Færsluflokkur: Bloggar

Fjármögnun baráttu

Bingi veltir fyrir sér hver sé að fjármagna baráttu framtíðarlandsins, en nú hafa listarnir verið auglýstir töluvert meðal annars á bloggsíðum mbl.is.

Skrifað undir með fyrirvara

Framtíðarlandið stendur nú fyrir undirskriftarsöfnun um sáttmálan sem þau gerðu. Nú hef ég ekki haft tíma til að lesa sáttmálan, en velti fyrir mér hvort menn geti skrifað undir með fyrirvara, líkt og algengt er.

Rík kona

Mikið svakalega hlýtur hún að vera orðin efnuð fyrst hún treystir sér til að hafna tilboði upp á tæpar 300 milljónir, bara vegna þess að hún er þreytt á að vera %u201Estelpan úr Harry Potter%u201C.

Við á Íslandi þekkjum nú vel þessa tölu en það er nokkuð ljóst að menn með slíka upphæð i vasanum geta vel hætt með glans.

Ég er nú ekkert viss um að hún nái að losa sig við þennan stimpil þrátt fyrir að neit að leika þetta hlutverk. Hún verður alltaf, "stelpan úr Harry Potter", hvort sem henni líkar betur eða verr.
mbl.is Vill ekki leika Hermione lengur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afríkubréfin komin í póstinn

betlibréfFyrir mörgum árum síðan fékk maður reglulega póst frá Afríkubúunum sem síðar færðust yfir í email. Nú virðast emailin hætt að virka, því nú eru þeir aftur farnir að senda bréf. Meðfylgjandi er mynd af bréfi sem ég var að fá sent.

Auðvitað þarf að vara við þessu eins og tölvupóstinum, þetta er ekki síður skaðlegt.

Vonandi vita menn orðið af þessu nægjanlega vel til að falla ekki í þessa gildru.

Spaugstofan fyndin

Aldrei þessu vant var Spaugstofan mjög fyndin þessa helgi, það var fyndið hvernig þeir tóku á klámumræðunni.

Í þessu samhengi er rétt að benda á flugufót Deiglunnar: Klámið skilgreint.

Gott mál

Þetta er bara gott mál, fáninn má vera sýnilegri en hann er í dag. Við erum með alltof mikla fána hræðslu, eins og umræðan sem verður í hvert skipti sem sjávarútvegssýningi er, hvort þeir megi hafa íslenska fánan í íslensku Sjávarútvegssýningunni.

Auðvitað má fara milliveg miðað við þetta hjá kananum sem treður þessu á allt.
mbl.is Íslenski fáninn í þinghúsinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góð skemmtun

Undanfarið hefur verið mikið rætt um þá tónlistarmenn sem hafa veirð fluttir inn í svona partý, ég held að það hafi verið eðlileg hógværð að fá "bara" Olsen bræður. Miðað við Duran standardinn eru þeir félagar léttmeti.

Auk þess hefur verið sagt að það hafi verið gríðarlega skemmtilegt með þá félaga og að þeir hafi spilað fleiri lög vegna stemningarinnar.

Það hefði örugglega verið nokkuð skemmtilegt að vera þarna.
mbl.is Olsen-bræður og ICY í Höllinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins ný rss síða

Gulli hefur búið til nýja rss yfirlitsíðu. Nú geta aðdáendur Nagportal.net.

Kíkið á http://blogg.gattin.net

Hvað á að gera?

Þeir hefðu nú mátt alveg lýsa betur hvernig á að gera þetta svona þjónustuvænt? Ég átta mig ekki á hvernig þessar breytingar bæti þjónustuna við viðskiptavinina.
mbl.is Glitnir kynnir breytt útibú
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðvitað

Það er auðvitað út í hött að íslensku rúturnar séu einfaldlega ekki búnar salerni eins og rútur allstaðar annarstaðar í heiminum. Við erum með rútur á þjóðveginum sem eru frá miðri seinustu öld, án allra þæginda.

Hvað átti drengurinn að gera annað?
mbl.is Pissaði á rútugólfið þegar bílstjórinn neitaði að stoppa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband