Alltaf græða bankarnir!

Það er nokkuð sérstakt að þessir gaurar voru dæmdir saklausir en fá ekki peninginn.  Bankinn gerði mistök og reyndi svo að gera þessa menn að glæpamönnum.   Að sjálfsögðu áttu þeir að eiga peninginn.

Í sjálfu sér er eðlilegt að bankinn hafi einhverja skilmála í heimabankanum til að koma í veg fyrir svona mistök.  Það gerðu þeir ekki, þessir menn gerðu því ekkert rangt og tóku bara þau bestu tilboð sem þei bauðst og seldu á besta sem þeim bauðst.

Bankinn gerir það sama á hverjum einasta degi þegar hann selur okkur gengi. 


mbl.is Peningarnir komnir til Glitnis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Banki =

Hjörtur Hjartarson (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 10:03

2 Smámynd: gummih

Það má ekki gleyma því að það er embætti ríkislögreglustjóra sem er ábyrgt fyrir peningunum og ráðstafaði þeim til bankans. Líklegast hefur þetta verið gert af gefnu tilefni og samkvæmt lögum. En, ef peningarnir eru EKKI réttmæt eign bankans þá var embættið að framkvæma milljóna þjófnað.

gummih, 9.6.2008 kl. 10:51

3 Smámynd: corvus corax

Ríkislögreglustjórinn er þjófur í þessu máli þangað til hann skilar fólkinu peningunum sem það á með réttu skv. niðurstöðu hæstaréttar.

corvus corax, 9.6.2008 kl. 11:18

4 identicon

Hef ekki getað notað kortið í hraðbönkunum hér í Nottingham. Með debetkort og ekkert gerist.

Fékk ráðið frá Glitni á Íslandi að taka út minni upphæð, þ.e.a.s. 150 pund og vitnar þá ráðgjafinn til að hámarksupphæð að taka út sé 500 USD, sbr.: Prufaðu að hafa upphæðina lægri sem þú ert að taka út (150.GBP) - mér virðist að það sé máli -  það er nefnilega hámark á úttekt úr hraðbanka á sólarhring (sem samsvarar 500 USD á sólarhring).

En hvernig er þetta, er það áætlunin að með því að taka út minni upphæðir, þurfi þess vegna fleiri úttektir og þá getur bankinn grætt fyrir hverja úttekt. Eru þetta sérstakir íslenskir skilmálar.........athuga ber að 500 USD mótsvara 250 pundum.

Hvað er málið að gefa svona upplýsingar?

ee (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 11:43

5 identicon

heyr heyr, bankarnir eru raunverulegu glæpamennirnir, Það vantar erlanda banka hingað til lands því þá yrði samkeppni en ekki samráð

Gunnar (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 20:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband