Læra menn aldrei

Maður veltir því fyrir sér þegar maður sér svona fréttir, hvað sé að!

 

  1. Er það bílinn sem er svona lélegur, eins og látið er af í fréttinni
  2. Er það verkstæðið sem er svona lélegt að gera við bíla.
  3. Er það lögreglustjórinn sem kveikir ekki nein ljós, þótt bíll á hans vegum fer tæplega 60 sinnum í viðgerð, á 2 árum eða 30 sinnum á ári eða 2,5 sinum á mánuði.

 Svarið hlýtur að vera 3, enda coverar hann bæði 1 og 2.  Hann ber ábyrgð á því að bílinn fari ekki of oft á verkstæði og hann ber ábyrgð á því að kaupa nýjan bíl druslan sem þeir eru með er ónýtt.

Það er ótrúlegt að heyra í mönnum tala um þetta og að menn skuli yfir höfuð setja þetta í fréttirnar.  Ég held að þessi lögreglustjóri ætti að reyna að þaga yfir þessu, kaupa nýjan bíl og læra af þessum mistökum.  Sofandihátturinn virðist vera ótrúlegur á þeim bænum.

 

Hver borgar svo fyrir þetta? Ætli það séu nokkuð við, skattborgarar þessa lands?


mbl.is Lögreglubíllinn hefur bilað í 58 skipti á tveimur árum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hver annar ætti að borga fyrir þetta?
Á lögreglustjórinn að gera það sjálfur?
Auðvitað borgum við fyrir löggæsluna í landinu. Hver annar ætti að gera það?
Viltu kannski bara aðvið hættum löggæslunni?

Þessi pæling þín er mesta rugl sem ég hef á ævinni lesið.
Er það einhverjum að kenna að bíll bilar? Þaga yfir þessu?
Það stendur ekki steinn yfir steini í þessu rugli...

Kv. Gunnar Óli Sölvason

Gunnar Óli Sölvason (IP-tala skráð) 2.1.2007 kl. 16:59

2 identicon

Það sem Tómas á væntanlega við er að auðvitað ætti viðkomandi lögregluembætti að vera löngu búið að endurnýja bílinn. Ég veit það af biturri reynslu að það þarf ekki nema nokkrar heimsóknir á verkstæði til að kostnaðurinn nái upp í verð á nýjum og betri bíl. Það er greinilegt af bilanasögunni að þessi bíll er annaðhvort ónýtur, gallaður, eða hreinlega þolir ekki þá notkun sem á hann er lögð. Fyrst svo er hlýtur að vera hagkvæmara, og þar með ódýrara til lengri tíma litið, að skipta honum út fyrir annan betri. En tveimur árum seinna er bíllinn ennþá í notkun og ástandið hefur ekkert skánað, því er eðlilegt að maður spyrji sig hvort ekki sé verið að fara illa með opinbera fjármuni með því að halda þessu rugli áfram. Hefði ekki átt að vera löngu búið að henda þessari druslu á haugana??? Eða eins og hinn ágæti varðstjóri viðurkenndi meira að segja sjálfur: "að bifreiðin hafi nánast frá upphafi verið gallagripur hinn mesti".

P.S. Vonandi kemur ekki í ljós síðar að bifvélavirkinn í plássinu (sem hlýtur að stórgræða á þessu) sé svo þegar allt kemur til alls náfrændi lögregluvarðstjórans! ;)

Guðmundur Ásgeirsson (IP-tala skráð) 2.1.2007 kl. 18:30

3 identicon

Ekki vissi ég að lögregluembætti gætu tekið upp á því að ráðast í bílakaup svona upp á eigin spýtur, og hlyti það að enda í eintómri vitleysu, þar sem kostnaður við búnað í þessa bíla er gríðarlegur.  Lögregluembættum er úthlutað bifreiðum og hefur það tíðkast að embætti úti á landi hafi þurft að sætta sig við það að fá notaða bíla til umráða.  Eruð þið (TómasHa og G.Á.) svo tómir í hausnum að halda því fram að varðstjórinn í Búðardal láti sér þetta í léttu rúmi liggja? Að hann aðhafist ekki neitt? Lesiði bara fréttina aftur, kannski upphátt núna, það hjálpar stundum, og þá sjáið þið að hann er orðinn langþreyttur á þessu og hefur í þokkabót lagt til sinn eigin fjölskyldubíl í verkefni!  Ef þið viljið grilla einhvern út af þessu, þá finnst mér lélegt og lítilmannlegt að ráðast að varðstjóranum sjálfum, þegar það er dagljóst við hvern er að sakast, nefnilega general Björn Bjarnason og Dómsmálaráðuneytið.

Illugi Jónsson (IP-tala skráð) 2.1.2007 kl. 20:20

4 Smámynd: TómasHa

Gunnar: Hver er að tala um að við eigum að hætta eða minnka löggæslu?  Það er bara verið að benda að það ber einhver ábyrgð á því að gert sé við bílinn 60 sinnum en honum ekki skipt út.  Það er ekki bara hægt að segja að þetta sé mánudagsbíll,  einhverstaðar í kerfinu þarf að bregðast við. Illugi:  Ég skal viðurkenna að ég áttaði mig ekki að það væri bara 1 maður sem starfaði þarna og það væri viðkomandi lögreglumaður (sem hafði lánað bílinn).  Það var alls ekki ætlunin að amst við þessum eina lögreglumanni, en hins vegar hlýtur að vera einhver boðleið og sú boðleið getur varla verið fjölmiðlar til þess að fá nýjan bíl.   Á endanum er það einhver sem ber ábyrgð á þessum kostnaði, hvort sem um er að ræða einhver innan lögregluembættanna án þess að þau hafi endalausa peninga til að ausa í bíla, þá hlýtur að vera einhver fjárveiting til að kaupa nýja bíla. Þau hljóta líka að hafa eitthvað um það að segja hvort það sé bíll keyptur.  Þetta batterý ber líka ábyrgðina á að sá kostnaður sem fer í reka bíla sé í einhverju eðlilegu hlutfalli við það að kaupa nýjan. Það batterý er hins vegar ekki Björn Bjarnason, varla er hann að handvelja hvenær menn fá að kaupa bila. Hins vegar ef það þarf að laga boðleirnar, er það klárlega eitthvað sem þarf að lenda á borðinu hjá honum.  Kannski er bara ekki nógu spennandi að vígja lögreglubíla, miðað við varðskip og þyrlur J

TómasHa, 2.1.2007 kl. 22:37

5 Smámynd: Egill Jóhannsson

Það er  hárrétt hjá TómasHa að það er ekki Björn Bjarnason sem stendur í bílakaupum fyrir lögregluembættin og er það að mínu mati alltof ódýrt að kalla Björn til ábyrgðar. Það eru ódýr upphrópunarstjórnmál.

Fyrir nokkrum árum síðan var öllu ferli varðandi rekstur og kaup á bílaflota lögregluembætta breytt og til mikis batnaðar og ef ég man rétt var sú breyting gerð í tíð Sólveigar Pétursdóttur.

Þá tók Ríkislögreglustjóri við stjórn flotans og deilir honum síðan til embættanna. Væntanlega eftir óskum og kröfum þeirra eins og hægt er hverju sinni því auðvitað verða menn líka að vinna innan fjárheimilda. Ef ég man rétt þá er eitt af mörgum atriðum sem breyttust við að ein stofnun sér um öll bílamálin er að nú eru bílar færðir á milli embætta t.d mikið keyrðir bílar eru færðir til embætta sem keyra minna eða að notaðir frekar í verkefni þar sem krafist er minni eða léttari aksturs. Þetta er skynsamlegt út frá sjónarhóli skattborgaranna þó auðvitað verði að hafa í huga að á ákveðnum tímapunkti fer viðhald að vera meira en afföll bílsins.

Miðað við það sem ég þekki af þessum málum þá get ég fullyrt að bílamál lögreglunnar hafa sennilega aldrei verið í jafn góðum málum. En auðvitað má alltaf gera betur og ljóst er að ekki er þetta ástand viðunandi varðandi þennan bíl sem fréttin fjallar um.

Maður getur auðvitað ekki dæmt bílamál lögreglunnar út frá einni frétt því eins og þið vitið þá er nú aldrei öll sagan sögð í svona fréttum. En eitt atriði sló mig og það er sú staðreynd að lögreglumaðurinn skyldi nota eigin bíl í forgangsakstur. Ég tel það vera mistök hjá honum af þremur ástæðum:

1. Bíllinn er ekki tryggður eða hæfur til forgangsaksturs

2. Það minnkar pressuna á þá sem útdeila bílum að láta embætti hans fá annan bíl

3. Mér þykir þetta ótrúverðugt bæði vegna ofangreindra tveggja atriða og eins að bíllinn hefur væntanlega engan þann búnað sem nauðsynlegur er til forgangsaksturs t.d. forgangsljós

Annars er líka fjallað um þetta mál á Volvo blogginu.

Egill Jóhannsson, 2.1.2007 kl. 23:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband