Færsluflokkur: Bloggar

Kynskiptingar ósáttir

Það er frétt á Vísi um að kynskiptingar séu ósáttir við það orð og vilji að það verði notað orðið transgender, hitt sé svo líkt kynvillingi! Svo eru þeir ósáttir við fréttaflutninginn, þar sem það hafi verið lítið gert úr kynvillningnum.

Aldrei þessu vant er ég bara fullkomlega sammála Eiríki, kynskiptingur er bara gott íslenskt orð, og það eru engir fordómar bundnir því. Það dettur heldum enginn í hug orðið kynvillingur, þetta er alveg fráleit álykun bara af því forskeytið er það sama fari menn að tengja orðin saman. Þarna er verið að taka gott íslenskt orð og reyna að skella inn enskri slettu.

Svo að það hafi verið að níðast á manninum sem ráðist var á, og vegsama hinn. Ég man ekki eftir þessu á þann hátt amk,en hins vegar var þessu líst. Hvernig árásarmaðurinn hélt að hann væri á leiðinni heim með dömu en svo kom í ljós typpi. Auðvitað var gaurinn svektur og af skiljanlegum ástæðum. Ég hefði líka orðið það.

Kemur lítið á óvart

Miðað við allan þann innflutning á hjólum sem var í fyrra kemur þetta lítið á óvart, hjólunum fjölgaði um tugi prósenta á einu ári og væntanlega ætla menn að nota þessar gripi.

Það er ágætis mælikvarði á góðærið í landinu, þegar slíkur fjöldi ákveður að láta gamlan draum rætast og fjárfesta í svona dýrum tækjum.
mbl.is Metþátttaka hjá Sniglunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Símaskráin ekki hress

SimaskraSímaskráin virðist eitthvað óhress þessa stundina, amk. virkar hún ekki en birtir þessa hresssu tilkynningu, sem ég hef nú ekki lesið en ímynda mér að vísi ekki á gott.

Góður árangur en mikil óvissa

Þetta er óneitanlega mjög góður árangur en hjá Sjálfstæðisflokknum en greinilega er en mikil óvissa þar sem 40% þáttakanenda neita að svara. Það má því ætla að það sem eftir verði af kosningabaráttunni verði skemmtilegt, þegar þessi 40% eiga eftir að raða sér inn á flokka.

Miðað við staksteina eru það framsóknarflokkurinn og Vg sem hafa eytt mestum peningum í auglýsingar nú þegar. Þetta kemur kannski ekki á óvart þar sem þesssir tveir flokkar hafa átt á brattan að sækja, en VG virðist vera að tapa því mikla flugi sem flokkurinn var á. Framsókn hefur verið að hughreysta sig við það að þeir fá alltaf meira upp úr kössunum, en segjast ætla að kjósa þá í skoaðanakönnunum. Vandamálið er kannski að það eru örfá prósent en til þess að það virki, þurfa þeir verulega viðbætur. Ekki hjálpar svo umræðan í kringum Jónínu Bjartmars, dómstóll götunnar hefur afgreitt það mál, þótt hún hafi staðið í hárinu á Helga Seljan.

Pétur Gunnarsson sagði frá nýjum baráttuaðferðum hinna flokkanna, það er kannski kominn tími til að fleiri flokkar endurskoði baráttuaðferðir sínar?
mbl.is Sjálfstæðisflokkur með 40% fylgi samkvæmt könnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott að hafa aðgengi úr gagnasafninu

Mér hefur alltaf fundist hálf asnalegt að áskrifefndur moggans hafi þurft að greiða fyrir að fá aðgengi að gagnasafninu, þeir hafa jú keypt blaðið og eðlulegt að koma til móts við fólk með þessu. Núna hefur mogginn breytt til og áskrifefndur fá að leita að 5 greinum á mánuði, sem er í raun miklu meira en nóg fyrir venjulega notendur.
mbl.is Aukin þjónusta við áskrifendur Morgunblaðsins á mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skiluðu of seint!

Þetta er ótrúlega klaufalegt af þeim. Þessi frestur er vel auglýstur og allir vissu hvenær honum lauk. Hvernig má það vera að með klúðra svona lykilatriði! Það er lágmark að ná að skila listunum á réttum tíma.
mbl.is Baráttusamtökin skiluðu inn gögnum í Reykjavík suður eftir að frestur rann út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ótrúlega léleg

Eftir alla þessar yfirlýsingar og umræðu frá Baráttusamtökunum, þá ná þeir bara einum lista og það í norðaustur. Það er hreint ótrúlegt að þeir hafi ekki náð að klára framboðsmálin sín í Reykjavík, þar sem flestir sem eru í samtökunum eru búsettir.
mbl.is Baráttusamtökin aðeins fram í einu kjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekki málið að skella sér í framboð?

Nú er bara vonandi að fleiri ákveði svona og sendi það í fjölmiðla en svo er bara að skella sér í framboð.  Safna aurunum og deila á milli þeira sem koma með manni á framboðslista.  Þetta gæti verið nokkur búbót fyrir fátæka Íslendinga.

Hitt er annað mál að framboðsfresturinn er útrunninn, það gæti tafið heimtur ef þess er krafist að flokkarnir séu í framboði til Alþingis 2007. 


mbl.is Brimborg styrkir alla stjórnmálaflokka um 300 þúsund krónur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lofa áfengi í verslanir

Undanfarin þing hafa nokkrir ungir þingmenn lagt til að áfengi verði sett í verslanir. Þessum hugmyndum hefur alltaf verið hafnað.

Það vakti því athygli mína að lesa í Menntaskólablaðinu Verðandi var auglýsing frá Framsóknaflokknum þar sem menntaskólanemendum er lofað áfengi í verslanir.

Nú þegar eru fjölmargir frambjóðendur Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins sem eru á þessu. Nú þegar Framsóknarflokkurinn lofar þessu í hlýtur þetta að vera eitthvað sem verður afgreitt á næsta þingi.

Vörutorgið

Vörutorgið er eitthvert skemmtilegasta sjónvarpsefni sem hægt er að horfa á morgana, slær amk. út tónlistarmyndbönd með misfáklæddum konum og misleiðinlegtri tónlist.

Snilldin er auðvitað hvað þetta er fáránlega uppsett, það er verið að selja eitthvað drasl og það er talað um þetta eins og þetta sé gull. Orðin frábært, einstakt og hefur selst gríðarlega voru nokkuð algeng í þessu. Ég trúi því ekki að íslendingar séu að falla fyrir þessu í stórum stíl. Þeir eru auk þess að keyra sömu vörurnar á fullu, þannig að þeir sem á annað borð eru að horfa á þeim tímum sem þeir eru að auglýsa hljóta að hafa ráðist í kaupin fyrir löngu.

Þeir fá þó plús fyrir að vera fyrstu sem reyna svona markaðssetningu af einhveri alvöru. Sjónvarpsmarkaðurinn spilaði á sínum tíma bara erlend myndbönd.

Eins og þeir myndu segja þetta, þá er þetta alveg einstakt!

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband