I love China

Það er gaman þegar svona internetkeðjur fara af stað, en greinilega er ein mjög öflug í gangi.  Ég er með nokkra Kínverja á msn og nú eru nokkrir þeirra með skilaboðin "I love China" með hjarta fyrir Love. 

Varla tilvilun að svo margir geri þetta á sama tíma.

Væntanlega ansi margir með þetta í gangi núna samtímis. 


Að spreyja á vitlaust hús

Stundum geta litilir hlutir bjargað deginu.  Það er nokkuð fyndið að byrja að sprayja á hús stór og mikil skilaboð en komast svo að því að það sé verið að sprayja á húsið við hliðina.

Þeir sem ætluðu að spreyjan "MURDERARS" á kínverska sendriáðið byrjuðu á M-inu á húsinu við hliðina.

Sjá hérna 


Góðar stundir í Kína

Þá er maður kominn heim frá Kína, tímamunurinn hefur alltaf sömu áhrifin og maður virðist ekkert venjas að fara þarna á milli.  Að þessu sinni var ég reyndar einstaklega seinheppinn í flestu, já fyrir utan að komast utan.

  • Á leiðinni út festist ég í lyftunni á launcinu í Keflavík og þurfti að dúsa þar í 15 - 20 mín, meðan ég velti fyrir mér hvort það væri úti um Kínaferðina
  • Í london var mér neitað að fara um borð, vegna þess að ég var ekki með rétt greiðslukort á mér.
  • Það var allt saman tætt í sundur hjá mér í London í leita af einhverju sem fannst ekki, en það tók samt 30 mínútur að tæta draslið í sundur.  Þetta var fyrsti dagur gaursins, sem ætlaði að standa sig.
  • DOHA kom og fór, reyndar náði ég vélinni og það var gott
  • Í Shanghai kom enginn farangur svo ég stóð þarna með bakpokann bara

Það var nokkuð skemmtilegt annars, ég lenti ekki í neinum sérstökum vandamálum fyrr en á leiðinni heim, þar sem aftur átti ekki að hleypa mér um borð í vélina þrátt fyrir að hafa verið lofað í London að þetta myndi ekki gerast í SH.  Það var ekki skemmtilegt að standa þarna einn með check in gaurnum og áhöfnin farin um borð og farnagurinn farinn um borð.  Á endanum reddaðist þetta þó og ég komst alla leið.  

Ferðin heim var ótrúlega löng, þetta voru alltof margar klukkustundir á leiðinni.

Leggurinn heim frá London var bestur, þar hitti maður fyrir marga gamla vini í vélinni og mikið hlegið á leiðinni heim. 


Sex og ofbeldi selur Tíbet

Það er gaman að vera í Kína og fylgjast með fjölmiðlum.  Í greiningu þeirra hafa vestræni fjölmiðlar brotið alla kóða um eðlilega fjölmiðla, og fylgja bara reglunni um að Kynlíf og ofbeldi selur.

Hérna er mikið fjallað um þetta, og sérstaklega hversu gróf þessi umfjöllun er og hversu röng hún er.

Jafnvel er bent á myndfalsanir, þar sem kínverskir hermenn eru sýndir meiða fólk en eru í raun að særðum einstaklingum.


Ef þetta er rétt hjá þér - þá ertu fífl!

Horfði á Gettu Betur og sá minn gamla skóla vinna.  

Það er ótrúlegt heyra alltaf aftur og aftur sömu taktana hjá Sigmar.  Menn að giska út í loftið og hann grípur þetta upp og kemur með þessa ótrúlega óspennandi setningu á kolröngum tíma.  Sum gisk voru svo langt út í loftið eins og hátíðnihljóð, sem var öllum ljóst að var ekki svarið.  

Hitt var alveg óþolandi leiðinlegt hjá liðunum að ýta á bjölluna og standa svo á gati í mínútu.  Það á bara að taka svarréttin af liðunum, þegar þau taka svona langan tíma í þetta. 


Verkfælingur

Þar sem ég sit og spái meðal annars í menningum og menningarmun fannst mér áhugavert að horfa á "La Fea Más Bella", spænsku sápuóperuna, sem er víst fyrirmyndin að Ugly Betty.  Ég sá reyndar ekki mikið af sameiniginlegum hlutum með þetta.  Þýðandinn fór alveg á kostum, sérstaklega þegar hann tók að sér að þýða eftirfarandi:
"Hann er ekki verkfræðingur, heldur verkfælingur"

Í þá gömlu góðu daga

Í dag skrifa ég áminningu á Deigluna, þar sem ég bendi á öll þau félög sem eru að tapa sögu síns eigins félags um leið og hún er skrifuð.

Það er eiginlega sorglegt hversu fáir sinna að virða sögu þeira samtaka sem þeir eru að starfa í, með því að tryggja varðveislu gagna úr sögunni.

Það er von mín að með þessum stutta pistli vekji ég einhverja til hugsunar um að geyma gögn eins og myndir, fundargerðir og annað sem er úr starfinu.

Það sorglegasta sem maður veit af er þegar ekki einu sinni er vitað hvaða stjórn er í félögunum á hverjum tíma. 


STEF vill hluta af styrktarfé krabbameinssjúks manns

Vísir segir frá manni sem ætlaði að halda styrktartónleika fyrir vin sinn og er nú komin í baráttu við STEF. 

Það er ótrúlegt að heyra þetta.  Hvernig má það vera að STEF sé yfir höfuð að fá eitthvað greitt þegar menn eru að halda tónleika! Hvaða þjónusta er STEF að inna af hendi þegar menn eru að halda tónleika?  

Þetta STEF Rugl er alveg ótrúlegt! Um leið og maður vill að tónlistarmenn fái greitt á eðlilegan máta fyrir vinnuna sína, þá er þetta STEF komið út fyrir allt eðlilegt!  


Gilz vinsælasti bloggari landsins?

Ok ég hef verið með sjónvarpsþátt, útvarpsþátt, gefið út bók, verið vinsælasti bloggari landsins, módel, hnefaleikakappi, kraftlyftingamaður, rithöfundur og tónlistarmaður. En mér fannst alltaf vanta eitthvað, vissi aldrei almennilega hvað það var. En ég veit núna nákvæmlega hvað það var. Mig vantaði minn eigin tölvuleik!!
Eitthvað hafa þessar vinsældir farið fram hjá mér.  Það vantar samt ekki sjálfstraustið hjá Gilz.  Mér finnst reyndar vanta inn í þessa lýsing, auglýsingaleikari.  En vill sjálfsagt gleyma því móment, þegar hann auglýsti gullusíðurnar.
 
Hann stóð sig reyndar nokkuð vel í kastljósinu um daginn svona miðað við allt. Orðbragðið var bara í fínu lagi. 

Póstur í eigin nafni

Mér finnst ein fyndnasta leið Spamara vera að senda mér póst sem er eins og hann sé sendur úr mínu eigin netfangi.  Reyndar eru sjálfsagt meiri líkur á að hann sleppi úr "spam" filter hjá mér, en hins vegar er alveg öruggt að ég hendi honum ólesnum.  

Það er ekki eins og ég viti ekki hvaða pótsta ég sendi, hvað þá að ég sé að senda sjálfum mér pósta og bjóða mér pillur á niðursettu verði.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband