Færsluflokkur: Bloggar
3.1.2007 | 20:11
Bloggarar í vefstjórastöður
Það er gaman að sjá hversu margir bloggarar eru orðnir vefstjórar á hinum ýmsu stöðum.
Ég hlýt og bíða eftir því haft verið samband við mig og mér boðnir gull og grænir skógar fyrir það að taka að mér vefstjórn einhvers góðs vefs, ég fæ að sjálfsögðu forstjóralaun fyrir.
Annars held ég að þetta starf sé viðameira en að setja inn eina og eina frétt, væntanlega er verið að hugsa um markaðsstjórn á netinu. Eitt af því er væntanlega að byggja upp markaðssetningu á netinu.
Framsókn hefur örugglega nokkuð góða forystu í þessu, búnir að prufa vefritin í öllum mögulegum formun og að nýta sér bloggmenninguna.
Væntanlega fjölgar Samfylkingarbloggurum í kjölfarið, hvað dettur mönnum meira í hug til þess að kynna flokkinn í netheimum.
![]() |
Guðmundur Steingrímsson ráðinn vefstjóri Samfylkingarinnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.1.2007 | 11:59
Fundinn
Ég hef bloggað mikið í gegnum árin en aldrei áður hefur foreldrum mínum tekist að finna bloggið mitt.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.1.2007 | 08:53
Helgi Seljan Bloggar
Ég hef fylgst með Helga síðan hann byrjaði á talstöðinni, þá heyrði maður að þarna var skýr strákur á ferðinni með sterkar skoðanir og óhræddur við að grilla menn.
Ég á ekki von á minna frá honum en Simma og spái því að brátt mun blog hans vera á meðal topp blogga.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.1.2007 | 01:20
Nýr bloggvinur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.1.2007 | 23:10
Hvar eru þingmenn Reykavíkur?
Nú er búið að flytja fæðingarorlofssjóð til Hvammstanga, þetta er gert í róleg heitunum án þess að það heyrist múkk frá þingmönnum Reykjavíkur. Þetta er enn ein stofnunin sem er flutt í burtu án þess að nokkuð heyrist.
Ég sæi landsbyggðarþingmenn þegja þunnu hljóði hefði svipaður flutningur átt sér stað frá þeirra byggðarlögum og í bæinn, en þegar það er öfugt segir enginn neitt. Það virðist vera að margir líti á höfuðborgina sem vinnubanka, þar sem hægt er að finna lausn á byggðarvandanum. Líkt og gerðist í sumar þegar herinn fór, fyrstu hugmyndir voru að finna einhverja góða stofnun og senda suður eftir.
Hverjum er svo greiði gerður með þessu? Hvort sem menn heita Austfirðingar, Vestfirðingar, Vestmanneyingar eða Norðlendingar þarf fólk á þessu stofnunum að halda. Nú dugar ekki lengur að mæta með sín skjöl, fá svör strax um hvort þetta sé fullnægjandi eða ekki heldur þarf að senda og bíða svara. Þetta er nógu flókið samt, að það þurfi ekki flækjast á milli landshluta til þess að sækja pappíra eða stöðugt að senda frekari upplýsingar í pósti.
Og að lokum auglýsi ég eftir þingmönnum Reykvíkinga. Við virðumst bara ekki eiga neina. Út á landi eru það landsbyggðapotararnir sem ná kjöri, í Reykjavík virðist eitthvað annað gilda.
![]() |
Fæðingarorlofssjóður fluttur til Hvammstanga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.1.2007 | 16:48
Læra menn aldrei
Maður veltir því fyrir sér þegar maður sér svona fréttir, hvað sé að!
- Er það bílinn sem er svona lélegur, eins og látið er af í fréttinni
- Er það verkstæðið sem er svona lélegt að gera við bíla.
- Er það lögreglustjórinn sem kveikir ekki nein ljós, þótt bíll á hans vegum fer tæplega 60 sinnum í viðgerð, á 2 árum eða 30 sinnum á ári eða 2,5 sinum á mánuði.
Svarið hlýtur að vera 3, enda coverar hann bæði 1 og 2. Hann ber ábyrgð á því að bílinn fari ekki of oft á verkstæði og hann ber ábyrgð á því að kaupa nýjan bíl druslan sem þeir eru með er ónýtt.
Það er ótrúlegt að heyra í mönnum tala um þetta og að menn skuli yfir höfuð setja þetta í fréttirnar. Ég held að þessi lögreglustjóri ætti að reyna að þaga yfir þessu, kaupa nýjan bíl og læra af þessum mistökum. Sofandihátturinn virðist vera ótrúlegur á þeim bænum.
Hver borgar svo fyrir þetta? Ætli það séu nokkuð við, skattborgarar þessa lands?
![]() |
Lögreglubíllinn hefur bilað í 58 skipti á tveimur árum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
2.1.2007 | 16:15
Umræða um að banna flugelda
Flugeldar er besta skemmtun, en nú virðist víða komin upp umræða hvort ekki eigi að banna þá. Menn skemmta sér mis vel, þannig hafa bændur kvarta yfir því að húsdýr hafi hræðst. Einnig mátti heyra sögur af því að gamalmenni hafi lokað sig inn á salerni til þess að loka úti hávaða og mengnun. Í gær heyrði ég svo í konu í Árbænum sem kvartaði sáran undan hávaðanum.
Auðvitað má ekki gleyma slysunum, en tilkynnt hafði verið um 5 slys fyrir áramót. Reyndar fóru þau sjálf vel fram og fá slys voru tilkynnt.
Ég velti fyrir mér hvort það sé einhver veruleg breyting í gangi, það hefur verið vöxtur á innflutningi ár frá ári, en aldrei verulegur breyting. Það er merkilegt að aukningin var bara 20% en samt hefur skapast töluverð umræða um bæði hávaðann sem myndast af þessu, umhverfisáhrifin jafnvel hvort þetta sé okkur holt vegna málma sem í þessu eru og svo að sjálfsögðu svifrykið.
Væntanlega mun þessi umræða aukast á næstu árum, ég get þó ekki séð það sé stutt í að menn vogi sér í fullri alvöru að ræða um að banna þetta. Hafi rjúpnaveiðibannið verið umdeilt hjá umhverfisráðherra, má ímynda sér þá umræðu sem færi af stað ef það ætti að banna flugelda.
![]() |
Vilja banna flugeldasölu til almennings í Noregi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.1.2007 | 13:53
Lagasetning
Þetta hlýtur að kalla á lagasetningu gegn sleikibrjóstsykri í landinu, ekki bara er hann skaðlegur þegar kemur að holdafari heldur greinilega stórhættulegur ökumönnum.
Fyrst við erum nú farin af stað í að banna hluti, eru nokkrir á mínum lista, sem ég treysti þér, lesandi góður ekki til að fara með.
Ég veit betur.
![]() |
Fékk 40 tonna mjólkurbíl inn í stofuna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.1.2007 | 10:17
Erfiður morgun
Það er óhætt að segja að morguninn hafi verið erfiður, en líklega er það líka allt í lagi því hann var mun erfiðari hjá sumum. Ég hef verið að reyna að ná í fólk og víða eru menn ekki enn komnir til vinnu, en hafa ekki meldað sig inn.
Eins og önnur frí var þetta jólafrí alltof stutt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.1.2007 | 10:15
Gangi þeim vel
Það hefur lítið heyrst hvernig baráttan gengur hérna heima, það hafa ekki verið gerðar neinar rassíur í lengri tíma og maður hefur ekki heyrt af því að neinn hafi farið á hausinn eftir að hafa verið dæmdur til að greiða himinháar bætur eftir að hafa sótt nokkur lög.
![]() |
Hljómplötuframleiðendur krefjast himinhárra sekta vegna netsölu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)