Góður dagur

Í gær varð ég þrítugur, það var búin að vera nokkuð mikil eftirvænting eftir deginum, mér leið samt eins og daginn áður.  Ekkert erfiðara að rísa á fætur og hárin ekkert sýnilega færri en daginn áður.

Ég byrjaði daginn á að kaupa mér bíl, ég hef undanfarið verið að leita mér að nýjum bíl með frekar lélegum árangri.  Það kom því skemmtilega á óvart þegar pabbi mæti í fyrradag með bílinn.  Hann hafði verið í óskildum erindum á ferð upp í Hondaumboðinu, og sá þennan fína bíl.  Það var því ekki aftur snúið og hann keyptur.  Aldrei þessu vant þá leið mér ágætlega með þessi bílakaup, flottur bíll og ekki of dýr.

Í gærkvöldi var svo matarveisla heima hjá foreldrum mínum, ég hafði ákveðið fyrir löngu að halda ekki stóra veislu.  Ég gætti þess svo að láta ekki vita hvar ég ætlaði að vera um kvöldið, en upp komst um þetta og góðir vinur mættu með mjög góða gjöf.  Mér krossbrá þegar ég sá þau, og vissi ekkert hvað ég átti að segja.  Mér þótti ákaflega vænt um þetta, og gaman að eiga svona vini sem eru tilbúnir að leggja ýmislegt á sig til að gleðja mann. 

Fyrir utan þetta var dagurinn í gær símadagur, ég fékk ótrúlega mörg skemmtileg símtöl frá vinum sem vildu óska mér til hamingju.  Það er auðvitað á svona dögum sem maður sér hvað maður á marga góða vini. 

Í dag verður svo áframhald en ég ætla að halda smá grill heima hjá mér fyrir tengdafjölskylduna mína. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Til hamingju með afmælið. Vona að helgin verði þér ánægjuleg.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 21.7.2007 kl. 14:01

2 identicon

Til hamingju, með áfangann Tómas - velkominn á fertugsaldurinn.

Við hæfi, að halda upp á stórafmæli, á Þorláksmessu (að sumri) Þórhallssonar (1133 - 1193) hins sæla byskups; frænda míns. Eiga jarteinir hans, enn í dag sér stað, hjá hverjum þeim, sem til hans leita, að nokkru.  

Með beztu kveðjum, úr Árnesþingi / Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 21.7.2007 kl. 14:55

3 identicon

Til hamingju með afmælið Tómas. Góður dagur til að eiga afmæli.  Ég fagnaði 35 ára afmæli mínu einmitt í gær líka

Guðrún B. (IP-tala skráð) 21.7.2007 kl. 17:48

4 Smámynd: mongoqueen

Til lukku með daginn!

mongoqueen, 21.7.2007 kl. 19:32

5 Smámynd: TómasHa

Takk takk :)

TómasHa, 21.7.2007 kl. 23:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband