8.5.2007 | 13:00
Merki Íslandshreyfinginarinnar stolið?
Ég spái því samt að einhver hafi setið með hönnuði í marga klukkustundir og fundist hann hafa komið upp með flott merki (og eytt fúlgu fjár). Ég efast um að þeir hafi googlað þetta á netinu og ákveðið að stela því.
Maður veit samt aldrei. Auðvitað geta menn treyst því að þetta komist ekki upp.
Sjálfur sat ég einmitt yfir hönnuði og lét hanað fyrir fyrirtækið mitt merki, fyrir stuttu síðar rakst ég á merki sem var nánast eins. Hins vegar efast ég um að þeir hafi séð mitt merki og ákveðið að stela því.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.5.2007 | 09:53
Flytur mogginn áróður?
Ég hef svo sem ekki orðið var við að Mogginn hafi verið að fylgjast með fréttaskýringarþáttum samkeppnisaðila síns og grípa boltann daginn eftir. Ekki minnist ég þess að mogginn hafi fjallað um Byrgismálið daginn efti, né nokkurt annað atriði sem nokkurn tíman hefur komið fram í þeim þætti.
Ég skil svo sem vel að Sigurjón sé svektur, þetta átti að vera stóra bomban þeirra, ég hafði alla vegna heyrt af þessu fyrir löngu, að Kompás átti að vera með stóra sprengju, sem myndi birtast í seinasta þætti fyrir kosningar. Hafi þetta verið það var hún ekki mjög stór sú sprengja.
Ég var að skoða myndina af Sigurjóni á blogginu hans, þar er hann mjög niðurlútur. Maður skilur það svo sem miðað við fylgi flokksins hans þessa dagana.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.5.2007 | 08:58
Kveiktu kommarnir í Valhöll?
Stóra spurning dagsins hlýtur að vera: Hvar var Villi borgarstjóri?
![]() |
Eldur í gámi við Valhöll |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.5.2007 | 02:04
Kommarnir kveikja í Valhöll
Hann sagði mér svo að "án gríns" hefði hann séð reyk frá húsinu. Ég sé ekkert um þetta í fréttum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.5.2007 | 16:48
Að grobba sig af netsjónvarpi
Mér finnst það ekki neinu stórtíðindum sæta að stjórnmálaflokkur skuli getað komið netsjónvarpi á heimsíðuna sína. Prófkjörsframbjóðendur hafa lengið boðið upp á þetta og meira að segja hverfafélag Sjálfstæðisflokksins í Breiðholti halda úti eigin vefsjónvarpi.
Slóðin hjá þeim er www.breidholtid.is
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.5.2007 | 16:38
Góð niðurstaða fyrir Sjálfstæðisflokkinn
Miðað við þessa könun yrði þetta mjög góð niðurstaða fyrir Sjálfstæðisflokkinn, fylgi hans hefur vaxið um 4% síðan í seinustu könnun. Það vekur athygli að enn eru 40% sem annað hvort neita að svara eða eru óvissi þannig að það er til mikils að vinna fyrir flokkana á lokametrunum.
Ég spái því líka að Jón mun enda inni en reynsla hefur sýnt sig að Framsókn hefur bætt við sig á seinustu metrunum. Þrátt fyrir að ég sé ekki hrifinn af auglýsingum Framsóknar hefur miðaldra fólk, sem ég hef talað við, hrósað þeim og sagt að þær vekji traust.
![]() |
Gallupkönnun: Formaður Framsóknar nær ekki kjöri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.5.2007 | 13:57
Áfengið og Framsókn
Þegar ég las þessa auglýsingu áttaði ég mig ekki á því að þetta væri sérstaklega auglýsing frá ungum, þegar ég skoða hana aftur núna eftir að hafa fengið þær útskýringar þá er sett inn kind í hornið og auglýsing á kind.is. Það kemur hins vegar hvergi fram í þessari auglýsingu að hún sé frá ungum framsóknarmönnum.
Margir ungliðar vilja fá áfengi í verslanir, en þeir ungliðar hafa ekki verið að auglýsa það í blöðum menntaskólanema.
Hérna fyrir neðan er auglýsingin sjálf úr blaðinu:

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.5.2007 | 13:34
Flott hjá þeim
Það er mjög flott hjá þeim að gera þetta, ég veit samt ekki alveg tilganginn netið er einmitt mjög góður kostur fyrir marga heyrnarlausa, þar sem hægt er lesa stefnuna beint af skjánum. Margir hafa einnig farið í mikla vinnu til að gera síðurnar sínar læsilegar fyrir sjónskerta líka, þannig að tölvuupplesararnir eigi auðveldara með að lesa síðurnar.
Auðvitað er það mun persónulegra að hafa þetta á táknmáli frekar en að lesa þetta.
![]() |
Stefna Íslandshreyfingarinnar birt á táknmáli á vef flokksins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.5.2007 | 17:38
Mogginn gripið þetta
Mikil umræða skapaðist um þetta á blogginu mínu í gær en það nokkuð á óvart, en þrátt fyrir að hafa rekist inn á bloggið hennar reglulega, er það ekki minn tepottur. Anna.is hefur líka verið með áhugaverðar sögur fyrir þá sem hafa áhuga á að lesa svona, ég hef svo sem heldur ekki verið dyggur lesandi Önnu, en hún er einnig gríðarlega vinsæll bloggari. Kannski á ekki á skalanum leit.is.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.5.2007 | 15:10
Enga trú á stórum sigrum
Í hvert einasta sinn höfum við svo komið til baka með skottið á milli lappanna, án þess að hafa komist upp úr undankeppninni.
Mín spá er að svo verði líka að þessu sinni.
![]() |
Evrovision-hópurinn lagður af stað til Finnlands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)