Umræða um samkynhneigða

Á heimasíðu Jón Vals sem lengi hefur verið einn af fasta gestum Útvarpssögu, birtast nú útreikningar um hvernig er verið að ausa peningum í samkynhneigða og hvernig þeim tókst að narra borgarstjórann til þess að styrkja Gaypride gönguna.

Þetta verður svo ansi hreint mögnuð umræða, sem snýst aðalega um útúrsnúninga Jóns Vals og ritskoðun á hans eigin athugasemdakerfi. Hvernig hann einn virðist hafa rétt á að skilja biblínua, eftir sínu nefi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Útúrsnúninga? Stattu þig sjálfur betur en ég hef gert við að svara með skýrum rökum, þegar þar að kemur, að útúrsnúningsmenn kunna að mæta á vefsíðu þína, eins og gerzt hefur á síðunni minni, af því að hagsmunum þeirra og málstað var ógnað -- sem og skoðanabælingunni, sem ríkt hefur um þessi mál. Að ausa um 45 milljónum króna, jafnvel meira, í félag, sem árið 1999 taldi einungis 185 manns, og í auglýsingagöngur þess félags, um það fjallar grein mín. Þér finnst þetta kannski sjálfsagt, en gefðu þér ekki, að allir séu þér sammála, enda geta margir horft til síns eigin, ágæta félags, sem aldrei nýtur þó slíkrar velþókknunar stjórnvalda. En hefði Vilhjálmur Þ. leitað umboðs kjósenda sinna til að eyða 12 milljónum af útsvarsfé í þessa göngu, hefði hann sannarlega farið á mis við atkvæði mitt og margra annarra.

Jón Valur Jensson, 25.3.2007 kl. 12:03

2 Smámynd: TómasHa

Sæll Jón Valur,

Ertu á leiðinni á landsfund? Þú munt væntanlega hafa tækifæri til þess að ræða þessi mál þar.  

Ég las bara yfir athugasemdirnar hjá þér,  og sé hvernig það er ekki verið að svara því sem er sett fram heldur einhverju allt öðru.  Dæmi um þetta er eru orð krists, það getur vel verið að þetta sé túlkun frá 20. öld, en tilgangur orðanna og það sem hún meinti lá alveg fyrir.

Þú færð alveg prik fyrir að vera duglegur að svara. Fáir hefðu þessa elju til að svara öllum.  Hins vegar er þessi umræða löngu hætt að snúast um pistilinn þinn. 

TómasHa, 25.3.2007 kl. 12:43

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Sæll, Tómas. Nei, ég er ekki á leið á neinn landsfund!

Stíll þinn hér er knappur, og fjarri fer því, að þú náir hér utan um það, sem rætt var á síðu minni um orð Krists um grýtingu hórseku konunnar. Tilgangur orða hans og hvað hann meinti liggur ljóslega fyrir í textanum, og þarf ekki mig til að benda á það. Hins vegar lifa sumir hlutir alveg sjálfstæðu lífi, án rótfestu í Biblíunni, og þar á meðal eru losaralegar líberalista-útleggingar á því, sem þeir "frjálslyndu" halda að sé andi guðspjallanna. Það var kominn tími til, að þær mistúlkanir fengju á baukinn, enda fólu þær ekki í sér neina virðingu við Krist og anda hans, heldur voru einmitt notaðar til að veitast að náunganum og rétti hans til skynsamlegrar umræðu.

Svo vil ég, af því að ég gleymdi því fyrr í dag, hafna gersamlega orðum þínum um skilning á Biblíunni, þar sem þú heldur því fram, að ég "virðist hafa rétt á að skilja biblínua, eftir [m]ínu nefi." Hvernig dettur þér í hug að ætla mér þessa meiningu? Allir hafa leyfi til að skilja Biblíuna, og kirkjunni, en ekki sjálfum mér, treysti ég bezt til að gera það. Hins vegar er ég ekki fullur af þeirri uppgerðar-hógværð, sem sumir ætlast kannski til, að nútíma-guðfræðingar eigi að viðurkenna afstæði allra hluta og óvissuna sem einu vissuna! Og ég kannast við margan misskilninginn á Biblíunni, þegar ég sé hann, ekki vegna einhverra guðfræðiprófa sem ég búi yfir, heldur vegna 35 ára lesturs og íhugunar um Ritningarnar. -- Svo bið ég þér blessunar Guðs.

Jón Valur Jensson, 25.3.2007 kl. 18:04

4 Smámynd: TómasHa

Sæll Jón Valur,

Við vissum báðir alveg hvað konan var að meina, en í stað þess að svara henni, ferðu út í langar útskýringar á kristninni en svarar ekki því sem konan var að tala um.  Það getur vel verið að ég hafi ekki náð þínum útskýringum, en það breytir engu um upphaflegan skilning.  

"Það vill svo til að ég er lærður í textafræðum Biblíunnar sem guðfræðingur og stend því hér á traustari grunni en Ómar þessi."

Þetta eru þau orð sem ég er að meina þegar ég skrifaði þetta.  Þú svarar því ágætlega hér fyrir ofan hvernig stendur á þessum orðum.  Ég held einmitt að sú menntun sem komi af lestur biblíunnar í 35 ár, sé mun meiri en prófgráða í guðfræði.  Það er heldur ekki hægt að dæma fólk og meta hvort þú eða viðkomandi hafi meiri menntun og því sé meira marktakandi út frá einhverju slíku ranki.

TómasHa, 25.3.2007 kl. 18:32

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Sorglegt er fyrir þig að standa í þessu, Tómas. Þú gerir frekar lítið úr mér í örpistli þínum hér fyrir ofan. Tilgangurinn er kannski að bera blak af gjörð Vilhjálms Þ. (sem aldrei var borin undir kjósendur), og þá henti það e.t.v. að gera lítið úr afstöðu minni á einhvern hátt? En ég gagnrýndi hann ekki af því að mér væri ekki hlýtt til hans -- hann var minn frambjóðandi sl. vor, og ég mælti ítrekað með honum opinberlega. Vonbrigði mín eru því mikil, þegar ég sé hann falla svona flatan fyrir ásókn áróðursafla.

Svo fór ég nákvæmlega rétt með þann texta Jesú, sem þessi kona var að misnota. Ég læt ekki hamast á mér með texta, sem rangt er skilinn í huga gagnrýnenda minna, og láta lesendur mína halda, að ég sé að haga mér andstætt boðum Krists. Sá var tilgangur konunnar að smyrja því á mig, og það var ekki réttmætt, punktur og basta. Þú getur ekkert vaxið á því að rangtúlka þetta hér í fjarlægð.

Að sjálfsögðu tel ég mig hafa staðið á traustari grunni í skilningunum en sá vantrúaði Ómar, og það kemur bæði til af velviljuðum langtímaskilningi mínum á orðum frelsara míns og af þjálfun minni í textarýni. Ég ætla ekki að vera með neitt uppgerðarlítillæti hér í því forminu, að ég kunni ekkert meira í mínum fræðum en hver gasprarinn sem dettur í hug að vera með brjótstvitsyfirlýsingar um innihald kristindómsins. Hafir þú lært tiltekin fræði, geri ég ráð fyrir, að það sama eigi við um þig, að þú lætur ekki þá, sem aldrei hafa lært þau, setja þig upp við vegg og þykjast fróðari en þú í því öllu saman. Og nægi þér ekki þetta svar, býð ég þér yfir á síðuna mína, þar sem þú getur dregið í efa þá túlkun mína, sem þú leyfðir þér þér að fleipra með, að væri útúrsnúningur eða óviðeigandi útskýringar. Takirðu ekki áskoruninni, getur við látið þetta mál niður falla.

Jón Valur Jensson, 25.3.2007 kl. 19:37

6 Smámynd: TómasHa

Það var ekki meiningin að efast um þekkingu þinni á biblíunni, frekar það attitute sem birtist í commentum hjá þér. Þú hefur útskýrt það ágætlega.   Ég efast ekki um að þú sért með yfirburða þekkingu á biblíunni og textafræðum hennar.

Það er rétt að þrátt fyrir að þetta séu miklir peningar, tel ég þetta ekki vera austur í þessi samtök og Vilhálmur hafi ekki gert mistök.  Sjálfum finnst mér sómi af Gaypride, þáttakan á hátíðinni bendir til þess, ekki bara félagsmanna heldur alls almennings. 

TómasHa, 26.3.2007 kl. 09:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband