Ókeypis í Herjólf?

Mér finnst að ég fái ódýrara bensín, ég get ekki sætt mig við það að það sé dýrara fyrir mig að keyra í miðbæinn heldur en þeir sem eiga heima í miðbænum. Svo vil ég að það verði fellt niður flutningagjald, en við í Grafarvogi þurfum að greiða hærra gjald en þeir sem eru í miðbænum.

Svona einhvern vegin finnast mér rökin vera hjá Vestmannaeyingum, það getur vel verið að þeir greiði fyrri að fá þá þjónustu að sigla á milli lands og Eyja. Akureyringar þurfa að borga fyrir að keyra þjóðveginn í bæinn, það gera þeir í olíugjaldi, svona svipað og ég greiði fyrir að fara niður í miðbæ og austfiriðingar greiða fyrir að keyra í bæinn.

Afhverju ættu Vestmannaeyingar greiða eitthvað minna enn aðrir?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er enginn að tala um að greiða minna en aðrir, heldur greiða ekki meira en aðrir.  Er ekki eðlilegt að kostnaður sé sá sami fyrir hvern km á þjóðvegum landsins, líka í Herjólfi. Í dæminu sem þú setur upp þá greiða allir jafn mikið per km, miðbæjarbúinn, Grafarvogsbúinn, Akureyringurinn og austfirðingurinn. Er þá ekki eðlilegt að Vestmannaeyingjar greiði það sama? Er t.d. sérstakt aukagjald á hverja ferð úr Grafarvognum þegar farþegi er í bílnum?

VB (IP-tala skráð) 1.2.2007 kl. 09:29

2 Smámynd: TómasHa

Ég er bara að benda á hvað það að þetta sé þjóðvegur er skökk líking.  Menn sem koma að austan greiða líka helling fyrir að nota þjóðveginn. Þeir greiða þetta bara ekki á sama hátta og Eyjamenn.  Þeir greiða þetta í formi gjalda á eldsneyti.  En þeir borga!

 

Varðandi gjaldskránna og að ég greiði ekki á hvern einstakling, er það hárrétt þegar ég er að keyra í Reykjavík.   Umhverfissinnar myndu væntanlega að það væri gert, það er hins vegar dýrt kerfi og verður vart við komið. Ólíkt því sem í tilviki Herjólfs.

 

Það hvernig gjaldskráin er útfærð er bara útfærsluatriði, niðurstaðan er væntanlega sú sama. Menn ætla að fá ákveðna upphæð í kassann.   Ef það væri rukkað fast gjald á bíl, væri það gjald bara mun hærra. 

 

Í dag er kostnaðurinn 1215 krónur á einstakling, og bíllin kostar líke 1215 krónur, ef það er keypt afsláttarkort.

 

Segjum að meðalfjöldi í bíl væri 2, ef það væri breytt þyrfti að rukka 3645 krónur, af öllum til að fá sama inn.

 

Kannski myndu þeir spara á því að rukka bara 3645 kall á bílinn, Eyjamenn myndu þá hugsanlega fjölmenna í bílana og þörfin á nýrri ferju myndi minnka?

TómasHa, 1.2.2007 kl. 09:56

3 identicon

Hvað svo sem hverjum og einum finnst um þá líkingu að tala um Herjólf sem "þjóðveg", þá er hann skilgreindur sem slíkur og er hluti af þjóðvegakerfinu. Auðvitað borga allir fyrir notkun á þjóðvegum eins og þú segir. Í stað gjalda á eldsneyti þá borga þeir sem nota "þjóðveginn" Herjólf í formi fargjalda. Hvað ætlið það kosti að aka þá 74 km sem eru milli Vestmannaeyja og Þorlákshafnar, líklega rúmar 1000 kr í bensín. Að aka og reka bíl er að vísu meira en bara bensín, svo líklega er kostnaðurinn svona frá 1500 kr upp í 2000 kr fyrir þessa 74 km. Þetta er sá kostnaður sem austfirðingurinn borgar fyrir hverja 74 km sem hann ekur óháð faþegafjölda í bílnum.

 Hvað er þá eðlileg fargjöld í Herjólf? 

Er ekki allt umfram þennan kostnað sérstakar álögur eða vegtollur á notendur þessa "þjóðvegs"? 

Er rétt að nota "Menn ætla að fá ákveðna upphæð í kassann" þegar um er að ræða þjóðveg? 

Notkun vegtolla fyrir afnot er góð og gild leið til að greiða fyrir samgöngur, sérstaklega þegar um einkframkvæmdir er að ræða. Hvalfjarðargöngin eru dæmi um það, og þeir sem vilja ekki greiða hafa val um að fara fyrir Hvalfjörðin. Þetta val hafa notendur "þjóðvegarins" Herjólfs ekki. Ef hið opinbera ætlar að taka gjald fyrir afnot umfram það sem greitt með sköttum, olígjaldi ofl. Þá þarf að stuðla að því, að jafnræðis sé gætt. 

VB (IP-tala skráð) 1.2.2007 kl. 11:17

4 Smámynd: Sigursveinn

Þegar menn skilgreina Herjólf sem hluta af þjóðvegakerfinu líkt og gert var fyrir nokkrum árum þá á það að hafa þýðingu. Ekki bara á hátíðarstundum fyrir pólitíkusa. Hingað til hefur það enga þýðingu haft fyrir okkur að skipið sé skilgreint sem slíkt. Það er enginn að fara fram á það að við borgum minna heldur að við borgum sama og aðrir landsmenn fyrir notkunina á þjóðveginum okkar....

Sigursveinn , 1.2.2007 kl. 11:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband