Kaupþing að fara á hausinn?

Enn vext skuldartrygginarálagið og er komið alveg í hæstu hæðir.  Umræðan um að Kauþing sé að fara á hausinn kraumar.

Það er alveg ljóst að bankinn þarf að nota eitthvað annað en fyndna auglýsingu með John Cleese (sem sumum finnst alls ekki fyndin) og kalla þá blábjána sem segja bankann vera að fara á hausinn til að sannfæra fólk.  Umræðan í kringum bankann hefur bara verið neikvæð og stöðug skilaboð um slæma stöðu bankans hefur á endanum áhrif.

Bankinn hlýtur að fara að snúa sér að því að fullum þunga að sannfæra almenning og fjölmiðla um að allt sé í sómanum af einhverju meiri krafti en þeir hafa gert hingað til.  Það væri kannski rétt að slá af einhverjar laxveiði ferðir með stórlöxum til að ráðast í PR aðgerðir.

Ég hef á stuttum tíma heyrt af nokkrum sem hafa tekið peninga sína út og fært annað og "öruggari staði". 

Það segir mér að skilaboðin að þeir séu ekki að fara á hausinn sé ekki að ná til fólks.

Mín viðskipti eru enn við Kaupþing og verða það áfram.

Hérna er annars áhugaverð grein um aðra erlenda banka. 


mbl.is Álagið í hæstu hæðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gat enginn rúllað rörinu?

Maður hefði haldið að það hefði ekki verið mikið mál fyrri einhvern að skella sér út og rúlla rörinu út í kannt þangað til eigandi eða löregla pikkaði upp rörið.   Meira að segja ljósmyndari mætti tók mynd og gerði ekkert við rörið.

Eru þessir menn með þumal á öllum? 


mbl.is Rör féll af flutningabíl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eitthvað sem margir bloggarar kannast við

Ég held að þetta sé eitthvað sem margir bloggarar og áhugamenn um athugasemdakerfi kannast við.
duty_calls

Gjörningur að brjóta lög

Ég var að sjá þetta í fréttum áðan.  Ég heyrði þar að þetta væri gjörningur og væri ekki brot á höfundarrétti.

Allt er hægt í nafi listar! 

Nú vita menn hvað þeir eiga að segja þegar SMÁÍS mætir í heimsókn og segir menn brjóta höfundarréttarlög fyrir að hala niður ólöglegu efni.  Þá það bara gjörningu.

Þetta var kannski allt saman gjörningur hjá Istorrent gaurnum?   


Hneyksli dagsins

Hneyksli dagsins er ekki sú árlega og þreytta umræða hver fékk mesta áhorfið.  Áhorfendur eru löngu hættir að hlusta og þeir sem á annað borð hafa nokkurn áhuga á þessu lesa sér bara til um þetta á vef Capacent. 

Hneyksli dagsins er hins vegar þetta mikla áhorf sem leiðinlegasti þáttur Íslands fær.  Hvernig má það vera að útþynntur Idol þáttur með leiðinlegustu þáttastjórnanda Íslandssögunnar fær svona mikið áhorf. 

Eigum við að ræða þetta eitthvað eða? 

Það er ekki nokkur einasti maður sem ég þekki sem er ánægður með þennan þátt.   Val á Evrópvision lagi getur verið ágætt sé það gert í eðlilegu magni.  Þetta er bara komið út úr öllu korti.

Þáttarstjórnandinn hlær mest af öllum sínum bröndurum.  Það er fyndið hvað þeir eru ófyndnir. 

Ég er nokkuð viss um að þessi þáttur er að koma betur úr þessu en hann hefði gert í gamla kerfinu þar sem menn voru að fylla inn þessar kannanir.  Þetta er svona eins og ef menn eru spurðir hvort þeir lesa Séð og heyrt. Enginn viðurkennir það en samt er það með mestlesnu tímaritum landsins. 

 Það sorglega við þetta er að RÚV fær þau skilaboð að þessi útþynnti þáttur sé virkilega skemmtilegur. Á meða sitjum við uppi með "brandara" kallinn og útþynntan Idol þátt í 50 þáttum. 


Fjárfesting sem borgar sig

Var að rekast á þetta hérna. Það er greinilegt að ýmsir fjárfestingakostir eru í boði þessa dagana. 

Sjálfur hef ég farið að ráðunum og á diggan sjóð inn í geymslu sem fer á réttan stað næstu helgi. 


Heather Mills fær níu milljarða

Vísir segir frá því að Heater Mills fengi 9 milljarða frá Paul McCartney og að hún fagni því.

Fyrr má nú vera, ætli maður myndi ekki fagna líka ef maður fengi 9 milljarða í vasan. Reyndar átti ég vona á því að þessi upphæð yrði töluvert hærri miðað við verðmæti Pauls, ef ég man rétt er það metið á 65 milljarða, auk þess sem hann þarf ekki að punga út þessari upphæð í einni summu. 


Afsakið hlé!

Hvað þýðir þessi skemmtilega setning?   Er ekki kominn tími til þess að fjölmiðlar finni sér eitthvað betri setningu en þetta.  Útksýri bilun eða lagi setninguna eitthvað?

Hvað um það þá finnst mér skondið að skoða kvöldfréttirnar á netinu eins og ég geri stundum og þar byrja þeir á að afsaka hléð.  Er ekki málið að að klippa þennan hluta framan fréttunum á netinu?  Varla eru tæknilegir erfiðleikar þar líka?

Hvað um það, þá finnst mér þetta skondið. 


Ertu leiðtogi framtíðarinnar?

Í flestum félögum eru fundargerðir haldnar, oftar en ekki er þetta gert með hangandi hendi og menn vita jafnvel ekki hvað þeir eru að rita og rita því meira en minna. Fyrir vikið verða fundargerðir kaótískar og erfitt að átta sig á hvað var ákveðið og hvað voru umræður.

JCI er að fara af stað með námskeið í fundarritun til þess að kenna mönnum að gera réttar og góðar fundargerðir, hvort sem það er á fundi húsfélags, vinnufundi eða stjórnarfundi félagssamtaka.

Góð fundargerð getur skipt sköpum þegar skoða á söguna og ákveða hvað var raunverulega ákveðið, af hverjum og á hvaða tíma.  Þetta er því námskeið sem getur hentað gríðarlegum hóp fólks.

Kynntu þér málið á heimasíðu JCI Esju, en Esja eitt af aðildarfélögum JCI Íslands.  Fyrir utan þetta eru gríðarlega fjölbreytt námskeið í boði. 

Á árinu ætlar JCI Esja að vera með 26 námskeið, allt frá því að kenna mönnum að gera sælgæti til þess að stjórna stórum og erfiðum fundum.     Það kostar 1500 krónur á mánuði að vera félagi og fyrir þann pening fá menn aðgang að öllun námskeiðum sem eru í boði hjá félaginu án endurgjalds (fyrir utan einstaka prentunar og bókakostnað), auk þess aðgengi að fjölmörgum erlendum leiðbeinendum hér heima og erlendis.  Félagar í JCI Esju geta sótt námskeið hjá öllum hinum aðildarfélögum JCI.

Eina skilyrðið er að vera á aldrinum 18-40, og svo sakar ekki að hafa áhuga á því að bæta sjálfan sig.



Fundaritunarnámskeiðið er frítt fyrir JCI félaga en kostar 8.000 krónur fyrir aðra. Hægt er að skrá sig í félagið á staðnum. Frekari upplýsingar má finna Hér.

Land Cruiser á 11 milljónir

Ég hef alltaf verið hrifin af Land Cruiser, hann hefur verið svona jeppi sem millistéttin hefur getað keypt sér með góðu móti en hann hefur ekki verið neinn sérstakur lúxus jeppi í mínum huga.   Helsti samkeppnisbílinn hefur verið Patrol, sem hefur verið aðeins ódýrari og svona aðeins meira basic.

Í dag er hægt að fá Patrol fyrir 5 milljónir og 5,6 milljónir. Þetta samanborið við 11 milljónir fyrir LC.

Er þessi munur ekki komin út í hött?

Ég veit það ekki, en það er bara mín skoðun að ef ég ætlaði að rölta út í búð með 11-12 milljónir væri einhver annar bíll á innkaupalistanum efn LC.  5-8 Milljónir, kannski í lagi en ef ég ætti eitthvað nálægt 11 - 12 milljónum í vasanum til að kaupa bíl væri það sjálfsagt Bens, Range eða BMW.   X5 Línan frá BMW er dýrust á um 9 milljónir,  Ranger er frá 11 miljónum eins LC og Bensin virðist ekki birta nein verð).

Þetta er auðvitað bara mín skoðun, sjálftsagt byggð á fordómum með um að Toyota sé bara bíll venjulega fólksins.  Það er amk. mjög langt í að ég rölti mér í búð og fjárfesti mér í bíl í þessum verðklassa.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband