Færsluflokkur: Bloggar

Hvað nú?

Það verður merkilegt að fylgjast með framhaldinu, það eru allir að hneykslast yfir þessu og það er væntanlega það sem þeir hafa viljað. Hins vegar sé ég ekki alveg að farið verði út í ferli að kæra þá. Annað merkilegt ákvæði sem er í gildi samkvæmt þessar frétt og ég hafði nú aldrei heyrt um:Rísi ágreiningur um notkun þjóðsöngsins sker forsætisráðherra úr um hann..

Ég get hvergi séð þetta ákvæði í lögum um þjóðsögninn er þar segir: 6. gr. Brot gegn ákvæðum laga þessara varða sektum eða [fangelsi allt að 2 árum].1) Með mál út af slíkum brotum skal farið að hætti opinberra mála. Hvar kemur forsætisráðherran inn í þetta? Það þarf bara að kæra málið og svo ákveða dómsstólar væntanlega hvort það hafi verið farið með sönginn á réttan hátt.
mbl.is Spaugstofumenn brutu lög um þjóðsönginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umræða um kynjahlutföllin

Undanfarið hef ég verið að skrifa á nokkur athugasemdakerfi vegna umfjöllunar í fréttablaðinu fyrir helgi, þar sem ýjað var að því að flokkarnir væru að ljúga til að kynjahlutföll. Mér fannst það skjóta ansi skökku við. Hérna er athugasemd sem var skrifuð á bloggi Einars Mar í kjölfarið á umfjöllun hans. Vildi bara halda þessu til haga á eigin bloggi:

Sæll Einar,

Það er gott, mér fannst Gunnar detta ofan í ansi slæma gryfju þegar hann var amk. að ýja að því að flokkar væri að ljúga til um þessi hlutföll.

Við sjáum að fjölgun í flokkum undanfarin ár hefur verið veruleg og mun meiri en sem nemur fólksfjölgun, bara svo sé miðað við þær tölur sem þú birtir í eldri pistli þínum hefur fjölgunin orðið milli 40 - 50% í stærsta flokknum. Þetta þýðir jafnframt að það er mjög erfitt að bera saman eldri rannsóknir við fjöldann í dag, bæði hvað varðar kynjahlutföll og hvort viðkomandi kannast eða kannst ekki við að vera í flokknum.

Það breytir því ekki að bæði eru margir í mörgum flokkum og margir sem kannast ekki við að hafa einhvern tíma veitt frænda eða félaga stuðning og gengið í flokkinn, þá hugsanlega í góðum hug en síðar breytt um skoðun.

Varðandi kynjahlutföllinn og kjósendurnar, virðist þetta eiga við nokkra flokka t.d. VG. Þar virðist hlutföllin vera út úr kortinu, þar sem mikill meirihluti eru karlar en hins vegar er mikill meirihluti kjósenda konur. Merkilegt en ég hef ekki heyrt neinn efast um þær tölur.

 


Við hverju búast þeir?

Það er alveg magnað að hlusta á Sól í Straumi. Á hverju áttu þau von á? Þeir peningar sem þetta fyrirtæki er að eyða í þetta markaðsstarf eru smáaurar miðað við þá fjármuni sem það hefur þegar eytt í undirbúninginn á þessari stækkun.

Ég veit ekki hvaða máli það skiptir heldur hversu svakalega stórt Alcan er, það er ekki eins og þessi barátta sem þeir eru með í gangi verði svo mikið sem 1 lína í ársreikningnum, né heldur nóta í bókhaldinu.



Það má virkilega deila á Hafnarfjarðarbæ fyrir að gera þetta ekki fyrir löngu síðan, áður en fyrirtækið var búið að leggja í alla þessa fjárfestingu. Ég er nokkuð viss um að menn væru ekki í sömu baráttu þá.
mbl.is Sól í Straumi segja Alcan í framboði án mótframboðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

En bleikar sundskýlur?

Þessi spurning er greinilega gerð til að vekja athygli á þessari ráðstefnu en henni er svo ekkert frekar svarað. Afhverju spyrja þau ekki bara hvort karlmönnum sé illa við bleikar sundskýlur. Ég veit amk. ekki um marga karla sem eiga bleikar sundskýlur. Afhverju skildi það vera.

Efni í ráðstefnu?
mbl.is Er körlum illa við bleika gúmmíhanska?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ZERO frumlegheit

Marsibil er ekki sátt með barmerkin sem VG hafa verið duglegir að framleiða. Mér finnast þetta skemmtilega ómálefnaleg barmerki. Þeir mega eiga það að þeir eru frumlegir.

Ég á ekki von á öðru en þeir muni búa til "Aldrei kaus ég Johnsen" fyrir næstu kosningar.

Kenningasmiðir

Það er alltaf gaman af svona kenningum. Menn eru fljótir að rekja þræðina, sérstaklega á litlu landi eins og Íslandi.

Prison Break blóðmjólkað

Nú eru komnar fréttir þess efnis að prison break 3 sé að fara í framleiðslu. Þar með er ljóst að það á algjörlega að blóðmjólka þetta concept. Ég skil ekki að þetta verði spennandi í 3 seríu.

Safnarar út í verslanir

Nú er síðasti séns fyrir safnara að skella sér út í verslanir og sækja sér TAB til minningar. Ég held að það séu orðnir frekar fáir tabmenn til, þeir séu allir komnir í aðra diet drykki, nóg er framboðið af þeim. Sjálfur hef ég ekki látið gabbast af auglýsingum og fjárfest mér í zero.
mbl.is TaB af markaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fleiri stór nöfn

Jón Axel boðar fleiri stór nöfn til liðs við Íslandshreyfinguna, en lítið hefur borið á þeim sem eru líklegir til að vera á listum. Nú er þeim farið að bráðliggja á að kynna lista.

Margir hafa verið að velta fyrir sér Bubba Morthens en hann var á fréttamannafundinum þar sem fylkingin var kynnt.

Önnur stór nöfn hafa ekki verið sérstaklega kynnt eða sýnileg.

Spurningin er hversu mikin kjörþokka hafa þessi nöfn, Jakob Frímann hefur sýnt það manna best að þótt hann sé vinsæll tónlistarmaður hefur hann lítinn kjörþokka.

Nýir tímar

Hafði mjög gaman af lestir pistils Egils Helgasonar um kosningavélarnar. Það verður gaman að fylgjast með kosningunum, nú þegar kannanir eru að detta inn áður en rauverulega barátta er hafin. Miðað við það er í raun furðu miklar sveiflur á fylgi og benda til þess að allt geti gerst.

Grein Egils

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband