7.1.2007 | 20:27
Hvar er loðnan?
Það vekur áhyggjur að ekkert er að finnast af loðnu, maður veltir fyrir sér hvað valdi þessu en maður hefur á tilfiningunni að það hafi ekki. Það eru alla vegna mörg ár síðan við fengum einhverja alvöru loðnuvertíð hingað til lands með þeim tekjum sem því fylgir.
Það er kannski tímana tákn að þessar fréttir eru alltaf að minnka og menn eru að veita þessu minni og minni athygli.
![]() |
Lítilsháttar sást til loðnu norður af landi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 21:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.1.2007 | 18:50
Bankinn
Það hlýtur að koma að því að það komi nýr banki til sögunnar, fyrir löngu hefði átt mátt búast við erlendri samkeppni.
Nú er í tísku að skýra svona fyrirtæki og stofnanir svona stuttum víðtækum nöfnum. Dæmi um þetta eru bæði Blaði og svo núna seinast Flokkurinn.
Menn virðiast ekki hafa orðið neit ímyndunarafl lengur á góðum nöfnun.
Ég verð hrifinn af Bankanum ef hann lækkar vextina hjá Íslendingum og ræður fólk sem eru ekki á þannig launum að hægt sé að ráða Duran Duran í veislurnar.
Eru menn með mér í þessu?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.1.2007 | 18:43
X Factor
Nú þegar X factor er kominn vel af stað verð ég að segja að mér finnst fátt heilla mig í þættinum. Einna helst er að horfa á Ásdísi Rósu vinkonu mína, en það er ekkert nýtt í mínum huga hvað hún er góð, enda hef ég vitað um þetta síðan við vorum saman í Menntaskóla. Það er margt eðal söng fólk að austan.
Það er einhvern veginn ekkert sem fær mig til þess að límast yfir þessum þáttum, enn er þetta of mikill fjöldi og svo er verið að hopa á milli hópa. Þetta fólk sem er að dæma er alltof margt og óspennandi.
Kannski á þetta eftir að breytast þegar líður á þáttinn.
Það eru tveir þættir sem þurfa að foma á dagskrá, en það eru þegar ísprinsessan Leoncy mætir, og svo þegar Baugur sjálfur mætir.
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 21:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.1.2007 | 16:16
Tæknileg iðrun múrsmanna vekur athygli
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.1.2007 | 16:11
SOS tækni ekki að virka?
Keflvíkingar þurfa greinilega eitthvað að fara að skoða sín mál
Ráðist á karlmann á skemmtistað í Keflavík
Börðu unglingsstúlku í höfuðið með hafnaboltakylfu
Á 157 km hraða á Reykjanesbraut
Fyrir skemmstu var rætt um SOS kerfið sem foreldrum Keflvíkinga er nú boðið upp á. Þetta er kerfi sem á að hjálpa erfiðum börnum og foreldrum þeirra. Það skildi þó ekki vera að sé þörf á þessu en þetta er sagt hafa skilað verlegum árangri í að hafa hemil á yngri kynslóðinni.
Það þyrfti að fara að bjóða upp á svona námskeið hérna í bænum líka.
Að sjálfsögðu er samt ekki hægt að skilda fólk í þetta, en að bjóða upp á þetta sem valmöguleika er mjög gott.
![]() |
Ráðist á karlmann á skemmtistað í Keflavík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.1.2007 | 16:05
Guðmundur og Geirfinnur næst?
Maður spyr sig hver ætli refsings hins seka hafi verið ;)
![]() |
400 ára gamalt morð loks upplýst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.1.2007 | 14:55
Blogg eða ekki blog
Í dag skrifaði ég grein á Deigluna sem heitir blogg eða ekki blogg. Greinin fjallar um svipuð málefni og hafa verið í umræðunni síðan Egill Helgason afsalaði sér bloggara titlinum um áramótin.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.1.2007 | 01:39
Duran Duran í einkapartýi
Það virðist vera gott upp úr því að hafa að starfa fyrir Kaupþing, alla vega skúbbar Denni því að Ármann Þorvaldsson, hafi haldið áramóta partý með hljómsveitinni Duran Duran. Denni er orðinn eins og Moginn sem lýgur ekki, og því full ástæða til að taka mark á þessari sögu.
Ármann hóf störf hjá Bankanum árið 1994, en hefur nú verið í nokkur ár forstjóri Singer og Friedlander. Það virðist nóg um að vera út í London og greinilega er töluverð samkeppni á milli íslenskra auðjöfra og hinna rússnesku um skemmtikraftana, svona rétt eftir að George Michael var pantaður með einkaþotu til að skemmta í nokkra tíma í Rússlandi.
Það má segja ætla að hinar fölsuðu Kaupþingsmyndir munu ganga annan hring, nú með auknu gildi. Það er ekki ólíklegt að hinn seinheppni sviðstjóri fái nú klapp á bakið.
Ég er svo heppinn að skulda Kaupþingi ekkert.
Ef Stefán Ólafsson á ekki eftir að fylla svo sem einn sal út á þetta, þá veit ég ekki hvað. Vinstri-Grænir munu reyna að losa okkur við þessa menn, Samfylking mun krefjast skattahækkunnar, Framsókn mun reyna að skrá þá í flokkinn og Sjálfstæðismenn segja að þetta sé fullkomalega eðlilegt. Kaupþingsmenn munu segja að þetta hafi ekki kostað neitt mikið, þeir hafi rukkað minna því Íslendingar séu svo fáir.
Svona er lífið í dag, allt gengur sinn vanagang, nema hjá þeim sem hlustuðu á Duran Duran live í einkapartýi. Það gerist örugglega ekki aftur á næstunni, næst verður það eitthvað annað.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.1.2007 | 22:59
Jólin kvödd i Keflavík
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.1.2007 | 19:21
Tæknileg iðrun Múrsmanna
Bæði Katrín Jakobsdóttir, sem og ritstjórn Múrsins hafa beðist afsökunar eða reynt að útskýra þetta grín sem kom fram í áramótaannál Múrsins:
Bók ársins: Minnislausa stelpan frá Stokkseyri. Margrét Frímannsdóttir heimfærir endurminningar Thelmu Ásdísardóttur upp á sjálfa sig.
Útskýringarnar eru frekar þunnur þrettándi og gjörsamlega misheppnaðar að mínu mati. Að segja að þetta sé tilvísun í einhvern dóm Jóns Baldvins um bókina, nú svo löngu eftir þetta er bara alltof seint. Brandarinn er greinilega langsóttur og fáir hafa fattað hann. Það hefur heldur ekkert verið gert fyrr en núna að útskýra þetta.
Það að láta í veðri vaka að þessi gagnrýni sé tilkomin vegna öfundar út af lélegu fylgi, er bara fyndið. Menn hafa fullan rétt að gangrýna svona hvort sem flokkurinn er með mikið eða lítið fylgi. Einnig að saka viðkomandi um að fela sannleikan, eftir misheppnaðan brandara þeira er ótrúlegt. Brandarinn hefði nú átt að vera það skýr að fólk þurfi ekki leiðbeininga bók með til að fatta brandarann.
Bók Margrétar er enn ein bókin sem ég á eftir að lesa, en í bókinni kemur meðal annars fram gagnrýni á Steingrím J, formann vinstri grænna og Guðföður þeirra Múrsmanna. Er því nema von að menn hrökkvi við með svona brandara?
Í raun er ekki verið að biðjast afsökunar í þessu heldur bara verið að reyna að útskýra brandarann. Í mínum huga er þetta tæknileg iðrun á ferðinni, bæði léleg og alltof seint til komin.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)