Færsluflokkur: Bloggar
10.1.2007 | 22:04
Siggi Kári tekinn
Ég horfði á Sigga Kára í Tekinn áðan, ég hafði lesið margt um þetta á blogginu og meðal annars um meinta endi á frama.
Ég verð að gefa honum bara nokkuð góða einkunn fyrir það sem þarna fór fram.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.1.2007 | 21:48
Umræða um Evru
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.1.2007 | 20:00
Hvað gerir Valgerður nú?
Þessar fréttir koma væntanlega fáum á óvart. Menn eru örugglega ekkert að bíða eftir því að við tökum upp Evruna án þess að greiða nokkuð til baka til Evrópusambandsins.
Umræðan er út í hött, að það sé hægt að taka upp Evruna án þess að ganga í Evrópusambandið, svipað rugl og hið meinta Evrópuverð og vextir.
Fyrir áhugamenn um þessi mæl mæli ég með viðtalinu við Illuga Gunnarsson í morgun. Þar ræðir hann þessi mál á mjög skemmtilegan og upplýsandi máta.
![]() |
ESB telur þjóðir ekki geta tekið upp evru án aðildar að sambandinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.1.2007 | 19:52
Ekki leiðinlegt
Það er gaman af svona, ekki bara að finna einhvern eyrnalokk heldur einmitt lokkinn hennar Dietrich.
Ég held að það sé samt ekki síður merkilegt annað dót sem fannst:
Auk eyrnalokksins fundust þrjú sett af fölskum tönnum, glerauga, óhrjáleg hárkolla og brjóstahaldari við uppgröftinn.
![]() |
Eyrnalokkur finnst eftir að hafa verið týndur í 73 ár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.1.2007 | 19:42
Spilakassar
Fann þessa áhugaverðu frétt um spilafíkn og spilavanda. Þar kemur meðal annars fram að í grein frá 24. maí síðastliðinn var fjallað um eignarhlut Straumsburðarás í Betson.
Það verður alltaf erfiðara og erfiðara að koma í veg fyrir þetta.
Því miður.
![]() |
Hafði næstum spilað mig til bana" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.1.2007 | 10:08
Alltaf eitthvað nýtt
Það skítur alltaf reglulega upp umræða um svindl á netinu.
Hins vegar verður alltaf erfiðara og erfiðara fyrir menn að ná í þessa peninga, þar sem fólk er mun gætnara en áður. Það eru fáir sem falla fyrir þessum bellibrögðum, fólk er farið að læra að smella ekki á hlekki í póstum frá aðilum sem það þekkir ekki.
Þessir aðilar sem eru að stunda þetta mega eiga það að vera ótrúlega hugmyndaríkir í að reyna að ná í peningana þína. Í þessu tilfelli er um mjög lága upphæð að ræða, eitthvað sem þú ert ekki líklegur til þess að gera mjög mikið veður út af. Hins vegar þegar tugir þúsunda greiða nokkra dollara í einu er upphæðin fljót að skrapast saman og viðkomandi kominn með verulegar upphæðir.
Menn verða auðvitað bara að passa sig og íhuga hvað þeir eru að smella á, hvort sem um er að ræða í gegnum heimasíður eða tölvupósta. Þótt hérna séu smáupphæðir í gangi hafa menn lent í að tapa verulegum fjárhæðum.
![]() |
Íslenskur tölvunotandi varð illilega fyrir barðinu á netsvindlurum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.1.2007 | 09:09
Stórgróði
Nú er komið á daginn að Kópavogsbær mun hagnast um 1,5 milljarð á kaupum á Gustssvæðinu. Fyrir kosningarnar seinasta vor var Gunnar úthrópaður vegna þess og ekki féllu lítil orð í kosningabaráttunni um spillinguna, þegar Gunnar hefði verið að versla að sér og sínum.
Samfylkingin fór mikinn í þessum ásökunum, hér á blog.is skrifar oddviti framsóknar flokksins. Það verður spennandi að sjá hvaða viðbrögð koma fram þar á bænum.
![]() |
Kópavogsbær hagnast um 1,5 milljarð af sölu Gustssvæðisins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.1.2007 | 22:17
Að svíða í sálina þegar Hreiðar þénar meira en Heiðar
Þá er umræðan komin á fullt eins og ég spáði um Duran Duran, það tók bara lengri tíma en ég átti von á. Öll viðbrögð hafa verið eins og ég spáði.
Sumir keppast við að hneykslast vegna þess, sama fólk og við var að búast. Fólk sem hefur áður verið með yfirlýsingar um þetta ríka fólk. Þetta kom samt aðeins seinna en ég átti von.
Auðvitað hneykslast menn, þessir menn eru að græða alveg ofboðslega peningar í umferð. Auðvitað fáum við að heyra sögur um okrið á okkur Íslendingum, eins og bankar séu hér í biðröðum að bíða eftir að lána okkur peninga fyrir ekki neitt.
Ég bendi á pistil á Deiglunni, sem heitir:
Að svíða í sálina þegar Hreiðar þénar meira en HeiðarBloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.1.2007 | 21:46
Björn Ingi baunar á Kristján
Björn Ingi Hrafnsson birtir eftirfarandi setningu eftir Kristján Júlíusson:
Ég er ekki bundinn neinum flokkspólitískum böndum, enda held ég að myndi þrífast ákaflega illa í einhverjum flokki."
Björn Ingi notar kannski tækifærið fyrst hann er byrjaður að velta þessu hlutum fyrir sér og segir frá sinni pólitísku sannfæringu. Sagan segir að hann hafi verið óflokksbundinn ungur drengur sem vann sem þingfréttaritari á Mogganum þegar Halldór sá efni í þessum unga manni. Ég man ekki hvenær það var en Björn var líka að vinna sjálfstætt við að gefa út bækur.
Maður veltir fyrir sér hvort einhverjar álíka setningar hafi flogið úr munni Björns Inga, ungum kraftmiklum blaðamanni með metnað til að standa sig í eigin rekstri? Það var kannski ekki neinn með hlóðnemann á eftir honum þá.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.1.2007 | 21:05
Auðvitað þeir bestu
Það vakti athygli mína þegar ég var að lesa viðtalið við Magna að hann tekur sérstaklega fram að Súpernóva séu auðvitað bestu hljóðfæra leikarar sem hann hefur unnið með eða eins og stendur í fréttinn:
Þetta eru auðvitað bestu hljóðfæraleikarar sem ég hef unnið með þannig að þótt ég geti bara fengið að standa við hliðina á þeim og spila þá er mér alveg sama," segir Magni, sem er ekkert á þeim buxunum að slá í gegn í Bandaríkjunum.
![]() |
Magni býr sig undir langt tónleikaferðalag um Bandaríkin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)