Færsluflokkur: Bloggar

Allstaðar svartir sauðir

Auðvitað eru allstaðar svartir sauður, mér sýnist margir bloggarar vera að taka þann pól í hæðina að þetta sé á einhverni hátt lýsandi fyrir lögreglu. Miðað við þann fjölda lögreglumanna sem eru til í heiminum, er þetta frekar einstakt tilfelli.
mbl.is Lögreglumaður réðst á barþjón
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ágætis svör

Það er óhætt að segja að þetta séu ágætis svör hjá Kristni, það er spurning hvort hann sé tilbúinn að svara fyrir restina eins og það afhverju afsökunarauglýsingin var birt en hann er samt ekki sekur um nokkurn skapaðan hlut.

Ég hef hingað til haldi að þessir menn viðurkenndu að hluta sektina, það er að þeir hefðu farið út af sporinu vegna "gamla tímans" eins og þeir kölluðu það.

Nú er eitthvað allt annað uppi á teningnum, Kristinn og félagar virðast bara ekki hafa gert neitt rétt, heldur hafi þetta bara verið eðlileg samskipti þeira félaga.
mbl.is Misskilningur leiðréttur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Neita að segja hver greiðir

Það vakti athygli mína í dag að Framtíðarlandið neitar að greina frá hver er að greiða fyrir allar þessar auglýsingar. Á sama tíma og keyrslan er á fullu má sjá svona blogg.

Miðað við þann pening sem hefur verið varið í þetta, hefðu þeir nú bara betur prentað út blöð og sent sjálfboðaliða út á örkina.

Kaldara eðlur

Bjarni veltir fyrir sér hvað eðlur gera þegar þeim er kalt. Snilld.

Ótrúlega stór sigur

Manni finnst þetta vera ótrúelga stór og öflugur sigur hjá MR-ingum. Það skildi þó ekki vera að þeir séu loksins að á ná sér til baka.

Þetta kitlar auðvitað gamla MR-inginn en samt studdi Grafarvogsbúinn Borgó.
mbl.is MR í úrslit Gettu betur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vorkun

Fyrst þegar ég sá fréttina, datt mér í hug að það væri hommi á ferðinni. Þetta er auðvitað mjög ljóðræn lýsing: Nú hefur ein af stórstjörnum Hollywood hins vegar viðurkennt að það sé henni alls ekki að skapi að nudda vörum sínum við þrýstnar varir þokkagyðjunnar Það ætti ekki að vera mikið mál fyrir hann að nudda saman vörunum, það er kannski spurning hvort það hafi eitthvað meira verið í gangi. Varla hefur það haft þessi áhrif ef það hefði bara verið nudd í gangi.
mbl.is Neyddist til að kyssa Jolie
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað situr eftir?

Það kemur lítið á óvart að það skuli hafa verið þingmaður frá Vg, sem talar mest. Ég velti samt fyrir mér hvað situr eftir hjá þessum ágæta þingmanni. Hefur rödd hans heyrst, veit fólk almennt hver Jón Bjarnason er?

Það vill oft verða með svona þingmenn að þeim er í raun refsað, vegna þess að þeir standa og þjarka í púlti Alþingis en sjást lítið fyrir utan það.
mbl.is Jón talaði í rúman sólarhring
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Búið að blóðmjólka athyglina

Er mönnum ekki bara orðið nokkuð sama? Þau eru búin að blóð mjólka athyglina fyrir löngu, það verður varla mikið nýtt sem þau hafa fram að færa og allir sem hafa áhuga vita fyrir löngu hvað batteríið á að heita.

Besta í mogganum í morgun var að þau ætluðu jafnvel að kynna listabókstafin.

Spennandi?
mbl.is Kynna framboð Íslandshreyfingarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mismundandi aðferðir til hraðlesturs

Ef menn eru að tala um heila síðu í einu getur vel verið að það virki ekki út frá augunum. Hins vegar þegar verið er að tala um eina línu í einu líkt kennt er þegar verið er að byrja, það er töluvert annað mál. Ég hef mikla trú á þeirri aðferð, og nýti mér hana oft.
mbl.is „Hraðlestur“ er málum blandinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn einn hringalandinn

Hvernig er það með þessa fjölmiðlamenn, geta þeir ekki haldið úti nokkrar vikur án þess að kollvarpa eigin fjölmiðlum? Ég á nú eftir að sakna Sirkus, þetta verður nú seint talið með bestu stöðvunum eða mjög frumleitt en var ágætt afþreygingarefni þegar ekkert annað var í boði.

Að sjálfsögðu hefur enn enginn boðið mér aðgang að Torrent.is en það er allt í lagi end les ég bara meira af bókum þegar dagskrá Sirkus verður læst.
mbl.is Sirkus tengdur Stöð 2 og í lokaðri dagskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband