1.2.2007 | 10:46
Flott fyrir og eftir mynd

Annars held ég Anston til afsökunar að það sjáist ekkert utan á nefinu, þannig að þessi kenning fellur um sjálfa sig. Blaðið EdmundSun kallar þetta (inside) nose job.
Það er annað sem ég velti fyrir mér í þessu máli, en það er hvort mbl.is hafi þurft að greiða fyrir notkun á þessaari mynd? Ef þeir vísa svona á mynda er þá í lagi að spyrja ekki leyfis? Að sjálfsögðu þverbrýt ég þetta hér, enda breiskur eins og Bjarni.
![]() |
Aniston segist sofa vel eftir nefaðgerð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.2.2007 | 10:03
Bölvaðir foreldrarnir...
Það er spurning hvort ekki hefði þurft að segja þessar áskrift upp fyrir mörgum mánuðum hjá þessum dreng. Það vekur auðvitað ugg hvað foreldrar eru orðnir lélegir í að ala upp börnin.
Þau í Keflavík eru farin að bjóða upp á kennsku í uppeldi, og finnst mér það flott hjá þeim. Það veitir kannski ekki af því að kenna foreldrum þessa hluti.
![]() |
Tölvufíkill trylltist |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
31.1.2007 | 22:46
Fáir á hátíðinni
Ég get ekki mikið sagt um Lay Low, eða þessa nýju tónlistarmenn. Ég bara þekki þá ekki. Mér finnst samt alltaf barlagið verið flottast.
Það sem ég tók eftir að mér fannst vera fáir í salnum, það voru nokkuð mörg auð sæti. Skortur á vinsældum?
Hitt sem ég tók eftir að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson var hress, Villi gamli góði Villi. Beið bara eftir að hann tæki lagið ala Raggi Bjarna. Þetta hefði verið tíminn til að syngja, Vertu ekki að horfa svona alltaf á mig. Þetta var tíminn til þess.
![]() |
Lay Low sigurvegari íslensku tónlistarverðlaunanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
31.1.2007 | 22:31
Ókeypis í Herjólf?
Mér finnst að ég fái ódýrara bensín, ég get ekki sætt mig við það að það sé dýrara fyrir mig að keyra í miðbæinn heldur en þeir sem eiga heima í miðbænum. Svo vil ég að það verði fellt niður flutningagjald, en við í Grafarvogi þurfum að greiða hærra gjald en þeir sem eru í miðbænum.
Svona einhvern vegin finnast mér rökin vera hjá Vestmannaeyingum, það getur vel verið að þeir greiði fyrri að fá þá þjónustu að sigla á milli lands og Eyja. Akureyringar þurfa að borga fyrir að keyra þjóðveginn í bæinn, það gera þeir í olíugjaldi, svona svipað og ég greiði fyrir að fara niður í miðbæ og austfiriðingar greiða fyrir að keyra í bæinn.
Afhverju ættu Vestmannaeyingar greiða eitthvað minna enn aðrir?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
31.1.2007 | 22:24
Kemur ekki á óvart
Það er skiljanlegt að flokkurinn vilji sleikja sárin og reyna að koma saman listum í kjölfarið. Það er alveg ljóst hver áhersla flokksins verður og óhætt að hafa verulegar áhyggjur af þessari þróun.
Það verður þó gaman að sjá hvernig Guðjóni Arnari gengur að stjórna þeim ólíka hópi sem er nú kominn í flokkinn er hann klárari stjórnmálamaður en ég hingað til talið.
![]() |
Niðurstaðan úr atkvæðagreiðslunni engum vafa undirorpin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.1.2007 | 21:33
Löngu hætt

Það er gaman að ryfjað upp þegar maður var í Vöku og Vökudisklingarnir slógu í gegn. Það var þá fín gjöf.
![]() |
Hætta að selja disklinga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.1.2007 | 21:17
Týnst í pósti?
Þetta er auðvitað shokk fyrir heimsbyggðina! Ég veit svo sem ekki hvort að ég hafi rétt fyrir mér en veðja á að aðdragandi þessarar myndar hafi eitthvað með þetta að gera.
Hitt er svo annað mál að mér er nokk sama.
![]() |
Hugh hefur ekki fengið boðskort frá Elísabetu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.1.2007 | 18:28
She has done it again
Talandi um að fókusera á niðurdrepandi mál.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.1.2007 | 18:20
Ekki hætt við neitt
Það er að sjá í grein á vísi.is að það hafi ekki verið hætt við neitt og eina sem hefur breyst er að það kom í ljós að það er eitt formsatrið sem þarf að gera eða kynna þetta fyrir íbúum. Það virðist því fremur takmarkaður sigur hafa náðst.
Það á reyndar eftir að koma í ljós í kjölfarið hvort bæjarstjórn muni gera eitthvað í þessu.
Ásbjörn Þorvarðarson, byggingarfulltrúi í Mosfellsbæ, segist hafa óskað eftir því að framkvæmdaaðilar færu af þessum tiltekna stað þar sem ekki liggi fyrir framkvæmaleyfi þar. Framkvæmdaaðilarnir hafi leyfi á stærstum hluta svæðisins en þarna, við tengingu Helgafellsvegar og Álafossvegar við Brekkuland, hafi átt eftir að gefa út kynningargögn og halda kynningarfund fyrir íbúa áður en framkvæmdaleyfi sé gefið út. Því hafi framkvæmdaaðilarnir farið of geyst. Af vísi.is
![]() |
Bærinn óskaði eftir því að vinnuvélar yrðu fluttar úr Álafosskvosinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.1.2007 | 17:40
Tómt rugl!
![]() |
Sannað að viðskiptavinir í verslun heyrðu í útvarpi á kaffistofu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)