Ellý upp úr þakinu

Getur einhver útskýrt það fyrir mér afhverju Ellý Ármanns er orðinn mesti stjörnubloggari landsins með meira en 2 sinnum meiri lestur en næsti maður og líklega meira en Steingrímur Sævarr náði nokkurn tíman.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Ég held að það sé sambland af innihaldinu og hver skrifar. Ég held að til langframa sé ekki hægt að halda neinum dampi með ekkert innihald. Þessar litlu sögur eða atvikslýsingar eru ansi vel skrifaðar, ég renndi yfir nokkrar alveg harðákveðin í að hneykslast á meintu klámi þarna en ég fann ekkert. Bara skoplegar aðstæður og samskipti kynja.  En ég held ekki að þessar sögur myndu vekja svona mikla eftirtekt ef einhver annar skrifaði þær t.d. ef þú myndir skrifa svona sögur þá værir þú samstundis dæmdur klúr. Björn Ingi prófaði sig aðeins með frekar hallærislegan en voða meinlausan fótboltabrandara og uppskar ádrepu og hneykslan.

Ég hugsa að ef Gunnar í Krossinum myndi blogga svona eins og Ellý þá myndi teljarinn líka hafa rokið upp. Það er eitthvað svo súrrelískt við það að kona sem brosir eins og prúðbúin dúkka við okkur á sjónvarpsskjánum og er komin á steypirinn bloggi svona.   

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 3.5.2007 kl. 11:52

2 Smámynd: Ásta Hrönn

Það er sennilega af því að hún er að blogga (eða skrifa smásögur sem hún birtir sem blogg) um hluti sem fólki finnst gaman að lesa :) Sögurnar hennar eru bæði fyndnar og skemmtilegar og og oftast um eitthvað sem einhver hefur lennt í einhvern tíma. Sögunum hennar hefur verið líkt við Sex and the City og það var nú efni í margar þáttaraðir alveg :)

Bottomline er: Hún er vinsæl því sögurnar eru skemmtilegar :)

Ásta Hrönn , 3.5.2007 kl. 11:53

3 Smámynd: TómasHa

Frábært, ég hef reynt að lesa þetta hjá henni en hef einhvern veginn ekki dottið inn í þetta en þetta er greinilega alveg rosalega vinsælt hjá fólki.  

Salvör, ég held að ég reyni ekkert að fara að skrifa sögur, enda kassaverkfræðingur af verstu sort.  Mönnum sem finnst VRII vera góð bygging er víst ekki viðbjargandi. 

TómasHa, 3.5.2007 kl. 13:14

4 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Var að vara við þessu hérna

Tómas Þóroddsson, 3.5.2007 kl. 13:37

5 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Ég vissi ekki að það væri einhver samkeppni á milli bloggara ,en Ellý hlýtur að blogga vel, ég þarf að skoða síðuna hennar.

María Anna P Kristjánsdóttir, 3.5.2007 kl. 15:36

6 Smámynd: Júlíus Valsson

Góð blogg verða ekki skrifuð af Muggum.

Júlíus Valsson, 3.5.2007 kl. 15:45

7 Smámynd: Púkinn

Ellú hefur einfaldlega hitt á rétta blöndu af afþreyingargildi og blogglengd.   Þessar létterótisku örsögur hennar eru einfaldlega verulega skemmtilegar og ekki skrýtið að flestir lesi þær.

Púkinn, 3.5.2007 kl. 16:46

8 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Hún er skemmtileg.

Jens Sigurjónsson, 3.5.2007 kl. 17:41

9 Smámynd: Eiríkur Ingvar Ingvarsson

Ætli það sé ekki áhugi á siðferði og almennu velsæmi sem keyrir menn áfram?

Eiríkur Ingvar Ingvarsson, 3.5.2007 kl. 17:52

10 Smámynd: Jens Guð

  Heimsóknir á blogg hennar margfölduðust á dögunum þegar eitthvert blaðið hlóð lofi á það.  Ég man ekki hvaða blað þetta var en sjálfur kíkti ég á blogg hennar í kjölfarið.  Þó að ég sé buinn að "sörfa" villt og galið um bloggheim í hátt á 3ja mánuð þá hafði ég aldrei kíkt á blogg Ellýar.  Ég var oft búinn að lesa fyrirsagnir og inngang bloggfærsla hennar án þess að það kveikti áhuga.

  En í áðurnefndri blaðagrein var bloggi hennar lýst þvílíkt krassandi og spennandi að ég gaf því séns.  Ég renndi yfir nokkrar færslur og það verður löng bið á að ég kíki aftur á blogg hennar.  Þetta höfðar alls ekki til mín.  En það er ekkert að marka.  Mér þykir "Beðmál í borginn",  "Aðþrengdar eiginkonur" og allt í þeim dúr ógeðslega leiðinlegt.  Aftur á móti þekki ég konur sem eiga vart orð til að lýsa yfirgengilegri hrifningu sinni á svona þáttum.  Ellý er klárlega að skora hjá kynsystrum sínum með sambærilegum efnistökum.  Og ekkert nema gott um það að segja.  Það hlýtur,  jú,  að vera tilgangurinn með bloggi:  Að skemmta lesendum. 

Jens Guð, 3.5.2007 kl. 20:58

11 Smámynd: Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir

Hennar blogg er ljósblátt og laust við vandlætingu. 

Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 3.5.2007 kl. 21:22

12 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Ellý hlýtur að vera best í bloggi, engin hefur tærnar þar sem hún hefur hælana, það er snilld að fá allt þetta fólk til að lesa færslurnar, einhverjir töfrar sem við hin höfum ekki náð tökum á. Einhver þarf að taka að sér að vera bestur!

Benedikt Halldórsson, 3.5.2007 kl. 22:43

13 Smámynd: TómasHa

María, auðvitað eru menn í einhverskonar samkeppni. Þetta snerist amk. ekki um það.  Svona til að setja þetta í samhengi fékk Ellí fleiri gesti en leit.is!  Mér finnst það stórmerkilegt og að þetta væri eitthvað sem ætti erindi í frétt.

TómasHa, 4.5.2007 kl. 09:04

14 identicon

Það er ekki skrítið að hún sé með fleiri heimsóknir en Leit.is, sá sem velur leit.is framyfir google er sturlaður.

Ólafur Pétursson (IP-tala skráð) 4.5.2007 kl. 18:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband