Betri forrit í símann minn, takk!

Um leið og þessi búnaður í símunum er orðin öflugur, miðað við tölvur fyrir örfáum árum kemur manni á óvart hvað hugbúnaðurinn er lélegur. Það er eiginlega með ólíkindum hvað það er lítið framboð af forritum. Þessi markaður er gríðarlega stór og mun bara vaxa á næstu árum, samt er mjög erfitt að finna góð og starfhæf forrit. Það er stöðugt rugl á þessum platformum, þó maður sér innan Symbian fjölskyldunnar og helst þarf maður að vera töluverður nörd til þess að fá þetta til að virka.

Hvernig stendur á því að menn eru ekki búnir að búa til almennilegt platform, þar sem hægt er á mjög einfaldan hátt fá sér fjölmörg forrit?

Varðandi kortakapphlaupið er alveg ljóst hvert menn eru að stefna í næstu skref en þar er líka nokkuð merkilegt að menn virðast allir vera að hlaupa í sömu átt. Afhverju eru þessir farsímaframleiðendur ekki að láta sér detta eitthvað annað?

Það fyndan er að líklega er einn frumlegasti síminn sem fæst í búð Símas, gsm frá Doro. 5 takkar, og hægt að hringja í 5 aðila. Það er alveg ljóst að minn símreikngur myndi lækka verulega ef ég fengi mér svona síma. Svo kostaði hann bara 10 þúsund.
mbl.is Nokia kaupir Navteq á 8,1 milljarð dala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband