Áfengið og Framsókn

Ég benti fyrir nokkru á að Framsóknarflokkurinn væri að auglýsa áfengi í verslanir í menntaskólablaðinu Verðandi. Nú hafa fjölmiðlar pikkað þetta upp. Framsókn hefur bent á móti á að margir ungliðahreyfingar eru með þetta á stefnuskrá sinni en ekki flokkarnir sjálfir.

Þegar ég las þessa auglýsingu áttaði ég mig ekki á því að þetta væri sérstaklega auglýsing frá ungum, þegar ég skoða hana aftur núna eftir að hafa fengið þær útskýringar þá er sett inn kind í hornið og auglýsing á kind.is. Það kemur hins vegar hvergi fram í þessari auglýsingu að hún sé frá ungum framsóknarmönnum.

Margir ungliðar vilja fá áfengi í verslanir, en þeir ungliðar hafa ekki verið að auglýsa það í blöðum menntaskólanema.

Hérna fyrir neðan er auglýsingin sjálf úr blaðinu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband