfir miklum orðaforða páfagauks með húmor |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)