Frábær helgi

Það er óhætt að segja að þetta hafi verið frábær helgi og góð viðurkenning fyrir það starf sem við höfum verið að vinna að í JCI Esju.   Alls fengum við 8 verðlaun, þar á meðal sem aðildarfélaga ársins.  Undanfarið ár hefur verið mikil vinna og eins og lesendur Pottsins vita, þá var þetta ekki eitthvað sem ég stefndi að en svo á loka metrunum ákvað ég að taka að mér embætti forseta félagsins.   Á árinu hefur félögum fjölgað um meira en 100%.  Við höfum haldið fleiri viðburði en áður og það hefur almennt verið mikill kraftur í félaginu.  

Ég er að sjálfsögðu umkringdur mjög öflugu fólki sem hefur hjálpað mér gríðarlega mikið.

Hvað sem annað má segja þá hefur mér þótt skemmtilegt að starfa í JCI, skemmtilegra en í ýmsum öðrum félagsstörfum sem ég hef tekið þátt í.  Ástæðan er einföld að ég hef verið að læra svo mikið á leiðinni.  Engin annur félagsskapur sem ég hef tekið þátt hefur haft það sem aðalmarkmið að gera mig að sterkari og betri einstaklingi.

Ég er amk. sterkari einstaklingur eftir atburði helgarinnar, fyrir utan að skemmta okkur á landsþinginu þá höfum var okkur boðið upp á heimsklassa leiðbeinendur.

Nú er auðvitað farið að styttast í þessu ári hjá mér sem forseti félagsins, en það er ein regla í JCI sem heitir "One year to lead", ég má því ekki gegna sama embættinu aftur.  Ég má hins vegar gegna öðrum embættum innan míns aðildarfélags.  Ég held að ég skilji eftir mig gott bú, að félagið mitt sé sterkara en þegar ég tók við því.  

Það sem ég hef haft af leiðarljósi allt þetta ár, er að það sé gaman í félaginu okkar.  Ég vona að það hafi tekist. 

Ég var svo að rekast á þetta kynningarmyndband um JCI, það er frá Bretlandi en lýsir samt ágætlega minni upplifun af JCI.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hamingju óskir til þín og þinna félagsmanna með frábæran árangur með félagið ykkar JCI Esju.

Kveðja,

Jenný Jóakimsdóttir

landsforseti JCI Íslands 2007

Jenný Jóakimsdóttir (IP-tala skráð) 4.10.2007 kl. 10:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband