Færsluflokkur: Bloggar

Hvaðan koma peningarnir?

Það er fróðlegt að velta fyrir sér baráttu Framtíðarlandsins nú í ljósi nýju lagana um stjórnmálaflokka. Nú er þetta félag ekki stjórnmálaflokkur og því ekki bundið sömu lögum. Þeir geta því tekið við hvaða styrkjum sem þeir vilja án þess að upplýsa hverjir veita styrkina. Þetta er eitthvað sem þeir hafa greinilega gert í miklum mæli enda eru vasarnir að því er virðist yfirfullir fjár. Þeir virðast yfir að ráða meira fé enn nokkur sambærileg samtök í sögunni.

Spurt hefur verið víða á netinu hverjir hafa hagsmuni af því að styrkja Framtíðarlandið? Hvaða fjársterku aðilar eru í þessum hópi.
Svarið getur einmitt legið í þessum nýju lögum, en það má vera öllum ljóst hvaða flokka barátta Framtíðarlandsins skaðar helst, fé veitt Framtíðarlandinu er því fé veitt stjórnarandsstöðinni. Það þarf bara ekki að segja frá því.

Í umræðunni um þessi nýju lög voru margir sem bentu á þessi mögulegu hliðaráhrif, það er að menn myndu byggja um samtök með ákveði baráttumál, sem myndi kynna sitt málefni rétt fyrir kosningar og um leið styðja við ákveðinn flokk.

Skildu aðrir flokkar vera búnir að stofna sambærileg samtök? Eigum við von á því að samtök um Skattalækkanir fari fram með miklum auglýsingum?

Skildi bókhald framtíðarlandsins vera opið?

Markmið breytinga

Ég var að lesa Deigluna og grein eftir Katrínu Helgu um vændislögin, þar segir:

Ég er sammála Katrínu enda hefur umræðan farið um víðan völl undanfarið, og eins og að til stæði að opna stór vændishús hér í bænum með breytum lögum.

Hægur gangur

Þrátt fyrir að þetta hafi bæði verið kynnt í sjónvarpi og á netinu hafa bara fjögur þúsund skrifað undir. Þetta hefur auk þess fengið gríðarlega mikla umfjöllun bæði á blogginu og í fréttum.

Af þessu má vera ljóst að menn brenna ekkert í skynningu að skrifa undir þennan sáttmála, þrátt fyrir að vera hugsanlega sammála honum í megin dráttum

Hversu margir hefðu skrifað undir ef þetta hefði ekkert verið kynnt?

Þetta hlýtur að vera íhugunarefni fyrir aðstandendur söfnuninarinnar.
mbl.is Á fjórða þúsund undirskriftir safnast á vef Framtíðarlandsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Helvítis skatturinn

Mundi minnist á það hvernig útlendingur lenti illa í skattinum, eftir að hafa sjálfur komið fram og látið vita af sínum málum og að viðkomandi skuldaði skatt.

Mér finnast þetta virkilega áhugaverðar ábendingar, það þarf virkilega að gera tiltekt bæði hjá Skattinum og Tollinum og reyna að gera þessar stofnanir mannlegar.

Stundum heldur maður að þeir sakni þess helst að geta ekki farið bakvið og sótt svipuna til að skella nokkrum vandarhöggum á mann, bara fyrir að voga sér að spyrja spurninga.

Svo er auðvitað fráleitt að það séu ekki sendir út seðlar. Ég hef nú lent í þessu en upphæðin var svo sem bara 500 kalla en ekki 1 milljón eins og hjá þessari konu sem Mundi bendir á.

Spái auglýsinga átaki framsóknar

Það þarf ekki mikla spámenn til að sjá að Framsóknarmenn eru þegar byrjaðir að framleiða auglýsingar fyrir Sjónvarp. Miðað við kosningar undanfarið má búast við miklum sjónvarpsauglýsingum, meira í ár en nokkurntíman miðað við fylgið.

Niðurstöður borgarstjórnarkosninganna sýndu að þetta hafði einhver áhrif , en alls ekki jafnmikil og fyrir seinustu alþinigis kosningar.

Þá kusu margir að kjósa Framsóknarflokkinn, til að viðhalda sömu ríkisistjórn, en eins og núna voru margir ánægðir með árangurinn og vildu viðhalda sama ástandi. Það er þó spurning hvort Jón Sigurðsson hafi sama vægi og þegar Halldór sagði að þeir myndu ekki taka þátt í ríkisstjórnarstarfi ef þeir myndu hljóta það afhroð sem stefndi í.
mbl.is Framkvæmdastjórar stjórnmálaflokkanna funduðu um auglýsingamál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Húmor dagsins

Þetta (via Denni) hlýtur að vera humor dagsins. Það má amk. hrósa Eyþóri fyrir viðbrögðin, bara alltaf sömu húmoristarnir. Væntanlega ekki þeir fyrstu.

Er maðurinn að tapa sér?

Nú ræðst talsmaður Neytenda að rót alls ills, að það sé verðmunur á milli hárklippinga kvenna og karla.

Hvernig vill Gísli að verði rukkað fyrir þetta, á að gera þetta á tímakaupi? Þannig að maður skellir sér í stóllinn, steinheldur kjafti svo maður trufli örugglega ekkert málglöðu klippikonuna? Það eru ástæður fyrir þessu, en klipping kvenna tekur yfirleitt lengri tíma.

Hvað er svo með barnaklippingu? Er ekki verið að mismuna börnum og fullorðnum? Hvað er þá með barnamiða í Sundlaugarnar? Er minni kostnaður af því að börn fari í laugarnar eða gamalmenni en ég?

Það er spurning hvort það þurfi að kalla þessu öðrum nöfnum svo að talsmaður neytenda verði ángæður, t.d. að kalla þetta að fara til rakarans. Það er bara spurning um mismunandi klippingu, konum væri að sjálfsögðu ekki bannað að fara til rakarans, en það þýðir bara að hún komi út með karlaklippingu.

Talsmaður Neytenda hefur greinilega verið að skoða sænska miðla en Svíar tóku á þessu "vandamáli" fyrir nokkrum árum. Flestir sænsku klippararnir lýstu því yfir á þeim tíma að þeir ætluðu að halda sínu stryki, karla fengu afslátt, færu á sérstofur svo einhver dæmi séu nefnd úr þeiri umræðu sem var í Svíþjóð þegar þessu var breytt.

Miðað við smákönnun á netinu virðast karlaklippingar sem eru ódýrari vera í boði víða í Evrópu, t.d. virðist það reglan hjá hársnyrtistofum í Bretlandi.
mbl.is Neytendum mismunað eftir kyni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Maður kannast við svona

Mér finnast þetta vera stórmerkilegar fréttir, og minna mig í sjálfu sér á það þegar ég fór til Hollands þegar ég var 16 ára gamall. Á þeim tíma hafði ég nú ekki heyrt af öðru en að móðir mín fjárfesti í þeim fötum sem ég var í og ég var sáttur.

Í Hollandi var önnur menning, þar voru gefnir sérstakir fata vasapeningar, sem var oft hjá félögum mínum töluvert hærri en þeir vasapeningar sem þeir fengu til þess að eyða í annað. Þetta var gert til þess að takmarka eyðsluna.

Sveitamaðurinn ofan af Íslandi sætti sig bara áfram við þær gallabuxur sem mamma keypti.
mbl.is Danskir piltar eyða meiru í föt en stúlkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Árni í ham

Það er óhætt að segja að Árni Helgason sé í ham þessa dagana, hver stórfærslan á fætur annari.

Í dag tekur Árni fyrir huglausa meirihlutan. Mjög vel skrifuð færlsla hjá Árna.

Zero kjaftæði

Það er óhætt að segja að markaðssetning Coke á Zero sé að virka, hvar sem maður kemur þessa dagana er verið að nota "Zero" frasann í staðinn fyrir ekkert.

Þannig er rætt um zero kjaftæði, zero áhugi og svo framvegis.

Ég held að það sé bara hægt að óska markaðsmönnum Coke til hamingju með þetta.

Nú er það bara spurning hvort menn séu að kaupa þetta, ég hef sjálfur keypt zero zero coke.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband