Færsluflokkur: Bloggar

Lítil vorkun

Það verður að segjast að þetta fólk fær litla vorkun, það var búið að bjóða því nýtt hús og það hafði ekkert með að gera að vera í þessu. Þau höfnuðu öllu sem þeim var boðið og fór sem fór.

Þó svo eigendur húsins rífi húsið núna, hefði maður haldið að þeir geymi lóðina í smátíma svo menn jafni sig.
mbl.is Byrjað að rífa Ungdomshuset
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óspennandi

Er ekki eitthvað óspennandi við það vera í leikfimi með nöktu fólki. Afhverju, ahfverju, afhverju ætti maður að vilja mæta nakinn í æfingar?
mbl.is Berrassaðir í líkamsrækt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki gott nafn

Ég veit ekki hvort ég efitir að venjast þessu nafni, en svona við fyrstu sýn líst finnst mér það ekki mjög gott.

Reyndar er það betra en Spairsjóður SPVH eða eitthvað álíka.
mbl.is Hlaut nafnið BYR – sparisjóður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn af framboðsmálum!

Það segir nú nokkuð um hvernig framboðsmálin ganga hjá Margréti að hún skuli blogga Enn af framboðsmálum.

Það er fyrir löngu ljóst að sá meðvindur sem hún hafði eftir að hafa farið úr Frjálslyndaflokknum er farinn. Til þess að hún nái flugi aftur þarf þetta framboð að vera virkielga bitastætt.

Miðað við hvað þessi fæðing er að taka langan tíma, eru þetta annað hvort veruleg mistök eða við fáum að sjá eitthvað stórkostleg.

Það verður fróðlegt að sjá, nú þegar um 70 dagar eru til kosninga.

Hvað er JCI eða Junior Chamber International

Villi spurði hérna á síðunni hvað JCI er. JCI stendur fyrir Junior Chamber international.

Junior Chamber er alþjóðleg hreyfing fyrir ungt fólk á aldrinum 18 til 40 ára með áhuga og metnað til að efla stjórnunarhæfileika sína með virkri þátttöku í málefnum þjóðfélagsins á jákvæðan hátt.

Á Íslandi er móðfélag, JCI Ísland en svo eru aðildarfélög sem standa að JCI Íslandi. Ég er forseti félags sem heitir JCI Esja, við erum með skilgreint starfsvæði í austurborginni. Það er þó ekki skilyrði, til að starfa með félaginu.

Margir kannast við ræðuhluta JCI en það er þó bara einn lítil hluti af starfinu. Starfinu er skipt á 4 svið, alþjóðlegt svið, svið einstaklingsins (meðal annars ræðumennska), svið samfélagsins (t.d. verkefni þín skoðun, þú skiptir máli og menningarnótt), og að lokum svið alþjóða.

Ég hef tekið þátt í félagstörfum í mörg ár en þetta hefur verið öðruvísi en allt starf, ekki síst vegna tækifæranna sem gefast innan félagsskapsins, bæði þau sjónarmið að gefa mönnum tækifæri til að leiða (enginn má vera í embætti lengur en 1 ár) og svo þau námskeið sem JCI býður upp á.


Snilld

Hvað hélt maðurinn eiginlega? Þetta er ótrúlega fyndið, hann hefði kannski átt frekar að fá fá sér hulinskikkju.

Það er ekki síður fyndið að maðurinn hafi getið þess að hann hafi verið að fjárfesta í slíkum grip og til þess að halda áfram hraðakstri.
mbl.is Vill fá endurgreiddan radarvarann vegna hraðaksturssektar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

VG úti að aka

Pawel Bartoszek skrifaði ansi netta færslu á Deiglunni í gær sem hann kallaði "VG úti að aka"


Ódýrara í strætó

Ég skil ekki afhverju Samfylkingin lækkaði ekki strætóverð á meðan hún var hér við völd. Þáverandi borgarverkfræðingur lagði til að strætó yrði ókeypis en með því væri hægt að fá betri nýtingu í vagnana og borgin myndi spara sér stórfé í gatnagerð. Þá verandi borgarstjóri sló þessar hugmyndir út af borðinu enda var hann fljótur að gefast upp á að vinna innan

Nú koma bjargvættirnir og leggja fram þessar tillögur.

Flott hjá Bubba

Mér finnst þetta flott hjá Bubba, þótt hann hafi ekki fengið þær 20 milljónir sem hann fór fram á. Það hefur aldrei verið mikil stemning á Íslandi að greiða háar skaðabætur, enda til efs að hann hafi getað sýnt fram á þetta fjárhagslega tjón.

Engu að síður er þetta mjög góður sigur hjá honum.

Þetta verður vonandi til þess að menn vandi sig betur í framsetningu á fyrirsögnum í þessum slúður blöðum. Það er ekki hægt að skrifa hvað sem er, bara til að selja fleiri blöð.
mbl.is Bubba Morthens dæmdar bætur fyrir meiðyrði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góð niðurstaða fyrir VG og Sjálfstæðisflokkinn

Könnun er góð niðurstaða bæði fyrir Sjálfstæðisflokkinn og VG. Samfylkinginn hlýtur en einu sinni að klóra sér í höfðinu yfir lélegu fylgi og greinilegt að aðgerðir þeirra til að trufla VG í kringum landsfundinn hafa ekki skilað árangri.

Ég spái því að þetta eigi eitthvað eftir að dala hjá VG og færast á milli vinstriflokkann.
mbl.is VG með meira fylgi en Samfylking
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband