Umhverfissamtökin SUS

Það að SUS hafi valið Andra Snæ sem mann ársins, pirrar mig álíka og að fréttastofa Stöðvar 2 hafi valið Ómar sem mann ársins.  Þetta er barátta sem hófst alltof seint hjá Ómari.  

Ég er þó í hópi þeirra sem hafa ekki lesið bókina, þannig að áður en ég tjái mig út um þetta býst ég við að þurfa að fara á bókasafnið og lesa.  

Nema að einhver SUS-ari ákveði að lána mér bókina til þess koma mér í ljósið. 

Samt er þetta gott hjá SUS. 

VG hefur einokað umræðuna um umhverfisvermd, klárlega eru margir umhverfisssinar innan SUS. SUS hefur gert ýmislegt varðandi umhverfismál og umhverfisvermd. Með þessu beinist vonandi athyglin meira að því starfi.  

Það vill til að margar skoðanir rúmast innan Flokksins og innan SUS. 

Fyrir þá sem vilja hressan pistil um málið mæli ég með pistlinum hans Ingva Hrafns 



mbl.is Andríki og Andri Snær Magnason hlutu frelsisverðlaun SUS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Ingi Lýðsson

Lestu bókina áður en þú lætur þetta fara í pirrunar á þér

Sveinn Ingi Lýðsson, 5.1.2007 kl. 22:11

2 Smámynd: Ólafur fannberg

kvitt

Ólafur fannberg, 5.1.2007 kl. 22:11

3 Smámynd: TómasHa

Ég kem bara til dyrana eins og ég er klæddur og viðurkenni ekki að hafa lesið bókina. Ég er ekki að ráðast gegn honum eða tæta niður bókina.  Andri hefur komið það oft í fjölmiðla að ég veit nú nokku hvað þetta gengur út á.  

Ég get því alveg leyft þessu að fara í taugarnar á mér. 

TómasHa, 5.1.2007 kl. 23:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband