Færsluflokkur: Bloggar

Ástandið í framsókn

Ástandið í framsókn er orðið virkilega slæmt, þegar menn eru farnir að kenna um utanlandsferðum. Ætli þeir fara meira út en annað fólk?   


Jólagjöf sem lifir

Skrifaði í dag um skemmtilegu jólagjöf KB Banka.   

Það er ótrúlegt hvað þessi svarta efnislufsa ætlar að vekja miklar umræður. 


Hvað erum við að kvarta

Veit ekki hvað við erum að kvarta, miðað við þessa verðbólgu. Húsnæðislánin fengu að bólgna aðeins í vetur, en hvað þá ef þetta væri verðbólgan.
mbl.is Verðbólga í Simbabve tæp 1.600%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki tímabært

Er Gunnari Smára nokkuð að færast of mikið í hönd í einu? Væri ekki nær að koma Danmerkur verkefninu í höfn fyrst áður en ráðist er í útgáfu víðar?
mbl.is "Dagsbrún" á bak við fríblað í Boston
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Iceland air og Fl Group

Það er nú varla nema von að fólk sé orðið ringlað með Icland Air og FL group, eftir allar nafnbreytingarnar. FL group virðist hafa einhverjar áhyggjur af þessu amk. létu þeir Capacent spyrja nokkra spurninga í röð um starfsemi sína.
  • Hver er starfsemi FL Group
  • Veistu um viðburð sem þeir hafa styrkt
  • Hvert er samband á milli Iceland air og FL Group
  • Hver er forstjóri FL group
Við fáum víst örugglega ekki að sjá svörin við þessum spurningum, en það kæmi ekki á óvart að þeir væru ekki ánægðir með niðurstöðurnar. FL Group er bara of tengt FL-ugleiðum til til þess að niðurstaðan hafi ekki verið önnur.

Heppinn?

Hversu heppinn er maður að hafa ekki ybbað gogg um Silvíu nótt? Bloggletin bjargaði manni alveg.

Framsókn hressir

Það var ótrúlega hressandi að hlusta á Jón Sigurðsson, með þessa könnun hjá Fréttablaðinu. Hvað sem verður sagt um gæði könnunarinnar er skekkan aldrei það mikil að árangur Framsóknar sé ásættanlegur.

Engin tilviljun?

Má ekki sprengaj flugelda öðruvísi en að búa til samsæri? Það hefði nú verið hægt að gera ýmislegt vera við þennan blessaða lögreglumann en að sprengja nokkra flugelda heima hjá honum.
mbl.is Flugeldur sprengdur við heimili lögreglumanns á Skagaströnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Naktar á google earth

JúlJul skrifar um berbrjósta stelpur. Ég minntist þess einmitt að hafa séð umræðu um svipaða hluti og að menn hefðu ekki verið ánægði með þetta. Nokkrir naktir á google earth. Annars held ég að þú getir ekki sagt upp Sekúritas, þeir uppfæra mjög sjaldan.
mbl.is Sá brennandi bát við Ísland á mynd á Google Earth
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggleti

Undanfarið hefur verið töluverð bloggleti, hef verið að læra fyrir próf og auk þess tók ég þátt í rökræðukeppni JCI Íslands.  Nokkuð skemmtilegt og tók töluvert á í undirbúningi.  Því miður unnum við ekki.  Það kemur næst.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband