Færsluflokkur: Bloggar
12.1.2007 | 16:54
Margrét neitar að mæta Eiríki
Í staðin fyrir fékk Eiríkur að fjalla um málefni flokksins án þess að nokkur væri til svara. Nema nokkrir áheyrendur sem hringdu inn.
Það er ljóst að það eru gríðarlega átök framundan í flokkum. Bæði hann og Jón Magnússon hafa fullyrt að hún hafi ætlað sér að verða formaður eða varaformaður en notfært sér þetta til að skapa sér ágrenning. Eftir að útlendingaumræðan hafi aukið vinsældirnar og því hafi formennskudraumarnir dalað.
Jón Magnússon hraunaði svo yfir heimssíðu Margrétar þar sem hann talaði um níðvísur Margrétar í pistli um daginn.
Það er reyndar vandséð afhverju Margrét hefði átt að mæta Eiríki, en Eiríkur er ekki beinn málsaðili að þeim deilum sem hafa verið innan flokksins. Eiríkur hefur hins vegar haft stórar skoðanir á þessum málum.
Það sem vakti athygli var að Sverrir Hermansson [Leiðrétt], neitaði að mæta, upphrópaði stöðuna fyrir að ofsækja dóttur sína og skellti á Arnþrúði. Það verður fróðlegt að fylgjast með framvindunni í kjölfarið, það kæmi á óvart ef það kemur heill flokkur út úr þessum deilum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
12.1.2007 | 16:12
Bílar og sport blogga
Ég fjallaði um fyrirtæki sem blogga aðeins í gær.
Það er gaman að sjá að ný fyrirtæki eru farin að blogga. Núna var ég að taka eftir fyrirtækinu bílar og sport.
Þetta er nú nokkuð áhugavert.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.1.2007 | 15:34
Flott hjá Jafet
Mér finnst þetta mjög flott hjá Jafet, en ég spái honum þó ekki miklum árangri enda held ég að klíkurnar séu búnar að ákveða annað.
Nema Jafet eigi tromp upp í hendinni, spurning hvort hann beiti ekki sömu aðferðum og fyrir norðan, en Jafet hefur efnast nokkuð vel undanfarið. Hann gæti boði hverjum kjósanda ágætis summu.
Hitt er svo annað mál að nú er komin upp umræða um launamál formanns KSÍ, áður hafði verið fullyrt í mín eyru að þessi staða hafi verið launalaus. Nú kemur framkvæmdarstjóri og formannsefni fram og segir að svo sé alls ekki. Hann geti þó ekki upplýst hver þau laun eru.
![]() |
Jafet gefur kost á sér til formanns KSÍ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.1.2007 | 10:33
Skuggalegt mál
Það má spyrja sig um tilganginn en greinilega hefur átt að líta út sem að þetta væri einhverjir strákar hafi verið á ferðinni.
Fyrsta tilraun klúðrast og þá er ráðist í þá næstu.
Það má spyrja sig hvað hafi verið í gangi, hvort hérna sé um einhvers kona trygginarmál, hefndaraðgerð eða bara skemmdarfíkn.
![]() |
Eldur lagður að skemmtistað í Kópavogi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.1.2007 | 10:14
Umferðarteppan
Pétur Gunnarsson gerir að umtalsefni umferðateppan hér í borginni í morgun, það hjálpar nú ekki til að vera bæði með snjókomu og vera einn fyrsti dagur ársins hjá framhaldsskólum. Þetta er mjög hættulegur Kokteill.
Mér fannst nokkuð skemmtilegt að í dag var ég 40 mínútur heiman frá mér og í Háskólann. Á leiðinni spjallaði ég við Loft vin minn sem vinnur í Borgarnesi. Það stefndi allt í að það tæki hann svona 50 mínútur að ná sínum áfangastað.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.1.2007 | 09:52
Austfirðingur ársins fastur heima
Maður spyr sig svo hvað sé að þessum tollayfirvöldum í Bandaríkjununum, horfðu þeir ekki á Rockstar?
Talandi um Magna þá sá ég vital við Dilönu í Sirkus í dag, þar fullyrðir hún að fyrverandi kona Magna telji sig vera ástæðuna fyrir skilnaðnum. Talandi um að gefa spjallvefjum netsins byr undir báða vængi?
![]() |
Magni án atvinnuleyfis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.1.2007 | 23:08
Samúræji til bjargar
Fyndin frétt af visi.is.
Vísir, 11. jan. 2007 22:45
Samúræji til bjargar!
Lögreglan í bænum South Shields í Bretlandi er að reyna að hafa upp á dularfullum samúræja sem birtist upp úr þurru og hjálpaði tveimur lögreglumönnum að verjast þremur vopnuðum glæpamönnum og handtaka þá. Dularfulli samúræjinn hvarf síðan út í næturmyrkrið, sporlaust.
Lögreglumennirnir voru óeinkennisklæddir og löbbuðu fram hjá húsi þar sem rán var að eiga sér stað. Þeir hlupu inn og mættu þar þremur vopnuðum mönnum sem ætluðu sér að ráðast á lögreglumennina. En um leið og einn þeirra stakk til annars lögreglumannsins með hníf sínum birtist dularfulli samúræjinn og bjargaði málunum.
Vefsíða Sky News skýrir frá þessu í dag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.1.2007 | 20:47
Allt í lagi fyrir Valgerði
Það var að heyra á Valgerði að þetta væri bara allt í lagi, frumleg og ný aðferð til þess að ná árangri í prófkjörum að bjóða framsóknarfélaginu upp á 2 milljónir.
Hvað segði Valgerður ef einhver stæði fyrir framan kjörstað og biði hverjum og einum 2000 kall?
Væri það í lagi eða bara frumleg aðferði í kosningabaráttu?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.1.2007 | 14:02
Framsóknarhugleiðingar
Mér finnst stórkostlega að heyra í framsóknarmanninum fyrir Norðan sem reynir að bera fé á flokkinn. Veit ekki hvort þetta viðhorf sé ríkjandi annars staðar en þetta er amk. frumlegt hjá honum. Hann hefði kannski átt að bera þessa snilldar hugmynd undir einhvern annan en konuna sína (ef hann hefur þá gert það) áður en hann sagði fleirum frá þessu. Sumar hugmyndir hljóma rosalega vel á teikniborðinu en geta snúist svona herfilega í höndunum á mönnum. Ég efast um að hann eigi langframa innan stjórnmálanna.
Ef þetta væri hægt, er spurning afhverju flokkurinn er yfir höfuð að standa í prófkjöri. Miklu hagkvæmara fyrir flokkinn að safna í sjóðina og setja verðmiða á hvert sæti.
Maðurinn er auðvitað í kolvitlausum bransa, hann ætti að skella sér til liðs við strákana í bönkunum. Þeir eru allta að leita að nýjum fjármálavörum. Nokkuð áhugaverð trygging á kosnignabaráttunni, ef ég sigra greiði ég 2, en ef ég tapa ekki neitt.
Annað sem vekur athygli um þessar mundir er að Kiddi Sleggja virðist ætla að þiggja 3 sætið á lista Framsóknar. Um þetta hafa verið mikla vangaveltur en nú er búið að leggja fram listana og er nafn Kristins þar inni. Kristinn hefur ekkert gefið upp undanfarið en það hafa verið mikla vangaveltur hvort hann væri að láta bjóða í sig á bakvið tjöldin.
Það er styrkleikamerki að hafa Kristinn á listanum, Kristinn hefur verið eins manns flokkur og margar kunna honum miklar þakkir fyrir að vera ekki þessi "liðsmaður" sem sumir yngri þingmenn hafa spilað fram um leið og kosið er gegn sannfæringu sinni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.1.2007 | 11:00
Apple telur sig hafa einkaleyfið!
Þetta er nokkuð merkilegt mál en í fyrstu hélt ég að þetta væri einhverskonar tíma bundinn leikur hjá Apple, svona á meðan þeir væru að koma umræðu og kynningu af stað. Svo myndu þeir gefa Cisco einhvern pening og skipta um nafn á græjunni og fá kynningu umfram það sem peningar fá keypt.
Þetta virðist hins vegar ekki vera málið, Apple hefur einfaldalega sótt um einkaleyfið á þessu sem farsímum en leyfið sem Cisco er með:
"computer hardware and software for providing integrated telephone communication with computerized global information networks"
einkaleyfið sem Apple hefur sótt um (og fengið) er hins vegar:
"handheld and mobile digital electronic devices for the sending and receiving of telephone calls, faxes, electronic mail, and other digital data..."
Nú er ég ekki lögfræðingur en þetta hljómar samt eins og Apple sé á frekar gráu svæði þrátt fyrir þetta, enda á græjan að tengja saman síma og tölvur. Þeir ætla samt greinilega að láta sverfa til stáls.
Ég skil þó vel að þeir eru að reyna að að ná samningum.
![]() |
Barist um iPhone-nafnið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)