Magni og Dilana

Um leið og maður fær svona fréttir fara illar tungur af stað. Það fyrsta sem ég heyrði þegar ég frétti af þessu var að Magni og Dillana hefðu verið saman. Ekki það að ég trúi því um stund, en eins og ég sagði við gaurinn þá er sagan góð.

Ég veit ekki meira um þetta, þetta er samt einhvern vegin einmitt það sem slúður kjaftarnir þurftu á að halda. Nú vitum við hvað verður rætt um á næstunni. Hvað hafi gerst, maður á eftir að heyra þetta sálgrein niður í smæstu detail.

Það er bara ekki lítið um stórfréttir í dag, fyrst Engeyin seld og nú þetta.
mbl.is Magni mætir ekki í Molann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kvartað undan fasisma

Blogdrottning Íslands Katrín.is kvartar undan fasisma hjá blog.is..

Fasisminn er væntanlega þá að það er erfiðara að kommenta nema með því að vera innskráður. Önnur kerfi loka á þig ef þú skrifar ekki í ákveðinn tíma, meira að segja gamli góði blogger.com gerir það. Kannski eftir lengri tíma en 6 mánuði.

Reyndar finnst mér galli með þetta kerfi að maður fái ekki upplýsingar um ip tölur þeirra sem eru að kommenta. Það myndi breyta miklu og víða hjá erlendum er þetta einfaldlega birt.

RIIA salernispappír

Ég bendi á þessa síðu sem bíður upp á RIIA salernispappír. Reyndar kostar þessi pappír tæplega 6 dollara rúllan, þannig að pappírinn væri bara spari.

Ætli Papcó sé tilbúið að framleiða STEF pappír?

Mugi-mama

Nú ætlar tryggingarfélagið að láta á það reyna hvort Wilson Muuga fái ekki að standa á sínum stað! Það væri ótrúlegt ef það væri leyft og kæmi verulega á óvart, bara svona miðað við þá stefnu sem hefur veið.

Það er skiljanlegt að Tryggingarfélagið skuli láta á þetta reyna, enda ljóst að verð skipins er lítils virði miðað við hvað kostar að fjarlægja það.
Hugsanlegt er að eigandi og tryggingafélag Wilson Muuga, sem strandaði við Hvalsnes fyrir jól, óski eftir því við umhverfisyfirvöld að skipið fái að standa áfram þar sem það mengi ekki lengur. Það yrði þá aðeins aðdráttarafl fyrir ferðamenn.

Engin mengun á að stafa frá skipinu lengur eftir að starfsmenn Olíudreifingar og Framtaks luku í gær við að hreinsa alla svartolíu úr lest flutningaskipsins Wilson Muuga sem strandaði við Hvalsnes fyrir jól. Olían kom úr botntönkum, þegar lestargólfið rofnaði í hafróti. Olíunni var dælt í kör, sem síðan voru flutt í land með þyrlu. Verkið gekk vel náðust um 40 tonn af svartolíu úr lestinni. Að því búnu var allur dælubúnaður fluttur í land.

Alls hafa ríflega 130 tonn af svartolíu, smurolíu og glussa verið fjarlægð úr skipinu frá því að aðgerðir Umhverfisstofnunar hófust. Í tilkynningu frá stofnuninni segir að þrátt fyrir þetta sé hugsanlega enn einhver olía milli banda í botntönkum skipsins og verður fylgst með því hvort eitthvað smiti upp í lestina næstu daga.

Að öllu venjulegu ætti niðurrif að geta hafist á næstunni, en samkvæmt heimildum fréttastofunnar eru eigandi og tryggingafélag skipsins að íhuga möguleika á undanþágu til þess, í ljósi þess hversu erfitt og dýrt það yrði og með hliðsjón af því að ekki stafi lengur mengun af því. Vísir.is

Sýndarmennska

Það er sýndarmennska að koma fram í fjölmiðlum og lýsa yfir lækkuðum kostnaði upp á mörg hundruð þúsund, og vera með meira en milljón í laun á mánuði.

Það var eðlilegt að borga einhverjum aðkomu manni hærri laun fyrir að flytja með fjölskyldu sína á staðinn og selja þær eignir sem viðkomandi á annars staðar. Að sjálfsögðu þurfa viðkomandi að hafa einhverjar tryggingar. Það kom nú bara á daginn með fyrrum bæjarstjóra.

Hins vegar finnst mér merkilegt þegar fólk með milljón á mánuði kemur fram eins og Hrói höttur og lýsir yfir smá lækkun. Mér finnst merkilegt hvernig þessir litlu bæjir geta boðið upp á þessi laun til bæjarstjóra og barmlómað sér svo yfir of litlum tekjum.
mbl.is Bæjarstjórinn í Árborg með milljón á mánuði í laun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spilling í óperuhúsinu

Þá er komin fram ný kenning um þetta mál, kenning sem er nokkuð skemmtileg.  Spilling í óperuheiminum. Fólki greitt fyrir að skemmta sér og klappa.

Hvernig ætlu þessu sé fyrir komið, ef ég borga mikið er mikið klappað, lítið er ekkert klappað og ekkert er farið í bakkgírinn og baulað?   Ætli það sé klappstjóri, svo eins og í Gettu Betur, sem fær góða summu borgaða fyrir að halda uppi dampi? 

Allt hið mest spennadi mál! 

Ekki það að það þyrfti líka að borga mér fyrir að mæta á svona sýningar.  

 


mbl.is Neitaði Alagna að borga?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Engey flutt út

Þetta kom mér á óvart, á sama tíma og þetta skip hefur verið að gera svona ljómandi góða hluti og græða svona ansi mikið fyrir eigendur sína er það sent úr landi. 1500 milljónir á einu skipi í fyrra.

Skildi vera á ferðinni vandamál vegna þess að menn tíma ekki að borga áhöfninni þann sinn hlut. Það hefur auðvitað verið gefið eftir í þeim efnum og nú er kominn meiri sveigjanleiki þegar kemur að hlutum til áhafna.

Það er sjálfsagt hagkvæmara að vera á sjóræningja veiðum upp við Afríku frekar en kvótaveiðum við Íslandsstrendur.
mbl.is Engey RE seld til dótturfélags HB Granda í Hollandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kosningaslagur að byrja

Ég var alveg hissa þegar ég sá fyrirsögn á blog.is þar sem fólk var kvatt til að kjósa Röskvu.  Það er greinilegt að kosningar eru að fara að stað.

Ég kýs að sjálfsögðu Vöku.  Nema hvað. 


Gömul umræða um fyrstu bloggin

Það er gaman að fylgjast með umræðum um blogg, ekki blogg, fjölmiðla og ekki fjölmiðla.  Þessi umræða er síður en svo ný af nálinni.  Ég hef nokkrum sinnum áður tekið þátt í þessari umræðu og það er alveg ótrúlegt eftir alla umræðuna um blogg að menn skuli tala um þetta eins og þetta sé nýtt fyrirbæri. 

Ég byrjaði að skrifa skipulega á netið árið 1998, þegar ég byrjaði í Háskólanum. Fyrst kallaði ég þetta Snápinn, sem átti að vitna í að þetta væri "Fjölmiðill" og ég ætlaði að skúbba.  Ef ég fann sniðugar fréttir  eða eitthvað sniðugt, skellti ég því á forsíðuna á heimsíðu minnar í Háskólanum, eldri færslum hélt ég svo eftir í skjali sem ég kallaði old.html.   Eftir ákveðinn tíma henti ég svo elstu færslunum út.  Það sem eftir er af þessu dóti er að finna hérna.

Svo frétti ég af því hjá Geir Freysson (og Björgvin Inga) að það væri komið sniðugt tól sem hét blogger, ég þyrfti þá ekki að telneta mig inn, og gæti bara farið á ákveðna heimasíðu og skrifað inn færsluna.  Þeir voru þá nýbyrjaðir að nota þetta tól.  Það leið hins vegar nokkrir mánuðir þangað til ég ákvað að nota þetta af alvöru.  Í fyrstu fannst mér þetta ekkert sérstaklega sniðugt tæki,  bara vegna þess að ég væri alveg fullfær um að halda utan um þessar færslur sjálfur og þyrftir ekkert að vera með blogger til þess að sjá um þetta.  Á endanum var það sam sjálfvirkta archive kerfið sem seldi mér þessa hugmynd að prufa blogger.  Þá voru nokkrir vinir mínir í verkfræðinni farnir að nota bloggerinn.

Fyrsta færslan í blogger var 11.4.00 og var svona:

Þetta er í fyrsta skipti sem ég nota blogg til að gera pottinn, það verður vonandi til þess að ég geri þetta oftar. Síðar í dag mun ég (vonandi) bæta einhverju inn. Enn dagurinn er þéttskipaður þar sem ég þarf að vera í hinni bráðskemmtilegu tölulegri greiningu. Prufið að blogga BLOGG 

Síðan þá hef ég skrifað mismikið, sumarið 2000 var klárlega mikill toppur, ég skrifaði það sumar ótrúlega mörg blogg. Síðan hef ég yfirleitt verið með blogg. Reyndar misvirk en nánast alltaf eitthvað, ég hef prufað ansi mörg bloggkerfi bara til að blogga.   Ég hef prófað blogger, blogcentral, wordpress ofl ofl.  

Nú ætla ég ekki að segja að ég sé einn af þeim fyrstu, ekki einu sinni á Íslandi.  Ýmsir höfðu verið í gangi á undan mér, það sem menn eru kannski að rulga með í þessari umræðu er að tengja þetta við blogger.com. Það er ekki rétt, bloggerinn er bara tæki sem auðveldar þetta, sama og blog.is.  Það sem bloggerinn gerði var hins vegar að gera þetta svo einfald að það var ekki lengur bara nördana að blogga.  Nokkrir smellir og þú varst byrjaður að blogga.

Auðvitað er þetta enn auðveldara í dag með tilkomu ókeypis vefja eins blog.is, þú þarft ekki einu sinni að hafa eigið heimavæði.  Bara að byrja.


Blogg eða fjölmiðill

Ég hef alltaf gaman af umræðunni um það hvort Blog séu fjölmiðlar eða bara einstaklingsverkefni.  Þessi umræða heldur auðvitað áfram hérna, frá fíflaumræðu Egils og fleiri sem eru ekki bloggarar heldur eitthvað annað og merkilegra.

Þetta er auðvitað mjög óræð umræða. Er það blog, þegar ég segi vinum og vandamönnum að ég hafi rekið við og einu vinir mínir sem ég á eru einn á rauðarhöfn og annara á Seyðisfirði?

Á hinn bóginn þegar gestirnir eru orðnir mörg þúsund á dag, og ég keppist við að flytja nýjustu fréttirnar. Allt áður en aðrir segja það.  Er það orðið meiri fjölmiðill.

Hvað með samanburð við íslensk blog og erlend. Ef ég er glaður með að fá 100, en erlendur bloggarar eins og Drudge fá hundruð þúsunda gesta.  Enn ekki fjölmiðlar?

Er það meiri fjölmiðill ef ég segi fréttir af öðrum heldur en ég segi fréttir af mér?

Er þetta kannski meiri fjölmiðlar ef það kemur greiðsla fyrir það sem maður gerir? 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband