28.2.2008 | 14:20
Pappírstígrar og slúðurberar
Undanfarið hafa birst mjög áhugaverðir pistlar á Deiglunni um skrif á netinu. Þetta eru greinar sem eru þess virði að lesa. Tímasetningin er mjög góð miðað við umræðuna undanfarna daga í kjöflarið á dómi, þar sem bloggari var dæmdur í kjölfar rætinna skrifa.
Pappírstígrar og slúðurberar I
Pappírstígrar og slúðurberar II
Pappírstígrar og slúðurberar III
Pappírstígrar og slúðurberar IV
27.2.2008 | 23:16
Fundir og mótmæli
Af hverju kemur það mér ekki á óvart að stjórnmálaskóli VG, skuli bjóða upp á kennslu í mótmælum?
Tími: 11 15, laugardaginn 1. mars. Staður: Fundasalur Hótels KEA
Dagskrá:
Saga og stofnun VG: Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG
Hádegishlé frá 12 til 13 með pítsum í boði UVG fyrir svanga fundarmenn
Stefna VG og UVG: Finnur Dellsén og Huginn Freyr Þorsteinsson
Fundir og mótmæli: Auður Lilja Erlingsdóttir og Þórhildur Halla Jónsdóttir
Ungt fólk í pólitík: Birna Pétursdóttir og Jan Eric Jessen
26.2.2008 | 20:11
Geymslur.com ömuleg auglýsing?
Ég hló af grafískahönnuðinum sem sagði að auglýsing geymslur.com skaðaði ímynd fyrirtækisins til skammstíma.
Hver var nú ímynd fyrirtæksins fyrir? Ég hafði nú aldrei heyrt af þessu fyrirtæki fyrr en þetta grípandi og þunga lag kom fram.
Þetta stuðlaði amk. að töluvert betri ímynd en auglýsingar ýmissa fyrirtækja, sem fengu þó fagmenn til þess að gera fyrir sig auglýsingarnar.
26.2.2008 | 00:14
Rúntað yfir á rauðu ljósi
Var nokkuð hissa að mæta löggubíl á gatnamótum Skeifu og Grensásvegar skella sér yfir á rauðu ljósi og setja á bláuljósin, bara rétt til að komast yfir. Svo þeir lentu þeir bara á næstu ljósum og voru þar stopp. Svo brunuðu þeir á alltof miklum hraða niður Miklubraut.
Maður kannaðist við svona vinnubrögð fyrir nokkrum árum, þegar löggan stundaði þetta oft. Hins vegar hélt ég að það væri búið farið að skrá þetta niður og bera saman við hvort menn væru í útköllum eða ekki.
Það er greinilega ekki.
Þetta er ekki sérstaklega gott PR hjá löggunni, um leið og það er búið að þrengja að almenningi með mun hærri sektum og minni frávikum, hefði maður haldið að löggan ætti að sýna gott fordæmi (sem þeir gera lang oftast).
25.2.2008 | 18:42
Stóra dreifikerfis málið
Það er nokkuð merkilegt að hlusta á þessa umræðu um dreifikerfi farsímafyrirtækjanna. Vodafone fer af stað og auglýsir stærsta dreifikerfið, Síminn svarar og auglýsir að þeir séu víst með stærsta dreifikerfið og svo kemur Vodafone og jarðar símann með myndum og 3 heilsíðu auglýsingum í öllum blöðum.
Hvar er síminn núna?
Eru þeir bara ekki með stærra dreifikerfi? Afhverju segja þeir ekki neitt um þetta? Voru þá auglýsingarnar í millitíðinni bara mistök?
24.2.2008 | 19:16
Óheppileg ummæli
Það er greinilegt að Friðrik Ómar kann hvorki að vinna eða tapa. Þessi athugasemd var alveg út í hött í gær. Honum tókst að sigra, og þurfti bara ekkert að vera að skjóta á aðra keppendur á meðan. Það er greinilegt að það er búinn að vera mikil barátta bakvið tjöldin og sumir létu kynningar Mercedes hópsins fara í taugarnar á sér. Hins vegar skilaði þetta sér ekki betur en svo að þeir urðu í öðru sæti.
Ég er hins vegar þeirrar skoðunnar að þetta lag eigi ekki eftir að ná langt. Mér fannst þetta lag vera alltof gamaldags technólag.
23.2.2008 | 22:24
Regína hökkuð
Datt í hug að kanna hvað Regína er gömul og "googlaði" hana. Datt inn á heimasíðuna hennar og sé að hún hefur verið hökkuð.
Þegar farið er inn á síðuna hennar stendur í einni færslu:
HacKeD By_FatiH
Regína hlýtur að kippa þessu í liðin mjög fljótlega, enda að fara út .
http://www.regina.is/blogg/html/index.php
Eurobandið fer til Serbíu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.2.2008 | 20:05
Áhugaverð sýning
Ég fór í dag á sýingu blaðaljósmyndarafélagsins. Þetta er virkilega flott sýning, en ég hef farið undanfarin 3-4 ár á sýninguna. Þetta er langflottasta sýning hingað til. Rosalega mikið af flottum og fjölbreyttum myndum.
Það sem ég tók sérstaklega eftir var að fjöldi ljósmyndara hefur aukist sem hafa komist á sýninguna. Ég hygg að það sé fyrst og fremst því að þakka að fjöldi góðra ljósmyndara á landinu. Mér fannst líka hærra hlutfall mynda sem mér fannst virkilega flottar.
Sigurmyndin var ekkert sérstaklega mér að skapi. Það var skemmtilegt að sjá Gunnar á staðnum, honum virtist greinilega ekki vera neitt um þetta. Það voru margar myndir á sýningunni sem mér fannst eiga miklu meira skilið að vinna þetta.
Íþróttamyndin var alveg rosaleg. Manni datt helst í hug hversu hættuleg þessi íþrótt er, bæði augu mannsins og svo blóðnasirnar.
Ég var ekkert sérstaklega hrifin af umhverfismyndinni, ég veit það ekki. Myndir úr fókus eru mér ekkert sérstaklega að skapi. Ég veit að þetta átti að vera stíll, en ef þetta hefði verið mín myndi hefði hún farið beint í ruslið.
Ég mæli endilega með að menn skelli sér í Gerðasafn og skoði þessa fínu sýningu. Þetta er um leið snögg soðinn fréttaannáll og mikið af skemmtilegum myndum frá árinu í ár. Sýningin niðri var líka mjög skemmtileg, stóra blámamyndin er alveg einstök. Hún var til sölu í Fótógrapíu í haust og kostaði þá aðeins og mikið fyrir minn fjárhag.
Sláandi fyndin pólitísk mynd" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.2.2008 | 19:37
Endurnýttar fréttir á RÚV
Þær eru nú ekki skemmtilegar íþróttafréttirnar, en síður þegar RÚV tekur upp á að sýna langa frétt um körfubolta í annað sinn. Það er sérstakt að hægt sé að nýta íþróttafréttir tvisvar, íþróttir eru nú yfirleitt fréttir í núinu en þeim tókst þetta svo sannarlega.
22.2.2008 | 21:47
Guðmundur mættur aftur á blog.is
Það er gaman að sjá að einn vinsælasta bloggarinn á blog.is er mættur aftur til starfa, en það er sagnfræðingurinn og fyrverandi ritstjóri DV.is, Guðmundur Magnússon.
Nú verður skrafað og skrifað af einhveri alvöru, ólíkt gamla vinnustað Guðmundar.