Færsluflokkur: Bloggar
25.3.2007 | 13:00
Uppgjöf hjá Ómari?
Það virðist einhver bölsýni hlaupin í hið nýja framboð eftir að fyrstu tölur voru kynntar:
Þetta vissi Ómar áður en hann lagði af stað í þessa vegferð og því þýðir lítið að kvarta undan þessu núna. Það hefur alltaf legið ljóst fyrir að þessi nýju lög myndu skaða ný framboð, ekki heyrðist múkk í Ómari á þeim tíma þegar verið var að samþykkja þessi lög. Helst var það Arnþrúður Karlsdóttir sem lét eitthvað í sér heyra og svo ungliða hreyfingarnarnar. Aðrir flokkar þökkuðu bara pent fyrir sig, og fögnuðu að núverandi kerfi væri fest frekar í sessi og mun erfiðara væri fyrir nýja flokka að komast að.Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.3.2007 | 11:27
Umræða um samkynhneigða
Þetta verður svo ansi hreint mögnuð umræða, sem snýst aðalega um útúrsnúninga Jóns Vals og ritskoðun á hans eigin athugasemdakerfi. Hvernig hann einn virðist hafa rétt á að skilja biblínua, eftir sínu nefi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
25.3.2007 | 11:11
Lágflug
Hin merkilega fréttin í þessum tölum er að Frjálslyndir eru að þurkast út. Líkur á að þeir nái ekki inn einum einasta manni. Það hljóta að koma einhver viðbrögð við þessu.
![]() |
Íslandshreyfingin með 5% fylgi samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.3.2007 | 20:48
Fjármálaráðherra kærður
Karlmaður hyggst kæra ráðherra fyrir að hagnast á vændi
Karlmaður á fimmtugsaldri kveðst hafa selt erlendri fiskverkunarkonu blíðu sína og ætlar að greiða virðisaukaskatt í ríkissjóð af því sem hann fékk fyrir. Hann hyggst síðan kæra fjármálaráðherra fyrir að hagnast á vændi. Karlmaðurinn leitaði til fréttastofu í dag og afhenti þar bréf, undirritað af ráðvilltri karlhóru í 101 Reykjavík. Í bréfinu segist hann vilja fá botn í ný lög sem leyfa vændi á Íslandi. Orðrétt segir hann: "Ef ég skildi þetta rétt þá má ég selja líkama minn og löglegt er að kaupa vændi, en þriðji aðili má ekki hagnast á vændinu að viðlögðum refsingum."
Karlmaðurinn segist búinn að útvega sér virðisaukanúmer, orðinn sjálfstæður atvinnurekandi og búinn að afgreiða fyrsta viðskiptavininn, sem mun hafa verið pólsk fiskverkunarkona. Fyrir blíðuna rukkaði maðurinn tíu þúsund krónur. Af því hyggst hann greiða 2450 krónur í virðisaukaskatt. Þá spyr karlmaðurinn í bréfi sínu: "Ert þú þá búinn að hagnast Árni, fyrir hönd ríkisins sem þriðji aðili, ekki satt? Og ættir þá að sæta fangelsi eða sekt..."
Karlmaðurinn ætlar, með stuðningi lögmanns síns, að kæra fjármálaráðherra eftir helgi fyrir að hagnast sem þriðji aðili á vændi. En samkvæmt nýsamþykktri breytingu á hegningarlögum stendur að hver sem hefur tekjur af vændi annarra, skal sæta fangelsi allt að fjórum árum en sektum eða fangelsi allt að einu ári ef málsbætur eru.
Aðstoðarmaður fjármálaráðherra vildi ekki tjá sig um málið þegar leitað var eftir því í dag en vísaði á ríkisskattstjóra sem væri yfirmaður skattheimtu í landinu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.3.2007 | 17:56
Hugmyndaríki
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.3.2007 | 16:36
Auðvitað!
Vísir, 24. mar. 2007 15:19Sala á geisladiskum hefur hríðfallið
Sala á geisladiskum hefur hríðfallið í Bandaríkjunum á þessu ári miðað við söluna árin þar á undan. Fyrstu þrjá mánuði þessa árs hafa aðeins selst 89 milljónir geisladiska miðað við 112 milljónir á sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram á fréttavef BBC. Aukningin á niðurhali á stafrænni tónlist vegur ekki þarna upp á móti því neytendur eiga það til að hala aðeins niður þeim lögum sem þeir kjósa að hlusta á af hverri plötu í stað þess að hala niður allri plötunni.
Um 288 milljónir einstakra laga var halað niður fyrstu þrjá mánuði þessa árs miðað við 242 milljónir laga á sama tíma í fyrra. Í samtali við fréttastofu BBC segir Mr. McGuire, tónlistarspekúlant, neytendur vera að senda tónlistarmönnum skilaboð með þessu. Þrátt fyrir þetta þá er langt í að stafræni markaðurinn taki við af hefðbundinni geisladiskasölu eins og við þekkjum hana en meira en 90% af allri sölu tónlistar kemur í gegnum sölu á geisladiskum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.3.2007 | 10:13
Bingi fer vel með þetta
Þó eitthvað af þessu væri hugsanlega upplogið hlýtur Bingi að vera gull af manni.
Hvað segja menn þegar svona birtast um sig? Ég gat nekki séð einn einasta galla á manninum og svo með þessa fyrirsögn. Formennskan hlýtur bara að vera á næsta leiti.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.3.2007 | 10:09
Ekki trúverðugar tölur
Annað atriði sem bendir til þess að Gunnar sé ekki alveg með puttana á púlsinum er að þegar hann er að bera saman fjölda í flokkunum, ber hann saman könnun frá árinu 2003. Bendir hann á að bæði Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin séu með mun fleiri skráða en gáfu sig upp árið 2003. Hvar hefur Gunnar eiginlega verið? Hefur hann ekki tekið eftir stórum prófkjörum hjá þessum flokkum? Síðan hann gerði þessar rannsóknir hafa verið bæði prófkjör til Borgarstjórnar sem og alþingis. Bæði höfðu í för með sér verulega fjölgun í flokkunum. Auk þess hafa verið væringjar í ungliðahreyfingum flokkanna með þeim fjölgunum sem því fylgir. Tölur frá 2003, eru því löngu úreltar tölur og þetta ætti Gunnar sem fræðimaður, sem vill láta taka sig alvarlega, að vita.
Það einnig áhugaverð hvernig hann telur að fjöldinn í flokkunum "gefi vísbendingar hvernig flokkarnir starfi". Gunnar veit full vel að þetta eru ekki vísbendingar, heldur er þetta eins og flokkarnir starfa. Allir. Er það óeðlilegt að menn "hafi fyrir því" að segja sig úr félögum sem þeir hafi skráð sig í? Sögusagnir um að það sé erfitt að segja sig úr flokk eru sögusagnir sem áttu hugsanlega við rök að styðjast áður en flokkarnir tóku upp tölvukerfi til utanumhalds. Ýmislegt bendir til þess að þessi tölvuskráning sé sýst hjá Frjálslyndum sem gátu ekki á auðveldan hátt svarað til um kynjahlutfall.
![]() |
40% kosningabærra Íslendinga í stjórnmálaflokkum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
23.3.2007 | 15:32
Peningar í poka
![]() |
Reglur gefnar út um reikningshald stjórnmálaflokka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.3.2007 | 12:51
Hvað gerir hann næst?
Ég veit ekki hvort það að láta spreyja á sig mazeúða, flokkist í þann hóp að ná til almennings.
Það er ýmislegt inni í æfingum lögreglu annað en þetta, maður veltir fyrir sér hvað hann tekur sér fyrir næst? Megum við eiga von á því að hann láti sparka í sig, til að kanna hvað hann þolir mikin sársauka?
![]() |
Úðinn fyrst og fremst óþægilegur" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)