Færsluflokkur: Bloggar

Gettu Betur og bloggið

Það verður gaman að fylgjast með Sigmari og blogginu hans nú þegar Gettu betur er farið af stað.  Fyrir ekki mörgum árum var það Stefán Pálsson, and-moggabloggari.  Þá voru oft ótrúlega fjörugar umræður, þar sem menn voru tilbúnir að ræða spurningarnar, svörin og ekki síður niðurstöður dómarans.


Nú þegar Sigmar er einn vinsælasti bloggari landins, má búast við að ýmsir muni hafa skoðanir á frammistöðu hans og vilja lýsa henni í athugasemdakerfinu hans.

Ég hlustaði aðeins á Gettu betur í gær, og hafði ekki mikla skoðun á því hvernig Simmi stóð sig.  Það mun koma, býði spennt :)


Ekki lengur köngulær

Það er af sem áður var þegar menn gátu átt von á því að fá eina og eina könguló úr banakössunum, nú eru það bara eiturlyf.

Ef einhver er ekki núna komin í frekar mikla klemmu þarna úti, eftir að hafa týnt þessu.   Hérna er verið að lúskra á einhverjum ræflum sem hafa tapað nokkrum grömmum, hvða þá 50 kg, að verðmæti 360 milljónir.

Hvernig ætli þetta hafi gerst? 


mbl.is Kókaín í bananakössum í matvöruverslunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Voru allir með myndavél?

Maður setur stórar spurningar þegar kemur í ljós að fleiri voru að taka myndir af aftökuninn.

Það er alveg ljóst að verulegir ágallar voru á aftökunni af Sadam og spurning hvort í raun hafi verið selt inn á þetta.
mbl.is Nýtt myndband af líki Saddams birt á netinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viðkvæm nekt

Það er gaman að fylgjast með Bandaríkjamönnum, á meðan nekt er eitthvað mjög tabú í fréttum og sjóvarpi eru morð það ekki. Þeir segja fréttir eins og ekkert sé af öllum helstu hryðjuverkum, morðum og hvað eina en ef það kemur að því að sýna eitt brjóst eða geirvörtu missa þeir vitið (og sekta sekta sekta).

Ég held að þeim veiti ekkert af þessu, þeir róast kannski aðeins í þessu.

 

Vísir, 08. jan. 2007 21:54

Nektarpartý í bandarískum háskólum

Bandarískir nemendur í bestu háskólum landsins hafa tekið sig til, gert uppreisn gegn kreddum og hefðum í skólunum og ákveðið að kasta af sér byrðum þjóðfélagsins, sem og fötum sínum, og halda nektarpartý.

Nemendur í Yale háskólanum í Bandaríkjunum eru farnir að halda allt að 6-8 slíkar veislur á hverju skólaári. Aðeins útvaldir fá að mæta og hermt er að önnur dóttir George W. Bush Bandaríkjaforseta, Barbara, hafi mætt í eitt slíkt teiti árið 2002.

Alkóhól er haft við hönd og allir eru naktir en þrátt fyrir það segja þátttakendur að fólk verði svo meðvitað um útlit sitt að það einbeiti sér meira að samræðum og því verði samtöl oft mun gáfulegri en þegar fólk er fullklætt. Snertingar eru ekki liðnar nema með fengnu samþykki beggja aðila.

Skólayfirvöld koma ekki í veg fyrir þessi nektarpartý en þau hvetja ekki til þeirra heldur. Árið 2002 kom upp eitt mál þar sem karlmaður var kærður fyrir kynferðislega áreitni eftir nektarpartý.

Skoska dagblaðið The Scotsman skýrir frá þessu á vefsíðu sinni í dag.

 


Forseti JCI Esju

Ég bið lesendur bloggsins míns afsökunar á smá stríðni fyrr í kvöld en það er ekki oft sem maður verður forseti.

Ég varð sem sagt forseti JCI Esju í kvöld á aðalfundi félagsins. JCI Esja er eitt af aðildarfélögum JCI Íslands, og er með starfssetur í Grafarvoginu, þótt félagar séu af öllu Stór-Reykjavíkursvæðinu.  Um JCI segir á heimasíðu félagsins:

Junior Chamber er alþjóðleg hreyfing fyrir ungt fólk á aldrinum 18 til 40 ára með áhuga og metnað til að efla stjórnunarhæfileika sína með virkri þátttöku í málefnum þjóðfélagsins á jákvæðan hátt.

Þetta voru tímamót fyrir mig og félagið, en JCI Esja tók til starfa fyrir ári síðan þegar það flutti af Nesinu og upp í Grafarvoginn. Ég byrjaði líka í þessum samtökum þá og sé síður en svo eftir því.

Ég hef lengi tekið þátt í ýmsu pólitísku starfi, þar hefur maður lært ýmislegt um pólitísk störf.  Í JCI hef ég lært ýmislegt sem mig vantaði upp á svo sem ræðumennsku og fundarstjórn svo eitthvað sé nefnt.

Ég mun væntanlega skrifa eitthvað meira um starf mitt í JCI í framhaldi þar sem maður er orðinn forseti. 

Sem fyrsta prómó nefni ég ræðunámskeið sem byrjar 22. janúar á vegum JCI Esju. Ferkari upplýsingar er að finna á heimasíðunni: http://www.jciesja.org/Raedunamskeid.html

Hérna fyrir neðan er mynd af stjórninni: Hannes, Ég, Arna og Siggi. 

 

JCI Esja

 


Ég verð forseti

Ef fer fram sem horfir verð ég forseti áður en kvöldið er liðið.

Meira um það síðar. 


Lítið rætt um Duran Duran

Það vekur athygli að engin fjölmiðill virðist hafa pikkað upp skúbbið hans Denna um Kaupþingsmanninn og Duran Duran.

Á sama tíma og tvær konur taka dansinn á Útvarpi Sögu um hvort það séu til samtök fátæklinga, myndi maður ætla að einhver fjölmill sýndi þessu amk. það mikinn áhuga að þeir myndu alla vegna fá fréttir hvort þeir hefðu verið góðir eða slæmir eða hvort þetta sé satt.


Rosalegt start

Það er rosaleg að heyra hvernig sænski hægri flokkurinn er að klúðra málum þar í landi.

Fyrstu vikurnar tvær afsagnir og nú þetta mál með Bildt. Ekki bara það að hann hafi verið grunaður í nokkurn tíma um að hafa þegið mútur frá Rússlandi heldur núna þessi ógnun í garð fréttamanns.

Karl Bildt átti að vera stóra tromp ríkisstjórnarinnar, að ná þessa gömlu keppmu til að hafa hlutina flotta.


mbl.is Bildt ógnaði sænskum fréttamanni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins nýlenduveldi

Er ekki málið að Ríkið kaupa eyjuna, þar með að verða í fyrsta skipti nýlendu ríki.  Það hlýtur að vera hægt að fá blessuðu eyjuna fyrir lítið, enda allt hálfbrunnið þarna.

Ef samningar nást ekki dustum við rykið af skriðdrekanum góða sem var keyptur, svo ekki sér spurt um herdeildinar góðu sem við erum umþb. að vera komnir með. Miðað við að einhverjur kaupsýslumenn rændu einkasyninum, ætti þetta að vera "walk in the park" að ná eyjunni á okkar vald.

Forsetinn gæti þá auðvitað fengið langþráðan prins titil og þangað væri hægt að senda óþæga ríkisstarfsmenn.

Það fylgir ekki sögunni hverjir skattar eru þarna.  Þeir hljóta að vera mjög þægilegir, miðað við þjónustuna.

Við myndum að sjálfsögðu krefjast þess að fánanum og þjóðsögnnum væri hent út á hafsauga og sá íslenski innleiddur. 


mbl.is Minnsta ríki í heimi til sölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísmaðurinn frá Íslandi

Fréttin á mogganum segir kannski ekki nógu mikið, en þessi strákur var mjög reyndur BASE stökkvari, samkvæmt frétt sem ég fann á Áströlskum fjölmiðli. Þar er hann kallaður "Benni the Iceman".

Þetta er hins vegar ekki BASE jump en það er sagt að hann hafi einfaldlega opnað fallhlífina of seint.

Það sorglega við þetta er að samkævæmt fréttinni var hann í Ástralíu, að heimsækja systur besta vinar síns sem lést í Norgi í fyrra við að stökkva svona stökk.

Fréttin sem ég fann:
smh.com.au
mbl.is Íslendingur lést í fallhlífastökki í Ástralíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband