Hvaðan koma peningarnir?

Það er fróðlegt að velta fyrir sér baráttu Framtíðarlandsins nú í ljósi nýju lagana um stjórnmálaflokka. Nú er þetta félag ekki stjórnmálaflokkur og því ekki bundið sömu lögum. Þeir geta því tekið við hvaða styrkjum sem þeir vilja án þess að upplýsa hverjir veita styrkina. Þetta er eitthvað sem þeir hafa greinilega gert í miklum mæli enda eru vasarnir að því er virðist yfirfullir fjár. Þeir virðast yfir að ráða meira fé enn nokkur sambærileg samtök í sögunni.

Spurt hefur verið víða á netinu hverjir hafa hagsmuni af því að styrkja Framtíðarlandið? Hvaða fjársterku aðilar eru í þessum hópi.
Svarið getur einmitt legið í þessum nýju lögum, en það má vera öllum ljóst hvaða flokka barátta Framtíðarlandsins skaðar helst, fé veitt Framtíðarlandinu er því fé veitt stjórnarandsstöðinni. Það þarf bara ekki að segja frá því.

Í umræðunni um þessi nýju lög voru margir sem bentu á þessi mögulegu hliðaráhrif, það er að menn myndu byggja um samtök með ákveði baráttumál, sem myndi kynna sitt málefni rétt fyrir kosningar og um leið styðja við ákveðinn flokk.

Skildu aðrir flokkar vera búnir að stofna sambærileg samtök? Eigum við von á því að samtök um Skattalækkanir fari fram með miklum auglýsingum?

Skildi bókhald framtíðarlandsins vera opið?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband