Ómar á kaf í pólitík

Hálfguðinn Ómar var ekki lengi að komast að því hvernig það væri að vera í pólitík. Hann hefur getað sagt það sem honum hefur dottið í hug án þess að vera gagnrýndur, nú þegar hann ætlar sér að fara í pólitík er.

Nú þegar hafa ýmsir gagnrýnt Ómar, þar á meðal skrifar Kolbrún Halldórsdóttir eftirfarandi:

Fortíðarlandið

Það var sannarlega sérkennilegt að sjá kyndilbera umhverfismála og náttúruverndar tala í Kastljósinu í kvöld um mikilvægi þess að auka umferð bíla í miðborg Reykjavíkur. Bílar í báðar áttir, á báðar hendur, akandi án markmiðs, hring eftir hring, blásandi og spúandi. Meiri útblástur, meira svifryk, meiri hljóðmengun. Og minna pláss fyrir gangandi vegfarendur. Tökum af gangstéttunum og breikkum götuna. Endurvekjum rúntinn, sagði kyndilberinn. Fortíðarlandið endurvakið. Og borgarstjórinn léttur á brún, dreyminn, rifjaði upp 1962, 1963, þegar hann naut rúntsins. Endurvekjum rúntinn. Endurvekjum 1962. Endurvekjum fortíðarlandið. “Ágætt að hafa fastan punkt í miðborginni,” sagði borgarstjórinn. Rúntinn, fortíðina......

 


Reyktu lyfin þín

Hressandi aðferð til að taka lyfin sín.  Spurning hvað íslensku reykingarmógúluna finnst um þetta.  Þetta hlýtur að leiða til reykinga á tóbaki. 

 

 

 

Vísir, 31. jan. 2007 14:13

Reyktu lyfin þín

Bandarískt lyfjafyrirtæki er að þróa lyf sem hægt er að reykja, og hafa því áhrif þegar í stað, rétt eins og nikótín. Öll lyfjafyrirtæki leggja áherslu á að lyf þeirra hafi skjót áhrif, sérstaklega ef um er að ræða lyf við mígreni, verkjum eða ofsahræðslu. Staðreyndin er hinsvegar sú að lyfin taka frá fimmtán mínútum og upp í klukkustund, að virka. Alexza lyfjafyrirtækið er nú að þróa lyf sem hægt er að reykja. Eins og nikótín fer það í gegnum lungun og út í blóðrásina, og virkar því samstundis. Fjárfestum virðist lítast vel á þetta, því gengi hlutabréfa í Alexza hafa hækkað um hérumbil sextíu prósent á síðustu fimm mánuðum.

Stofnandi Alexza er Alejandro Zaffaroni, sem einnig stofnaði fyrirtækið Alza, sem þróaði nikótín-plásturinn.


 


Góð kynning á handbolta

Ég heyrði viðtal við Wilbek á RÚV í morgun, þar sagði hann að leikur Íslands og Danmörku væri góð kynning á handbolta.

Þetta er svo sannarlega rétt hjá honum. Ég held ég hafi aldrei áður horft jafn spenntur á íþróttakappleik og í gær, þegar ég horfði á þennan leik. Þetta var alveg ótrúelgt.

Fyrst hélt ég auðvitað að þetta væri bara búið, svo náðu þeir inn og svo voru þeir komnir yfir...

Bara að halda boltanum. Halda boltanum og skjóta svo!

En svona er þetta.
mbl.is Wilbek:„Dýrkeyptur sigur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ómar og vélknúin ökutæki

Ég var að lesa svar hjá Ómari Ragnarssyni, þar sem hann svara einhverjum ótilgreindum bloggara og gerir ekki svo mikið að segja hvaða bloggari það er.

Ómar svarar sem sagt þessum ágæta bloggara, og gerir það með því að segja frá því að hann hafi alltaf valið minnstu bílana og hagkvæmustu bílana. Þetta finnst mér koma spánst fyrir sjónir.

Nú er það svo að Ómar notaðist við Toyota HiLux í mörg ár, það þarf ekki annað en að skoða fréttamyndir af Ómari auk þess notaði Ómar þau helstu vélknúnu farartæki sem þurfti til þess að "ná fréttinni". Frúin verður seint talin til sparsamra faratækja.

Ómar hefur mjög oft hreykt sér af því hvernig hann hefur á hreint ótrúlegan hátt verð í einu landshorni að gera einn hlut og svo farið yfir hálft landið til að gera annað. Ég heyrði ófáar sögur af þessu seinasta sumar þegar Sumargleðin kom saman aftur. Í þessum sögum var Ómar alltaf einn á ferðinni, á frúnni eða öðrum ótrúlegum faratækjum. Það var nú ekki fyrir að fara nýting náttúrunnar í þessum sögum.

Nú er ég ekki að efast um heiðarleika Ómars í náttúruvermdarhugsjónum, hann hins vegar opnar þessa umræðu og leggur tónin varaðandi umræðu um vélknúin ökutæki. Mér finnast svör Ómars einfaldlega ótrúverðug, ef náttúran hefði verið númer 1,2 og 3 í þessum ferðum hefði ferðamáttinn verði öðruvísi, meira hefði verið notað af óvélknúnum fararmáta (svifflug, skíði, ganga) og ferðir þvert yfir landið til að spila "gigg" eða ná frétt hefðu verið færri.

Það er eins spurning hvort það sé eins með Ómar og hetjur þöglu myndanna. Þær voru bara svo miklu betri á meðan þær voru þöglar.

Brosað í gegnum tárin

Eftir að hafa lesið þessa frétt er ég nokkuð viss um hvaða lag er í spilaranum hjá Magnúsi Þór. Ég væri meira að segja ekkert hissa á því að hann hafi látið búa til fyrir sig svona borða til að vera með.

Ég er fegurðardrotning... brosi í gegnum tárin.
mbl.is Um 20 úrsagnir úr Frjálslynda flokknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tillögur sjálfstæðismanna?

Ef ég man rétt gerðu tillögur sjálfstæðismanna ráð fyrir mun meiri byggð á þessu svæði.

Miðað við þessa mynd er gert ráð fyrir mun meiri byggð en 4500 manns á þessu svæði.


Miðað við þær teikningar sem ég hef séð af þessu nýja svæði sem nú eru hugmyndir um, get ég ekki séð annað en það sé verið að útiloka þá byggð sem upphaflegu hugmyndir voru um.

Ég veit að þetta voru bara hugmyndir og það voru gagnrýnisraddir á þetta, en ég man ekki betur en að þeim hafi öllum verið svarað.

Hvernig er með nýja verksmiðju Lýsis á svæðinu, hún verður eins og illa gerður hlutur í nýju íbúðahverfi en væntanlega er þetta nánast eina hafnsækna starfsemin sem verður eftir á þessu svæði.


mbl.is Vilja reisa íbúðahverfi við Örfirisey fyrir 4.500 manns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

eistnaflug.is

Veit ekki hvað stendur til að setja á þetta lén.

Það kemur í ljós:

http://eistnaflug.is/

 


Hressandi handboltinn...

Meira að segja anti-sportistinn er orðinn spenntur.

 

áfram Ísland. 


Dugar ekkert minna en íslenskur vindur

Það kemur ekki á óvart að þeir skuli koma hingað, það dugar ekkert minna en íslenskur vindur til þess að prufa græjuna.

Það hefur nú verið áhugavert að fylgjast með þróun á þessari vél, menn eru ekki sammála um það hvort að hún sé málið. Hvort við eigum eftir að fljótlega áherslu á gríðarlega hagkvæmar vélar, en ekki risagræjur eins og þessa.

Hvað sem verður ofan á er þetta búið að vera ótrúlega brösótt verkefni hjá AirBus, á meðan allt hefur verið í góðum gangi hjá Boeing.

Við Ísleniningar þurfum ekkert að hafa áhyggjur af því að njóta þeirra þæginda sem þarna eru í boði. Við megum víst þakka fyrir að hafa gamla túbuskjáinn í loftinu.

Maður veltir fyrir sér hversu gamalt allt dótið er líka, þegar flugfreyjan dregur fram spólu til að skella í vídeóið á tímum stafrænna undra. Hefur engum dottið í hug að setja digital myndspilara í þessar vélar?
mbl.is Airbus A-380 æfði lendingar í íslenskum hliðarvindi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Borgarstjórnarflokkur frjáslyndra verður óháður

Merkilegt.

Ætli Magnús haldi því enn þá fram að flokkurinn hafi verið óklofinn?

 

Vísir, 30. jan. 2007 12:08

Borgarstjórnarflokkur frjáslyndra verður óháður

Borgarstjórnarflokkur frjálslyndra verður að öllum líkindum óháður eftir að Margrét Sverrisdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Frjálslynda flokksins og varaborgarfulltrúi, gekk úr flokknum í gær. Margrét segist reikna fastlega með því að Ólafur F. Magnússon sigli í kjölfar hennar en hann hefur verið hennar helsti stuðningsmaður.

Þingflokki frjálslyndra gæti hins vegar borist liðsauki úr Framsóknarflokknum. Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, neitar því að flokkurinn sé klofinn þótt einhverjir segi sig úr flokknum, komi aðrir í staðinn.

Hann segist hafa rætt við Kristinn H. Gunnarsson en játar því hvorki né neitar að hann ætli að ganga til liðs við þingflokkinn. Það sé Kristinn sjálfur sem verði að svara því.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband