28.5.2007 | 11:12
Ekki samið við skuldara
Jarðvélar fá ekki gatnagerð í Borgarnesi
28. maí 2007
Ekkert verður af því að sveitarstjórn Borgarbyggðar taki tilboði Jarðvéla um nýlagningu vega í Borgarnesi, en það varð nýlega lægst í útboði, þar sem fyrirtækið hefur ekki staðið í skilum með opinber gjöld. Að sögn Björns Bjarka Þorsteinssonar, forseta sveitarstjórnar er alltaf athugað hvort viðkomandi verkbjóðandi sé í skilum með opinber gjöld eða ekki. Svo reyndist ekki vera í þessu tilfelli og verður því gengið til samninga við Borgarverk ehf. sem á sínum tíma átti næst lægsta tilboðið. Tilboð Jarðvéla hljóðaði upp á 99,9 milljónir króna en tilboð Borgarverks var 116,9 milljónir. Kostnaðaráætlun Borgarbyggðar hljóðaði hins vegar upp á 141,9 m. krónur. Um er að ræða nýlagningu vega í Borgarnesi í Bjargslandi II, Selás, Kárastaðaveg og göngustíg.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
28.5.2007 | 00:08
DEEP HEEP
Ég hef aldrei skilið þessar pásur á milli hljómsveita, með allri þeirri tækni sem er til er ekki hægt að flýta þessu ferli eitthvað? Þetta er eins og ef ég ætlaði að nota bílinn eftir konunni, þyrfti ég að rúlla út nýjum dekkjum. Eftir að upphitunarbandið náði að kynda upp í hópnum, tæmdist salurinn í þær 30-40 mínútur sem tók að koma Purple fyrir.
Purple byrjuðu frekar slæmir, Bjarni við hliðina á mér, sem var líkur vin dóra (og spilaði á gítar), samkvæmt Nikka vin Jonna púaði allan tíman á meðan fyrsta lagið var spilað. Ian Gillan var bara í gallabuxum og svarti peysu eins og hann væri að koma úr skoðunarferð. Hann virtist ekki vera í gírnum. Fljótlega komst hann algerlega í gírinn.
Þeir tóku líklega færri lög núna en seinast, þeir tóku gömlu slagarana en minna af nýju efni. Ástæðan er líklega sú að Ian Gillan tekur sér lengri pásur á milli, áður tók hann sér einu sinni hlé en núna var þetta nánast annað hvert lag sem hinir tónlistarmennirnir spiluðu sóló. Það var kannski ekkert síðra, en lögunum fækkaði fyrir vikið.
Það var ágætt að vera við hliðina á áðurnefndum Bjarna, hann hafði fengið sér nokkra bjóra og var mjög hress. Dansaði eins og brjálæðingur, smá hausa dangl manns hvarf við hlið hans trylltu sporum.
![]() |
Rokkað í Laugardalshöll |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.5.2007 | 15:43
Miði á deep purple og engin leið til að ná í hann!
Til stóð að halda spilakvöld í kvöld, með JCI félaginu mínu en þegar það datt uppfyrir vegna veikinda, þá ákvað ég að skella mér á Deep Purple, enda mikill aðdáandi. Ég skellti mér því inn á miði.is og fjárfesti í miða.
Þar er mér sagt að fara í næstu Skífu og sækja miðann minn. Tölvupósturinn sem ég fékk sendan, stendur stórum stöfum að þetta sé ekki miði og að ég geti ekki fengið endurgreitt. Ég verði að fara í næstu skífu. Ég fór í allar skífur á höfuðborgarsvæðinu og engin er opin, ég hringdi í þjónustuverið þeirra og það svarar ekki. Ég hringdi líka í concert en þar er bara opið á skrifstofutíma.
Nú hef ég greitt fyrir miða, sem ég er ekki með og engin leið virðist vera að nálgast fyrir tónleikana.
Að sjálfösögðu ætla ég að mæta með kvittunina mína og rífa kjaft, fyrr má nú vera. Ef miðinn var ekki til sölu átti miði.is bara að taka miðana úr sölu.
p.s. nokkrum mínútum eftir að ég póstaði fékk ég ábendingu að ég gæti farið frá 15 niður í höll og fengið miðann minn afhentan þar. Kemur í ljós en var kominn í stellinganrarnar að ibba gogg.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 15:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
27.5.2007 | 11:14
Skúffelsið
Nú er sem sagt komin tilkynning um að hann sé að dikta þetta upp, og eftirfarandi komment fylgdi með:
Brynja Hjaltadóttir, 27.5.2007 kl. 01
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
27.5.2007 | 10:09
Klóaleikur
Ég sá þetta auglýst í gær og hélt að mér hefði eitthvað missést.
Brillíant að vera 5 og fá skellinöðru í verðlaun.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
27.5.2007 | 01:38
Merkilega yfirlýsing frá Tónlist.is
Í sunnudags mogganum var nokkuð ítarleg umfjöllun í viðbót, þar sannfærðist ég nokkuð um að þessi mál, væru einmitt í góðum farvegi og hérna væri bara ungt fyrirtæki á nýjum markaði sem væri bara að bæta sig. Svo þegar ég fletti blaðinu og sé yfirlýsingu frá framkvæmdarstjóranum, get ég ekki annað en trúað því að það sé einhver stór pottur brotinn. Umfjöllun moggans hefur verið frá mörgum sjónarhornum en það virðist vera að framkvæmdarstjórinn hafi viljað stjórna fréttaflutningnum frá A-Ö.
Það sem er merkilegast í þessu máli er í lok yfirlýsingarinnar frá framkvæmdarstjóranum, þar dregur hann svo sannarlega fram stóru samsæriskenninguna, mogginn mátti greinilega alls ekki fjalla um þetta mál vegna þess að sama fyrirtæki á og rekur tónlist.is og vísi.is. Þetta er því allt samsæri til að ná sér niðri á vísi.is.
Það er greinilegt að tónlist.is, þarf að vinna í að bæta ímynd sína. Þeir byrjuðu auðvitað ekki mjög vel, þegar þeir buðu upp á tilraunaáskrift í nokkra daga en þegar fólk sagði henni ekki sjálft upp á tilsettum tíma var sjálfkrafa rukkað. Þetta gerði það strax af verkum að margir hættu að treysta þeim.
![]() |
Tónlist.is stendur skil á sínu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.5.2007 | 23:39
Hrós dagsins fær hrokinn
Ég vona að þetta eigi eftir að reynast mér jafnvel og þegar snillingurinn PalliH gaf mér Gmail reikninginn minn fyrir að bæta sér við á hotmailið sitt. Síðan þá höfum við svona 2 sinnum spjallað saman á msn, en Gmailið mitt virkar vel, þótt mb. vaxið hægar en gagnamagnið mitt í pósthólfinu mínu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.5.2007 | 19:05
Broddaklipping
Ólíkt mörgum tísku greiðslum, voru broddarnir ekkert alsæmir. Síðan þá hafa menn tekið upp ýmsar greiðslur, meðal annars einhvers konar mini-hanakamb.
Ég veit ekki alveg samt hvernig ég tæki bankamanni með brodda.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.5.2007 | 19:34
Kemur lítið á óvart
Það kemur lítið á óvart að Kristrún sé í hópi aðstoðarmanna. Samfylkingunni vantaði góða geymslu fyrir hana, svo hún hlaupi ekki á braut enda öflug kona á ferðinni með mikla reynslu.
Þar fyrir utan er hún örugglega rétta manneskjan í starfið.
Á næstunni hljóta að fara að detta inn aðrir aðstoðarmenn. Menn hafa verið með alskonar skemmtilegar kenningar um aðstoðarmenn Sjálfstæðisflokksins. Flestar út í bláinn, að því er ég held.
![]() |
Kristrún Heimisdóttir ráðin aðstoðarmaður utanríkisráðherra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.5.2007 | 16:05
Stjórn þingsflokks Frjálslyndra
samanstandi af 3 þingmönnum af 4 þingmönnum Frjálslyndra. Eini
sem er ekki í stjórn er
formaður flokksins.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ertu ekki til? Skúffelsi að uppgötva það.