2.10.2007 | 08:58
Meint vinnufíkn
Það þarf að segja mér þetta svona 2-3 sinnum áður en ég fer að trúa þessu. Yfirleitt hafa nú Danirnir ekki verið þekktir fyrir of mikla hörku í vinnunni.
Ef þetta er vandamál í Danmörku, hvernig er ástandið hérna? Ég þekki nú þónokkra góða vinnualka.
![]() |
Vinnufíkn vaxandi vandamál í Danmörku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
1.10.2007 | 21:21
Betri forrit í símann minn, takk!
Hvernig stendur á því að menn eru ekki búnir að búa til almennilegt platform, þar sem hægt er á mjög einfaldan hátt fá sér fjölmörg forrit?
Varðandi kortakapphlaupið er alveg ljóst hvert menn eru að stefna í næstu skref en þar er líka nokkuð merkilegt að menn virðast allir vera að hlaupa í sömu átt. Afhverju eru þessir farsímaframleiðendur ekki að láta sér detta eitthvað annað?
Það fyndan er að líklega er einn frumlegasti síminn sem fæst í búð Símas, gsm frá Doro. 5 takkar, og hægt að hringja í 5 aðila. Það er alveg ljóst að minn símreikngur myndi lækka verulega ef ég fengi mér svona síma. Svo kostaði hann bara 10 þúsund.
![]() |
Nokia kaupir Navteq á 8,1 milljarð dala |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.10.2007 | 21:12
Frábært framtak
Ég er einmitt búinn að taka eftir þessu og að þetta sé bara hjá sumum leigubílum. Þetta er í raun alveg merkilegt framtak, maður hefði ætlað að það væri töluverður kostnarðu í þessum ljósum og að kaupa allan þennan fjölda til þess að keyra um í takmarkaðann tíma.
Mjög gott framtak hjá leigubílstjórum, og einfalt en skapar jákvæða ímynd um þessa starfsstétt.
![]() |
Leigubílar skipta út gula litnum fyrir bleikan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.10.2007 | 11:57
Frábær helgi
Það er óhætt að segja að þetta hafi verið frábær helgi og góð viðurkenning fyrir það starf sem við höfum verið að vinna að í JCI Esju. Alls fengum við 8 verðlaun, þar á meðal sem aðildarfélaga ársins. Undanfarið ár hefur verið mikil vinna og eins og lesendur Pottsins vita, þá var þetta ekki eitthvað sem ég stefndi að en svo á loka metrunum ákvað ég að taka að mér embætti forseta félagsins. Á árinu hefur félögum fjölgað um meira en 100%. Við höfum haldið fleiri viðburði en áður og það hefur almennt verið mikill kraftur í félaginu.
Ég er að sjálfsögðu umkringdur mjög öflugu fólki sem hefur hjálpað mér gríðarlega mikið.
Hvað sem annað má segja þá hefur mér þótt skemmtilegt að starfa í JCI, skemmtilegra en í ýmsum öðrum félagsstörfum sem ég hef tekið þátt í. Ástæðan er einföld að ég hef verið að læra svo mikið á leiðinni. Engin annur félagsskapur sem ég hef tekið þátt hefur haft það sem aðalmarkmið að gera mig að sterkari og betri einstaklingi.
Ég er amk. sterkari einstaklingur eftir atburði helgarinnar, fyrir utan að skemmta okkur á landsþinginu þá höfum var okkur boðið upp á heimsklassa leiðbeinendur.
Nú er auðvitað farið að styttast í þessu ári hjá mér sem forseti félagsins, en það er ein regla í JCI sem heitir "One year to lead", ég má því ekki gegna sama embættinu aftur. Ég má hins vegar gegna öðrum embættum innan míns aðildarfélags. Ég held að ég skilji eftir mig gott bú, að félagið mitt sé sterkara en þegar ég tók við því.
Það sem ég hef haft af leiðarljósi allt þetta ár, er að það sé gaman í félaginu okkar. Ég vona að það hafi tekist.
Ég var svo að rekast á þetta kynningarmyndband um JCI, það er frá Bretlandi en lýsir samt ágætlega minni upplifun af JCI.Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.9.2007 | 16:28
Ekið út á Reykjanes
Ég ók í nótt út á Reykjanes í Djúpinu. Þetta var merkileg keyrsla í kolniða myrkri. Á endanum fannst þetta þó og ég er kominn á staðinn.
Ferðin tók um 4 tíma og var ég með par frá Eistlandi með mér í bíl. Þau sváfu reyndar mest af leiðinni þannig að ekki gafst mikill tækifæri til að spjalla.
Það þarf ekki að taka fram hvað það er mikil fegurð hérna á þessu svæði, mjög gaman að koma hingað og ekki síður að keyra þessa leið með fólk sem er vant að keyra á beinum og breiðum vegum og fannst mikið til þess koma að keyra þetta um miðja nótt.
26.9.2007 | 13:24
Skilmálasúpa Flugleiða
Það er hreint með ólíkindum að Flugleiðir séu nú farnir að krefjast þess að maður skrifi upp á lögfræðiskilmála sem er á við heila laga skruddu og allt á ensku. Þegar ég pantaði mér um daginn flugmiða með þeim, þá var ég krafinn um að skrifa undir skilmála sem voru allir á ensku. Ekki bara það en eftir að hafa skoða þá í 10 mínútur og reynt að smella mig áfram var ég engu nær og þó búinn að lesa ansi mikinn texta.
Eftir að hafa verið gangrýndir verulega í fyrra fyrir að vera með óljósa skilmála, bættu þeir einum lið við þar sem kom fram að fólk yrði að fljúga alla leggina til að miðinn væri gildur.
Nú ætla þeir greinilega að ganga skrefinu lengra og tryggja sig fyrir öllu.
Það getur ekki verið krafa á mig sem íslenskan neytenda að kaupa vöru af íslensku fyrirtæki að ég samþykki þessa sklmála. Þeir geta sjálfsagt krafið mig um að skrifa undir tugi síðna af lagatexta þegar ég kaupi mér flugmiða, en lágmarkið er að hann sé á minni eigin tungu.
25.9.2007 | 14:16
Facebook í höndum Microsoft
Það er nokkuð fyndið að ég var að ræða við félaga minn í gær um Facebook. Hann sagði að gallinn við Facebook er að það er ekki eign okkar. Það er eign einhverra annara, og það getur gufað upp jafnfljótt og það kom.
Á þeim tíma fannst mér það jafnfráleit hugmynd og heimsendakenningar sumar. Skildi samt alveg hvað var verið að meina. Hins vegar fannst mér það langsótt að einhver myndi taka þetta úr loftinu eða breyta þessu verulega.
Í dag kom hins vegar vinkill inn í þessa umræðu sem ég hafði ekki hugsað út í. Microsoft er að hugsa um að kaupa facebook (sjá t.d. hér).
Það er alveg ljóst að sjarminn verður fljótur að detta af Facebook, þegar Microsoft ætlar að fara að nýta sér þetta til að þekkja markhópinn sinn betur. Um leið og þetta gangast mjög vel í þeim tilgangi sem það er ætlað í, gagnast það ekki síður vel til þess að þekkja fólkið og nýta til að markaðssetja. Einstaklingar hafa sett ansi mikið af markaðsvænum upplýsingum inn á vefinn.
Um leið og það gerist er ljóst að ýmsir eiga eftir að skoða aðrar lausnir. Ég vona að það verði ekki af þessum kaupum.
25.9.2007 | 10:47
Britney eftirlíkingin sem grætur Britney
Myndbandið þar sem Britney eftirlíking grætur Britney hefur gengið ansi hratt um netið, það eru komin fjölmörg eftirhermumyndbönd eftir þessu myndbandi. Mér skilst að það sér búið að ráða þessa fígúru í raunveruleikaþátt og allt.
Hérna er hægt að lesa wikipediugrein um hann og hérna er svo videóbloggið hans.
Spurningin er auðvitað hvað er mikið satt af þessu. Í svona tilfellum veit maður það eiginlega ekki. Öllu jafna myndi maður halda að þetta væri tilbúin karakter, einhver Silvía á sterum. Hins vegar veit maður að ýmislegt er til í Bandaríkjunum og kæmi ekkert á óvart að einhver svona ruglaður væri raunverulega til.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.9.2007 | 10:00
Keilir fannst ekki
Manni finnst það álíka skrýtið og að finna ekki Esjuna að finan ekki Keili, en það var nú samt þannig á sunnudaginn þegar ég ætlaði að ganga upp á fjallið með erlendum vin.
Reyndar var farið fyrst upp á Esjuna, reyndar ekki topinn en veðrið hamlaði för. Við náðum ca. upp í miðjar hlíðar þá var ekki stætt. Það var samt heldur súrt að snúa undan þegar hópur skólabarna tók fram úr okkur. Reyndar velit maður fyrir sér ábyrgðinni en þau voru flest mjög illa búin og greinilega skítkallt.
Ég ákvað næst að reyna við Keili, það er minni hækkun en meiri gangur á jafnslettu. Hins vegar er greinilega mikið í gangi á þessu svæði í kringum tvöföldunina á Reykjanesbraut. Ég fann slóðan en þegar ég fylgdi honum endaði ég nú bara ofan í einhverri grifju. Næsta tilraun var línuvegur. Þó svo að ég hafi giskað á hvaða spotti væri sá rétti ákvað ég að það væri meir en nóg komið og fór með vin minn og sýndi Garðskagavita. Það var ekki síður upplifun í þeim vind sem var á sunnudaginn.
Seinast þegar ég fór þangað var nú bara farið yfir götuna en ekki um þessi fínu undirgöng. Þá var slóðin líka bara beint upp á Keili. Þeir mættu alveg merkja slóðan uppeftir aðeins betur.
24.9.2007 | 00:28
Saumaklúbbar
Ætli þessi klúbbar séu séríslensk fyrirbrigði? Það er þetta form og undir þessum formerkjum. Hvað ætli þeir séu margir á Íslandi? Hversu algengt ætli að konur séu í fleiri en einum, maður hefur séð mjög marga svona klúbba en ég veit eiginlega ekki um margar konur sem eru í fleiri en einum. Stærðin á þessum klúbbum er nokkuð standard líka eða hvað? Ætli það sé misjafnt eftir stéttum hversu algengt er að menn séu í þessum klúbbum. Algengast virðist vera að þessir klúbbar séu stofnaðir af konum á þegar þær eru á milli 2ö-30 og haldast út ævina. Er annars mjög algengt að saumklúbbar verði fyrverandi.
Undanfarið hefur verið mikið rætt um netkerfi kvenna, samt sem áður eru svo margar íslenskar konur í klúbbum sem eru nánast die hard klúbbar, þar sem ætt að vera hægt að ná ótrúlega mikið af networking hlutum í gegn og er örugglega í gegn. Það eru ekki til neinir sambærilegir klúbbar hjá körlum, ekki svona sterkir og ekki sem endast í svona rosalega langan tíma.
Það væri gaman að heyra í lesendum varðandi þesssa klúbba. Ég velti fyrir mér hvort upplifun fleiri sé svipuði og mín.