Færsluflokkur: Bloggar
5.1.2007 | 11:04
Spilling í óperuhúsinu
Þá er komin fram ný kenning um þetta mál, kenning sem er nokkuð skemmtileg. Spilling í óperuheiminum. Fólki greitt fyrir að skemmta sér og klappa.
Hvernig ætlu þessu sé fyrir komið, ef ég borga mikið er mikið klappað, lítið er ekkert klappað og ekkert er farið í bakkgírinn og baulað? Ætli það sé klappstjóri, svo eins og í Gettu Betur, sem fær góða summu borgaða fyrir að halda uppi dampi?
Allt hið mest spennadi mál!
Ekki það að það þyrfti líka að borga mér fyrir að mæta á svona sýningar.
![]() |
Neitaði Alagna að borga? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.1.2007 | 10:48
Engey flutt út
Skildi vera á ferðinni vandamál vegna þess að menn tíma ekki að borga áhöfninni þann sinn hlut. Það hefur auðvitað verið gefið eftir í þeim efnum og nú er kominn meiri sveigjanleiki þegar kemur að hlutum til áhafna.
Það er sjálfsagt hagkvæmara að vera á sjóræningja veiðum upp við Afríku frekar en kvótaveiðum við Íslandsstrendur.
![]() |
Engey RE seld til dótturfélags HB Granda í Hollandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.1.2007 | 00:59
Kosningaslagur að byrja
Ég var alveg hissa þegar ég sá fyrirsögn á blog.is þar sem fólk var kvatt til að kjósa Röskvu. Það er greinilegt að kosningar eru að fara að stað.
Ég kýs að sjálfsögðu Vöku. Nema hvað.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.1.2007 | 00:45
Gömul umræða um fyrstu bloggin
Það er gaman að fylgjast með umræðum um blogg, ekki blogg, fjölmiðla og ekki fjölmiðla. Þessi umræða er síður en svo ný af nálinni. Ég hef nokkrum sinnum áður tekið þátt í þessari umræðu og það er alveg ótrúlegt eftir alla umræðuna um blogg að menn skuli tala um þetta eins og þetta sé nýtt fyrirbæri.
Ég byrjaði að skrifa skipulega á netið árið 1998, þegar ég byrjaði í Háskólanum. Fyrst kallaði ég þetta Snápinn, sem átti að vitna í að þetta væri "Fjölmiðill" og ég ætlaði að skúbba. Ef ég fann sniðugar fréttir eða eitthvað sniðugt, skellti ég því á forsíðuna á heimsíðu minnar í Háskólanum, eldri færslum hélt ég svo eftir í skjali sem ég kallaði old.html. Eftir ákveðinn tíma henti ég svo elstu færslunum út. Það sem eftir er af þessu dóti er að finna hérna.
Svo frétti ég af því hjá Geir Freysson (og Björgvin Inga) að það væri komið sniðugt tól sem hét blogger, ég þyrfti þá ekki að telneta mig inn, og gæti bara farið á ákveðna heimasíðu og skrifað inn færsluna. Þeir voru þá nýbyrjaðir að nota þetta tól. Það leið hins vegar nokkrir mánuðir þangað til ég ákvað að nota þetta af alvöru. Í fyrstu fannst mér þetta ekkert sérstaklega sniðugt tæki, bara vegna þess að ég væri alveg fullfær um að halda utan um þessar færslur sjálfur og þyrftir ekkert að vera með blogger til þess að sjá um þetta. Á endanum var það sam sjálfvirkta archive kerfið sem seldi mér þessa hugmynd að prufa blogger. Þá voru nokkrir vinir mínir í verkfræðinni farnir að nota bloggerinn.
Fyrsta færslan í blogger var 11.4.00 og var svona:
Þetta er í fyrsta skipti sem ég nota blogg til að gera pottinn, það verður vonandi til þess að ég geri þetta oftar. Síðar í dag mun ég (vonandi) bæta einhverju inn. Enn dagurinn er þéttskipaður þar sem ég þarf að vera í hinni bráðskemmtilegu tölulegri greiningu. Prufið að blogga BLOGG
Síðan þá hef ég skrifað mismikið, sumarið 2000 var klárlega mikill toppur, ég skrifaði það sumar ótrúlega mörg blogg. Síðan hef ég yfirleitt verið með blogg. Reyndar misvirk en nánast alltaf eitthvað, ég hef prufað ansi mörg bloggkerfi bara til að blogga. Ég hef prófað blogger, blogcentral, wordpress ofl ofl.
Nú ætla ég ekki að segja að ég sé einn af þeim fyrstu, ekki einu sinni á Íslandi. Ýmsir höfðu verið í gangi á undan mér, það sem menn eru kannski að rulga með í þessari umræðu er að tengja þetta við blogger.com. Það er ekki rétt, bloggerinn er bara tæki sem auðveldar þetta, sama og blog.is. Það sem bloggerinn gerði var hins vegar að gera þetta svo einfald að það var ekki lengur bara nördana að blogga. Nokkrir smellir og þú varst byrjaður að blogga.
Auðvitað er þetta enn auðveldara í dag með tilkomu ókeypis vefja eins blog.is, þú þarft ekki einu sinni að hafa eigið heimavæði. Bara að byrja.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.1.2007 | 23:21
Afskúbbaður
Loksins þegar maður heldur að maður sé kominn með eitthvað skemmtileg skúbb kemur ekki á óvart að Denni, fréttir.com hafi verið á undan manni.
Það hefur annars verið töluverður skortur á skúbbum undanfarið. Eru það jólin og ármótin?
Þegar stórt er spurt...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.1.2007 | 23:13
Flokkar
Maður sér það greinilega að það hafa ekki verið fjölmiðlamenn innan mbl, heldur tæknimenn sem hafa ráðið lögum og lofum um framsetningu blog.is.
Það er nefnilega enginn flokkur sem heitir fjölmiðlar, það er erfitt að átta sig á því að fjölmiðlamenn hefðu sleppt þeim flokki.
Hins vegar eru bæði til flokar sem heita vefurinn og tölvur og tækni.
Ég hefði gaman að því að geta búið til undirflokka. Mín eigin sér og sérlunduðu flokka.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.1.2007 | 14:08
Góðar spurningar í Borgarstjórn
Ég veit ekki alveg afhverju Samfylkingin er að leita svara um Byrgið, þeir eru varla búnir að ganga út þegar þeir eru farnir að spyrja hvernig þetta var.
Hérna eru spurningarnar sem þeir eru að spyrja teknar saman og túlkaðar:
Hvernig höfðum við eftirlit með Byrginu, hvernig var farið með peninginn á meðan við greiddum til þess, hvernig var eftirlitinu háttað á meðan við vorum að fylgjast með þeim?
![]() |
Spyrja um fjárhagsleg samskipti Reykjavíkur og Byrgisins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.1.2007 | 13:40
Hannes að skoðar fátækt
Rakst á þetta af vef Mannlífs, þar sem þeir slá sér upp með slúðri.
Prófessor Hannes Hólmsteinn Gissurarson var fjarri góðu gamni þegar álitsgjafar gerðu upp síðasta ár á öldum ljósvakans. Skýringin er sú að Hannes er á ferð og flugi í Suður-Ameríku þar sem hann hefur unnið að rannsóknum á fátækt og velferð, nokkuð sem Stefán Ólafsson prófessor hefur rætt mikið um opinberlega síðustu misserin. Ganga má út frá því sem vísu að Hannes öðlist aðra sýn á málin en kollegi hans í Háskólanum og eigi eftir að blanda sér ítarlega í umræðuna eftir heimkomuna en von er á honum heim um miðjan mánuð. Aftur á móti má gera ráð fyrir því að hugtökin fátækt og velferð hafi talsvert aðra merkingu í Suður-Ameríku en hér á landi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.1.2007 | 20:18
Andskotinn
Ég var að fylla tankinn!
Ég hlýt auðvitað að gera ráð fyrir að íslensku olíufyrirtækin lækki verðið til íslenskra neytenda...
Nema æ ó, þeir voru einmitt líka að fylla sína tanka... innkaupastjórarnir virðast hafa þennan einstaka fídus að kaupa alltaf inn rétt áður en verðið lækkar.
![]() |
Olíuverð lækkaði mikið í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.1.2007 | 20:15
Loksins!
Loksins, loksins, loksins! Nú fer maður kannski að heyra einhverjar hressari fréttir.
Það er ekki hægt að segja annað en loksins. Ég hef lesið ansi margar fréttir um þetta mál og þó nokkur blog. Ég hef ekki skilið annað en hérna væri mjög óáhugaverð kjaradeila á ferð.
Ég segi bara loksins að þessu máli sé lokið, þetta mál fer í minningarkistuna sem eitt af þessum langlokumálum.
![]() |
Flugstoðir og FÍF skrifa undir samkomulag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)