6.1.2007 | 18:38
Spá á Útvarpi Sögu
Hlustaði á Hermund Rósinkrans að hluta á útvarpi Sögu. Hann spáði þar fyrir um nýtt eignarhald á stöðinni. Arnþrúður getur greinilega ekki beðið eftir að fá tilboð í stöðina, enda var að heyra að hún væri nokkuð ánægð með þessa spá.
Hann spáði því líka að erfiðlega gengi að koma frumvarpi um RÚV í gegnum þingið.
Ég heyrði nú ekki meira af þessu, en hefði viljað heyra restina og hver framtíðin væri á næsta ári. Ég skil samt ekki fyrst þetta fólk er svona duglegt að spá afhverju það er ekki að græða á þessu. Bara kaupa réttu hlutabréfin og setja alla peningana, eða kaupa lottómiða fyrir stóra upphæð.
Skildu þau ekki treysta eigin spádómum?
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 18:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.1.2007 | 18:36
Niðurgreitt Bensín
Mér finnst alveg ótrúlegt að heyra í fréttum áðan fullyrðingar forsvarsmanns Olíufélaganna að þeir hafi greitt niður olíuverð.
Þetta eru ótrúlegir öðingar þessir menn, ekki bara drógu þeir úr álagningunni heldur greiddur þeir niður olíuverðið.
Ætli þeir hafi tekið saman höndum um þetta?
Maður ætti að geta farið á netið og séð verð á vegum olíufélaganna og svo heimsmarkaðsverðs.
6.1.2007 | 18:27
Lítil þvottavél
Mogginn er nokkuð seinn með þessa frétt, því vísir sagði okkur frá þessu í gær. Þá sagði ég Óttari að ég hefði leyst þetta mál með þv að kaupa mér litla þvottavél, vél sem ég passa bara ekki í.
Fólkið í búðunum var reyndar frekar hissa þegar ég fór á milli og reyndi að máta...
![]() |
Bannað að þvo fólk í þvottavélinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.1.2007 | 09:51
Lausnir herra félagsmálaráðherra!
Það væri gott að heyra eitthva frá manninum, ekki bara að hann sé svo góður með pennan að með einu striki þurkaði hann út heimili 100 eiturlyfja neytenda.
Herra félagsmálaráðherra, hvað segirðu nú við lögguna!
![]() |
Vistmenn yfirgefa Byrgið - lögreglan í Reykjavík kveðst kvíða framhaldinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.1.2007 | 01:30
Engin vanræksla
Auðvitað er til fullt af lausnum og vonandi verður til þess að eitthvað af þessu verður virkjað. Hvort sem það heitir grannagæsla eða ráðið fólk í eftirlit.
Þrátt fyrir að þessi kona hafi verið orðin níræð er ekkert sem segir að hún hafi verið andlega eða líkamlega veik og hún hafi ekki getað fullkomlega séð um sig sjálf. Það er ekkert sem bendir til annars en að hún hafi viljað hafa þeta svona.
Þótt biðlistar á elliheimili séu hræðilega langir er bara fólk sem getur ekki hugsað sér það að fara þangað, fólki getur liðið ágætlega.
Á að skilda svoleiðis fólk á elliheimili eða þvinga inn það heimsóknir?
Nú veit ég ekki hvernig hlutunum var háttað í þessu dæmi, ég vil samt benda á að hérna er ekki víst að um vanræksla sé á ferð.
![]() |
Öldruð kona fannst látin í íbúð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.1.2007 | 23:22
Bjóða upp á sjálfsala
Er ekki málið að bjóða upp á sjálfsala á Suðureyri?
Strákgreyið hefur ekki þorað að mæta konunni í sjoppunni, enda hún sjálfsagt móðir, móðirsystir eða nákominn ættingi stráksins eða stúlkunnar. Um leið og hann hefði mætt hefði öll húsin í bænum vitað af fyrirætlunum hans.
Einn sjálfsali og innbrotum fækkar um 100% í bænum.
![]() |
Grímuklæddur þjófur stal smokkum á Suðureyri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.1.2007 | 22:58
Breytingar á Sirkus og Birtu
Heyrði það í dag að það stæðu fyrir dyrum breytingar hjá Sirkus. Breki og Andri hafi verið beðnir að taka pokann sinn.
Breki leitar ekki skjóls í sínu gamla blaði Hér og Nú, enda búið að grafa það blað. Hins vegar er spurning hvort hann finni ekki skjól á DV. Þeir eru víst að leita að fólki.
Einnig er mér sagt að til standi til að fella Birtu inn í Fréttablaðið, það muni því koma í sama brot og blaðið sjálft.
Ég velti fyrir mér hvar Árni Þór sé núna innan félagsins, það virðist vera að flestar hugmyndir hans hafi beðið skipbrot.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.1.2007 | 22:25
Tekið með hæfilegum efa
Ég held að það þurfi að taka svona fréttir af hæfilegum efa. Ekki það að ég sé að gera lítið úr þeim andlátum sem greint er frá í fréttinni, en það er ekki endilega hægt að tengja þessar hengingar beint við fréttina.
Það er auðvitað rosalegt að þetta myndband hafi leikið á netið, það er nógu slæmt að þessi framkvæmd hafi farið fram að þetta sé ekki að ganga á milli manna. Menn hljóta að fá viðbjóð af því að horfa á þetta, ég hafði amk. ekki geð í að klára að horfa á myndbandið. Ég tók fyrst hljóðið af og slökkti svo áður en sjálf aftakan fór fram.
Staðreyndin að sögur fara oft af stað. Nú veit ég ekki hvort það sé í gangi núna og ætla ekkert að fullyrða um að þetta sé ekki allt satt og rétt.
![]() |
Þrjú börn frömdu sjálfsmorð eftir að þau horfðu á aftöku Saddams í sjónvarpi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 22:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.1.2007 | 21:44
Umhverfissamtökin SUS
Það að SUS hafi valið Andra Snæ sem mann ársins, pirrar mig álíka og að fréttastofa Stöðvar 2 hafi valið Ómar sem mann ársins. Þetta er barátta sem hófst alltof seint hjá Ómari.
Ég er þó í hópi þeirra sem hafa ekki lesið bókina, þannig að áður en ég tjái mig út um þetta býst ég við að þurfa að fara á bókasafnið og lesa.
Nema að einhver SUS-ari ákveði að lána mér bókina til þess koma mér í ljósið.
Samt er þetta gott hjá SUS.
VG hefur einokað umræðuna um umhverfisvermd, klárlega eru margir umhverfisssinar innan SUS. SUS hefur gert ýmislegt varðandi umhverfismál og umhverfisvermd. Með þessu beinist vonandi athyglin meira að því starfi.
Það vill til að margar skoðanir rúmast innan Flokksins og innan SUS.
Fyrir þá sem vilja hressan pistil um málið mæli ég með pistlinum hans Ingva Hrafns
![]() |
Andríki og Andri Snær Magnason hlutu frelsisverðlaun SUS |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.1.2007 | 17:43
Darwin verðlaunin
Darwin verðlaunin voru með því fyrsta sem maður heyrði af netinu sem var sniðug og fyndið.
Sumum finnst þetta kannski ekki fyndið en ógeðslegt?
![]() |
Mestu heimskupör ársins 2006 verðlaunuð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 17:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)