Hugsjónir falar fyrir betur lyktandi hár

Þórlindur skrifar um bann við reykingum á skemmtistöðum á Deiglunni í dag.

Þetta bann hefur skapað ótrúlega litla umræðu og gengið mjög greitt í gegn. Sjálfur er ég mjög ánægður með bannið og tel að það sé ekki meiri frelsisskerðing eigenda þessara staða en annað sem þeir þurfa að uppfylla. 

Hérna má sjá "Lög um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald"


Mótmælunum mótmælt



Hérna eru menn að safna undirskriftum gegn Saving Iceland. Kíkið á þetta.

Er MacMini málið

Ég kann ekkert á Mac, hef aldrei átt Apple þangað til um daginn þegar ég fékk Ipod í afmælisgjöf. Spurning er hvort MacMini sé málið með sjónvarpskorti.

Fyrir utan að geta spilað mp3, myndir þá vil ég geta tekið upp dagskránna þegar ég er ekki heima.

Apple-menn er þetta málið? Búðin var amk. sannfærandi.

Fréttir af lækkun

Mér fannst það ekki ýkja miklar fréttir að Bílabúð Benna hafi lækkað verðið á nýjum bílum. Á meðan krónan er í lágmarki er bara ekkert óeðlilegt við að bílasalar lækki verðið á bílum sem þeir kaupa inn. Mér finnst það ekki einu sinni frétt. Mér fannst mun frekar frétt að Ingvar Helgason skuli ekki treysta sér til að lækka verðið.

Ætli það séu svona margir bílar á lager? Er þetta ekki gömul lumma sem við þekkjum frá olíufélögunum.

Stungið á vindbelg

Mundi stingur á vindbelg, þegar hann svarar Össuri Skarphéðinssyni vegna umræðu um Hitler.  Það er ekki síst umræðan í athugasemdakerfinu sem er skemmtileg.


Á að handstýra fjöldanum

Leggur Páll til að fjöldi apóteka verði handsstýrt?  Ég hefði haldið að það vantaði einmitt fleiri apótek, það vatnar einhvern sem er að spila á þetta háa lyfjaverð og lækka það.   Þessi apótek eins og lyfja byrjuðu sem lágvöru apótek en hafa þá greinilega farið af leið ef álagning er svona há.

Svo er önnur ástæða fyrir að það vantar nýtt apótek, fann virkilega enginn markaðsþörf hjá sér að vera með apótek sem er opið allan sólarhringinn?  Það er merkilegt að ekkert apótek skuli sjá hagnað í því.  Fólk sem þarf á lyfjum á nóttinni myndi varla hika við að borga nætur álag.


mbl.is Apótekin of mörg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nördalaus makkabúð

Ég er að leita mér að tölvubúð Apple í dag.  Fannst nokkuð merkilegt að búði var algjörlega nördalaus.  Svo nördalaus var hún að ég gat ekki einu sinni fundið þær upplýsingar sem ég leitaði að.

Ég hélt að þegar ég færi í búðina biði mín brunnur þekkingar og nörda eins og flestir þeir sem ég þekki og nota Apple.

Hvað er málið hjá þeim?


Vista draft

Ég sakna þess að moggabloggið bjóði ekki upp á að vista draft.  Ég var búinn að skrifa snilldra pistil áðan en hann datt svo út.  Ef þeir hefðu vistað draft hefði ég getað farið inn aftur og snilldar pistill hefði beðið mín.

Fagur er fjörðurinn

Fór í gær að prufa nýja bílinn minn, en ein aðalástæða þess að fjárfest var í jeppling var að geta ferðast meira um landið án þess að hafa áhyggjur af því að eyðileggja bílinn.

Borgarfjörðurinn varð fyrir valinu í gær, en við fórum uxahryggina í gegnum Þingvelli. Það lá leiðin um Borgarfjörðinn og upp í Húsafell.

Þar löbbuðum við upp í gil, þar sem listaverk áttu að vera.  Þau fundust reyndar ekki, ég veit ekki hvort rigningarveðrið hafði þessi truflandi áhrif.  

 


Ég á allt

Í kjölfarið á afmælinu mínu komst ég að því að ég á allt.  Ég held að það sé svo sem nokkuð algengt,  ég frétti úr öllum áttum hvað það var erfitt að kaupa gjöf handa mér.  Merkilegt nokk tókst öllum frábærlega vel.  Hvað kaupir maður handa nerði með áhuga á pólitík?  Það er ekki eins og maður sé í veiðum, göngum eða í öðru sem maður þarf að kaupa fullt af dóti.

Fólkið má eiga það að það var mjög frjótt í vali á gjöfum, ég hef alltaf sagt það að það sé nóg að gefa mér bjór.  Hann slái alltaf í gegn.  Ég skildi svo sem fólk ver sem hafði ekki áhuga á að mæta með kippu af bjór í þrítugsafmælið.  Hins vegar var örugglega frjóasta hugmyndin 30 tegundir af bjór. Einn af hverri tegund.  Ég vissi eiginlega ekki hvaðan á mig stóð veðrið þegar farið var að bera bjórana inn.  Þarna var ég svo sannarlega tekinn á orðinu og á mjög skemmtilegan hátt.

Nú er bara að fara að smakka og prufa allar þessar tegundir!  Það er ekki hægt annað en að hlakka til að prufa.   


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband