Bollywood strikes again

Nú gengur myndband á netinu sem ég einhvern veginn held að sé ekki upprunið úr Valhöll. Það er svona einfalt bollywood dæmi, þar sem menn setja hausinn á Geir inn á dansara. Væntanlega er hægt að velja úr nokkrum myndböndum. Hérna er myndbandið.

Enga nýsköpun hjá Samfylkingunni

Dofri Hermannsson gerir að umræðuefni Háskólann sem er verið að ræða um á Keflavíkurflugvelli. Þar fóru nokkrir mjög öflugir einstaklingar af stað og vilja flytja út þekkingu, einn þessara aðila er Runólfur fyrverandi rektor Bifrastar.

Stundum er verið að gangrýna flokkinn fyrir að gera ekki nóg í menntamálum en þegar stutt er við bakið á framtaki eins og þessu er kosningalykt af málinu.

Það er mjög erfitt að skilja svona gagnrýni, hjá fólki sem er að tala um að virkja þekkingu en ekki fossa.

Að trufla fjarskipti hersins

Það er ekki lítið á þessi kynlífstæki lagt. Ekki skil ég fyrir mitt litla lífa afhverju einhvern ætti að langa í svona tól, en þau eru víst nokkur í þessum geira sem ég ekki skil.

Miðað við ótta kýpverja, ætli það sé hægt að fjarstýra þessu milli bæjarhluta?

mynd
Hjálpartæki ástarlífsins.
Vísir, 10. maí. 2007 14:38

Enga víbratora hér

Fjarstýrðir víbratorar hafa verið bannaðir á Kýpur. Breska fyrirtækið Anne Summers framleiðir þessi og önnur hjálpartæki ástarlífsins. Fyrirtækið hefur beðið kýpverska viðskiptavini sína afsökunar á því að þeir fá ekki að njóta þessarar tækninýjungar.

Ástæðan fyrir banninu er sú að hermálayfirvöld á Kýpur óttast að þessi fjarstýrðu áhöld geti truflað fjarskipti hersins.

Anne Summers segir að fjarstýringarnar dragi ekki nema í mesta lagi sex metra. Það sé því mjög ólíklegt að þær geti truflað fjarskipti hersins.

Nema náttúrlega það sé miklu meira gaman í fjarskiptastöðvunum en almennt sé vitað um.

Nýtt Magna æði?

Íslendingar kunna þetta núna, hætta þessum vökum og stilla bara á Hawaii tíma.
mbl.is Íslendingur tekur þátt í nýjum raunveruleikasjónvarpsþætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvers eiga Tómas og Kata að gjalda?

Mogginn er nokkuð fyndinn þegar hann er að þýða nöfn. Minnir helst á Æskuna í gömlu daga, þegar Mikjáll var upp á sitt besta og var bara nokkuð slæmur.

Í þessari frétt er Davíð og Viktoría skýrð upp á íslensku en línunni neðar er talað um Tómas og Kötu en þau fá að halda sínum upprunalega nöfnum. Eru þau ekki nógu góð til að vera stílfærð upp á Íslensku.

Svo fyrst það er farið að skýra fólk upp á nýtt, ætti ekki að taka allt nafið, Davíð Bekkhamur.
mbl.is Viktoría og Davíð kaupa hús í hjarta Beverly Hills
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samfylkiningin hafnar samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn

Það var nokkuð merkilegt að heyra í Helga Hjörvari, sem í morgun hafnaði algjörlega samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Það væri bara ekki hægt að brúa bilið. Það voru engin vafi eða efi í þessu hjá honum.

Hann lofaði okkur vinstri vetri, með mikilli frosthörku :)

Geta konur ekki verið vinur?

Ég var að sjá þessa umfjöllun og velti fyrir mér hvort konur geta ekki verið vinir? Mér finnst þetta mál vera stormur í vatnsglasi og byggist líklega fyrst og fremst á að þeir sem fengu bréfið voru ekki sömu pólitísku skoðunar og þeir sem sendu bréfið.
mbl.is Bændakonur ekki ánægðar með bréf Einars Odds og Guðjóns Arnars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Takk fyrir Árni

Það er rétt að þakka Árna fyrir þetta framlag hans í kosningabaráttu Sjálfstæðisflokksins, þangað til að hann gerði þetta sýndu fáir málinu áhuga. Núna er hins vegar töluverður áhugi á málinu og ég get ekki hvernig er hægt að kvarta mikið undan því að loksins sjái fyrir endann á húsnæðismálum skólans.
mbl.is Segir úthlutun lóðar til Listaháskóla hneyksli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flottar breytingar

Ég er mjög ánægður með breytingarnar á blog.is, núna getur maður látið púka lesa yfir færslurnar, það eyðir auðvitað ekki út öllum villum. Hálf lesblindir menn eins og ég ættu að geta nýtt sér þetta.

Áhugaverðar greinar á Deiglunni

Ég bendi á tvær áhugaverðar greinar á Deiglunni. Annars vegar er Jón Steinsson að fjalla um heilbrigðismálin, sérstaklega eftir að Samfylkingin hefur lofað að eyða biðlistum. Gríðarlega aukning hefur verið á útgjöldum í þennan lið og spurning hvernig hvaða lausnir Samfylkingin er að bjóða upp á. Flokkarnir sem nú eru við völd hafa ekki boðið upp á lausnir en Samfylkingin hefur ekki heldur boðið upp á neinar lausnir. Heilbrigðisútgjöld vaxa og vaxa

Í öðru lagi ætla ég að benda á grein eftir Halldór Benjamín það sem hann ræðir um kosningaloforðin og meðal annars kosningaloforðið um fríar bækur í framhaldsskólum og hækkun persónuafsláttarins. Plástrapólitík.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband