10.1.2007 | 21:48
Umræða um Evru
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.1.2007 | 21:45
Illa uppfærðar heimasíður
Þeir eru að eyað milljónum í að kynna útsölu sem er að fara af stað á morgun, sendir heim bæklingar og auglýsingar í sjónvarpi.
Hins vegar er ekki orð um þetta á vefnum þeira, auk þess eru 2-3 mánuðir síðan síðan var síðast uppfærð.
Þetta vekur athygli þar sem þeir eru tölvufyrirtæki með mikið af tæknimönnum í vinnu.
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.1.2007 | 20:00
Hvað gerir Valgerður nú?
Þessar fréttir koma væntanlega fáum á óvart. Menn eru örugglega ekkert að bíða eftir því að við tökum upp Evruna án þess að greiða nokkuð til baka til Evrópusambandsins.
Umræðan er út í hött, að það sé hægt að taka upp Evruna án þess að ganga í Evrópusambandið, svipað rugl og hið meinta Evrópuverð og vextir.
Fyrir áhugamenn um þessi mæl mæli ég með viðtalinu við Illuga Gunnarsson í morgun. Þar ræðir hann þessi mál á mjög skemmtilegan og upplýsandi máta.
![]() |
ESB telur þjóðir ekki geta tekið upp evru án aðildar að sambandinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.1.2007 | 19:52
Ekki leiðinlegt
Það er gaman af svona, ekki bara að finna einhvern eyrnalokk heldur einmitt lokkinn hennar Dietrich.
Ég held að það sé samt ekki síður merkilegt annað dót sem fannst:
Auk eyrnalokksins fundust þrjú sett af fölskum tönnum, glerauga, óhrjáleg hárkolla og brjóstahaldari við uppgröftinn.
![]() |
Eyrnalokkur finnst eftir að hafa verið týndur í 73 ár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.1.2007 | 19:42
Spilakassar
Fann þessa áhugaverðu frétt um spilafíkn og spilavanda. Þar kemur meðal annars fram að í grein frá 24. maí síðastliðinn var fjallað um eignarhlut Straumsburðarás í Betson.
Það verður alltaf erfiðara og erfiðara að koma í veg fyrir þetta.
Því miður.
![]() |
Hafði næstum spilað mig til bana" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.1.2007 | 19:33
Hálf - down veurfréttamaður
Mér fannst nafn nýja veðurfrettamannsins mjög lýsandi, hann var eitthvað svo hálf - down.
Vonandi hressist Eyvindur.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.1.2007 | 17:59
Netveðmál
Nú er komin upp töluverð umræða um Netveðmál, þetta virðist vera vandamál sem menn hérna heima eru allt í einu að átta sig á. Ekki síst eftir að ákveðin fyrirtæki fóru að kynna þessa vöru á íslenskum vefjum, sum að hluta til í eigu Íslendinga.
Menn hrökkva í einhvern baklás og fara að velta fyrir sér hvernig er hægt að stöðva þetta. Þetta gera íslensk yfirvöld mörgum árum eftir að þau bandarísku gera það.
Bandaríkjamenn hafa ekki en fundið lausn á þessum málum, þegar sótt var að fyrirtækjunum fluttu þau sig einfaldlega úr landi. Þegar forsvarsmenn voru sóttir til saka gerðu þeir það líka. Núna sitja þessir menn á heitum eyjum við Karabíahafið og vita ekki aura sinna tal. Allar aðgerðir til að ná til þessar manna hafa ekki skilað árangri.
Sú umræða sem nú er til umræðu hér heima vekur ekki síst athygli vegna þess að það eru íslenskir aðilar sem eru hluti af einu þessara fyrirtækja (Betson), hins vegar eru önnur eins og Partypoker og 888.com eru í hópi.
Íslendingar segja sögur af því hvernig þeir hafa eytt aleigunni í þessi fyrirtæki. Um leið og Bandaríkjamenn geta ekki með nokkru móti haldið aftur af þessu er mjög erfitt að sjá hvernig við ætlum að gera það.
Kínverjar hafa stundað ritskoðun á netinu, það hefur reyndar ekki gengið sem skildi en það er spurning hvort íslenskum stjórnvöldum gengi ekki betur í því. Ekki að ég viti hvernig tækileg þetta væri framkvæmt en samt eru bara örfáir þræðir inn í landið fyrir utan gervihnattarsamband. Þetta fer í gegnum örfáa söluaðila á netsamabandi. Það kemur mér ekkert á óvart ef að umræða mun fara af stað um þessa lausn hér á landi.
Þessi lausn virkar illa í Kína og mun gera það sama hérna, þeir sem hafa áhuga að stunda þetta munu gera það. Spurningin er öllu heldur hvar sú ritskoðun myndi stoppa. Er þetta eina óæskilega efnið sem við getum fundið á netinu.
Þessi fyrirtæki eru engir byrjendur, en margir sem sækja forrit á netinu samþykkja í leiðinni skilmála um að setja upp forrit á vélunum sínum. Þessi forrit poppa reglulega upp auglsýingu eða skapa tengar við þessi fyrirtæki.
Hingað til hafa verið nóg af tækifærum til þess að tapa heilu einbýlishúsunum, Háskólinn, rauðikrossinn og fleiri góðir aðilar hafa rekið spilakassasali um allan bæ.
Væri ekki nær að hefja baráttuna eitthvað nær okkur en netveðmál?10.1.2007 | 10:08
Alltaf eitthvað nýtt
Það skítur alltaf reglulega upp umræða um svindl á netinu.
Hins vegar verður alltaf erfiðara og erfiðara fyrir menn að ná í þessa peninga, þar sem fólk er mun gætnara en áður. Það eru fáir sem falla fyrir þessum bellibrögðum, fólk er farið að læra að smella ekki á hlekki í póstum frá aðilum sem það þekkir ekki.
Þessir aðilar sem eru að stunda þetta mega eiga það að vera ótrúlega hugmyndaríkir í að reyna að ná í peningana þína. Í þessu tilfelli er um mjög lága upphæð að ræða, eitthvað sem þú ert ekki líklegur til þess að gera mjög mikið veður út af. Hins vegar þegar tugir þúsunda greiða nokkra dollara í einu er upphæðin fljót að skrapast saman og viðkomandi kominn með verulegar upphæðir.
Menn verða auðvitað bara að passa sig og íhuga hvað þeir eru að smella á, hvort sem um er að ræða í gegnum heimasíður eða tölvupósta. Þótt hérna séu smáupphæðir í gangi hafa menn lent í að tapa verulegum fjárhæðum.
![]() |
Íslenskur tölvunotandi varð illilega fyrir barðinu á netsvindlurum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.1.2007 | 09:09
Stórgróði
Nú er komið á daginn að Kópavogsbær mun hagnast um 1,5 milljarð á kaupum á Gustssvæðinu. Fyrir kosningarnar seinasta vor var Gunnar úthrópaður vegna þess og ekki féllu lítil orð í kosningabaráttunni um spillinguna, þegar Gunnar hefði verið að versla að sér og sínum.
Samfylkingin fór mikinn í þessum ásökunum, hér á blog.is skrifar oddviti framsóknar flokksins. Það verður spennandi að sjá hvaða viðbrögð koma fram þar á bænum.
![]() |
Kópavogsbær hagnast um 1,5 milljarð af sölu Gustssvæðisins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.1.2007 | 09:01
Er Jón skásti kosturinn
Ég hlusta mjög reglulega á Útvarp Sögu og alveg sérstaklega á Guðmund Ólafsson, Lobba. Hann hefur komið flesta föstudaga til Sigurðar G. Tómassonar, og þar hefur ýmislegt verið rætt.
Ég hef reyndar beðið eftir því að Lobbi fari að blogga, en hann var mjög ötull að skrifa á netið í kringum 1998. Þá notaðist hann ekki við blog heldur skrifaði á usenet en hefur greinilega talið það nóg.
Það kom mér töluvert á óvart að heyra Lobba segja í þættinum seinasta föstudag að honum þætti Jón Sigurðsson eini alvöru valkosturinn næsta vor.Eins og við sem höfum hlustað lengi á Lobba vitum þá gekk hann í Samfylkinguna til að kjósa Ingibjörgu Sólrúnu en lýsti því yfir fljótlega eftir að hann hætti að það hafi verið mistök þar sem hún stæði ekki undir væntingum.
Þarna er kannski kominn sá hópur sem Framsókn getur náð til, miðaldra velmenntaðir karlmenn. Þeir heyra kannski í jafningja sínum og meðan aðrir heyra bara hroka þegar hlustað er á Jón tala. Þeir eru kannski bara með svipaðann hroka?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)