Færsluflokkur: Bloggar
3.5.2007 | 01:37
Flott heimasíða hjá Sjálfstæðisfélögunum í Breiðholti
Breiðholtið.is
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
2.5.2007 | 21:57
Krísufundur hjá RÚV
Maður skilur bara ekki að fréttastofa skuli taka áhættu á að eyðileggja það góða orðspor sem þeir hafa haft.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.5.2007 | 21:38
Slæm könnun
Það er nokkuð merkilegt við þessa könnun að hún er ekki góð fyrir neinn flokk. Vinstri grænir virðast vera að missa það flug sem þeir hafa verið á, litlu flokkarnir tveir ná ekki að manni og þriðji litli flokkurinn nær heldur ekki að manni. Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig manni en missir prósentustig. Þetta er vegna dreifingaratkvæða. Hins vegar er en 40% sem neita að svara en Framsókn og vinstri flokkarnir hafa vanalega átt meira inni í þessu fylgi.
Hérna er skemmtileg mynd af vísisvefnum:
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.5.2007 | 20:05
Merkileg umfjöllun í Íslandi í bítið
Það er merkilegt að Starfsgreinasambandið skuli með þessum hætti vera komið á kaf í pólitík nú nokkrum dögum fyrir kosningar. Ef starfsgreinasambandið væri að blanda sér í pólitík, væri mun nær að það væri um málefni sinna félagsmanna en ekki hver verður skipaður næsti forstjóri Landsvirkjunnar.
Geir svarar hérna á mjög skýrum hætti að það sé ekki á dagskrá á næstunni að selja Landsvirkjun. Það að hlutur Ríkisins sé seldur í Hitaveitu Suðurnesja þýðir ekki að ríkið, ætli að selja Landsvirkjun.
Mér þætti líka fróðlegt að heyra í þeim manni sem gæti fullyrt það um söluna á þessum hlut að hérna væri um gjöf eða einkavinavæðingu að ræða. Það er hægt að gera ýmislegt fyrir þá milljarða sem fengust fyrir hlut ríkisins.
Stjórnarflokkar ekki rætt um sölu á Landsvirkjun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.5.2007 | 15:36
Kemur ekki á óvart
Þrátt fyrir þessar framboðstilraunir hefur þeim í raun ekki tekist að koma umræðunni um þessi mál, það er í raun óvíst hvort þeim hefði tekist það þrátt fyrir að hafa náð að koma fram með framboðslista.
Sjálfur get ég ekki annað en sagt:"Told you so", þetta var alltof dreifður hópur og alltof umdeildur.
"Klæðskerasniðið fyrir gömlu flokkana" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.5.2007 | 15:30
Ekki Johnsen
Árni flytur lögheimili í Þykkvabæ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.5.2007 | 09:52
EKki á dagskrá
Ég sé ekkert í augnablikinu sem er brýnt að ráðast í en sjálfsagt gerast slíkir hlutir í framtíðinni.
Þetta er auðvitað snilldarplott hjá Skúla að kasta þessu inn í umræðuna með þessum hætti, brillíant uppsett með réttum nöfnum á réttum stöðum. Algjörlega heimdildarlaust, bara ólýgin sagði.
Þetta er bara látum þá neita því aðferðin, sem er mun eldra og þekktara en smjörklípuaðferðin.
Telur líklegt að fleiri orkufyrirtæki verði einkavædd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.5.2007 | 09:34
Hörundusárir VG
Í leiðinni kíkti ég inn á kosningasíðu framsóknarflokksins, svakalega er mikið fjármagn í gangi á þeim bænum, netauglýsingar og auglýsingastofuframleiddar sjónvarps/netauglýsingar. Það væri þó skynsamlegra fyrir framsókn að sýna þessar auglýsingar frekar en sund og samlokuauglýsingarnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.5.2007 | 09:22
Streingrímur missir stjórn á sér
Það var ótrúlegt að horfa Steingrím missa stjórn á sér við áhorfenda úr sal, þegar Hjörtur spurði hann. Hann varð alveg trompaður. Ástæðan er auðvitað sú að þetta er alveg hárrétt, hann skrifaði þetta og sagði og síðar staðfesti varaformðaur flokksins þetta. Það var gert í útvarpsviðtali, en ekki prenti, sem betur fer fyrir hana.
Í stað þess að skrifa heila romsu um þetta ætla ég að birta svar Egils úr athugasemdarkerfi Hjartar.
Þetta er ekki rétt hjá þér því samkvæmt umræddri frumheimild sem þú vitnar í segir Ögmundur,
"Spurningin er þá eftirfarandi: Er jafnaðarsamfélaginu fórnandi fyrir 12 milljarða og nokkra stráka og stelpur í silkigöllum; þotuliðið? Eða eigum við að snúa spurningunni við: Er þotuliðinu fórnandi fyrir meiri jöfnuð og félagslegt réttlæti? Mitt svar er játandi, einnig svar Ólínu."
Skv. ofansögðu spyr Ögmundur hvort hvort jafnaðarsamfélaginu sé fórnandi fyrir 12 milljarða (í merkingu skattar bankanna og því meinar hann bankanna) OG nokkra stráka og stelur í silkigöllum þ.e. þotuliðið (það er alveg efni í sérgrein hvernig hann talar niður til bankastarfsmanna).
Egró: Hann vill frekar fórna 12 milljörðum og þúsundum starfsmanna íslenskra banka eingöngu vegna þess að honum finnst þeir ekki borga nægjanlega hátt hlutfall af hagnaði sem hann segir að sé 120 milljarðar á 9 mánuðum.
Við hin spyrjum hvort það sé virkilega betra að allir séu jafnir með því að fá ekki neitt eða hvort sé betra að fá 12 milljarðana og sumir eigi aðeins meira. Ég vísa í svokallaða kökuhagfræði minni skoðun til stuðnings og ég skrifaði um á blogginu mínu í dag og tek mér það bessaleyfi að birta hér í heild sinni.
Þegar öfundin herjar á viskunaÖgmundur Jónasson, formaður BSRB, ræddi m.a. jöfnuð og stöðugleika í 1. maí ræðu sinni og tók m.a. dæmi af afmælisboði þar sem súkkulaðikaka var á borðum (ræðuna í heild má finna með fréttinni);
"...Í fyrsta lagi þarf að tryggja jöfnuð og stöðugleika. Við þekkjum þetta úr barnaafmælisboðunum. Súkkulaðikakan dugði fyrir hópinn ef hver fékk sína sneið. Hún hefði aldrei dugað fyrir alla ef skiptingin hefði verið í samræmi við tekjuskiptinguna á Íslandi í dag. Einn tíundi hluti þjóðfélagsins tekur til sín fjórðung allra tekna landsmanna. Krakkarnir hefðu séð ranglætið í átta ára afmælisboðinu ef einn afmælisgesturinn hefði hámað í sig fjórðunginn af kökunni. Réttlætiskenndin má ekki dofna þótt aldurinn færist yfir..."
Að mínu viti eru þrjár leiðir í stöðunni en ekki bara ein;
1) Fyrsta leiðin er sú sem Ögmundur lýsir í dæmisögu sinni og það er að bjóða upp á eina köku af fyrirfram ákveðinni stærð og henni er skipt jafnt. Kosturinn við þessa leið er sá að enginn þarf að leggja neitt sérstaklega á sig og allir bíða rólegir eftir að þeim er skammtað. Vandamálið við þessa leið er sú sumar sneiðarnar gætu verið örlítið stærri vegna skekkju við skurð og það gæti valdið öfund meðal einhverra krakkanna og ekki má gleyma uppvaskinu.
2) Önnur leiðin er að bjóða alls ekki upp á neitt í afmælinu. Kosturinn er að þá næst fullkomið jafnrétti, öfundin nær ekki að skjóta upp kollinum og ekki þarf að vaska upp. Vandamálið er að enginn fær neitt.
3) Þriðja og síðasta leiðin er annars eðlis. Hún er á þá leið að góður vinur afmælisbarnsins býður afmælisbarninu að baka aðra köku, nákvæmlega eins, því að kostnaðarlausu. Umræddum vin þykir súkkulaðikakan einstaklega góð og hefur með útsjónarsemi lært að baka hana. Sem gjald fyrir greiðann óskar hann þess að fá þrjár sneiðar.
Þegar afmælisboðið stendur sem hæst eru tvær kökur bornar fram við mikinn fögnuð viðstaddra enda hafði það verið vani í vinahópnum að bera aðeins fram eina köku. Afmælisbarnið þakkar vini sínum fyrir að nú geti allir í afmælinu fengið eina og hálfa sneið en ekki bara eina. Í staðinn fái vinurinn þrjár sneiðar. Krakkarnir hylla vininn sem hetju. Kosturinn við þessa leið er að allir fá meira en upphaflega stóð til og öfundin lætur ekki á sér kræla. Vandamálið við þessa leið er enn meira uppvask.
Auðvitað væri jöfnuðurinn meiri ef leið eitt og tvö væru farnar. Afmælisbarnið velur þó auðvitað leið þrjú. Þar er heildarhagurinn mestur. Barnið sér strax að meiri viska liggur í því að taka góðu boði vinarins, þó hann beri meira úr bítum, í stað þess að láta öfundina ná yfirhöndinni. Þannig eykur barnið hag allra umfram það sem til stóð en vinurinn fær meira sökum útsjónarsemi sinnar.
Ég er sannfærður um það að ef aðferðir þriðju leiðarinnar væru nýttar á öllum sviðum þjóðfélagsins þá væri hægt að styrkja velferðarkerfið, menntakerfið og reyndar þjóðfélagið í heild sinni enn frekar. En það myndi alveg örugglega þýða að einhverjir bæru meira úr býtum eins og Ögmundur hnykkir á í ræðu sinni þegar hann segir;
"...Hann heldur ekki upp á afmælið sitt á glæsihótelum í útlöndum fyrir tvö hundruð milljónir, hann kaupir sér ekki prívatþotu í Bandaríkjunum eða glæsivillu á Bahamaeyjum..."
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.5.2007 | 08:59
Tópasauglýsingar í kröfugöngu
Ég veit ekki hvað þeir ætluðu að ná fram með þessu, en að eyðileggja þannig kröfugönguna til þess að fá ókeypis auglýsingatíma.
Ég trúi því varla að menn hafi ætlað að eyðileggja 1. maí göngun, með því markmiði að slæm umfjöllun sé betri en engin.
Sem betur fer fyrir Tópas, þá eru íslenskir neytendur mjög lélelgir í að refsa fyrirtækjum fyrir svona vitleysu.
Talandi um kröfugönguna var frábært að sjá að gamlir herstöðvaranstæðingar eru búnir að mála yfir skiltin sín og nú stendur í staðin fyrir herinn burt og engan her.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)